Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 11
90% skilnaðarbarna hafa lögheimili hjá móður. Ótrúlegt kynjamisrétti viðgengst hjá sýslumönnum og dómstólum í meðferð forsjármála. Feður eru ítrekað sviptir forræði á þeim forsendum einum að þeir eru karlmenn. Í flestum tilfellum, þegar mál fara fyrir sýslumenn og dómara, eru börn dæmd frá föður og honum skömmtuð umgengni í samræmi við óskir móður. Fjölmörg dæmi eru um að í þessum óskum móður felist lítil sem engin umgengni barns við föður, þrátt fyrir að yfirvöld hafi metið hann jafn hæfan móður til að fara með forræði barna sinna. Jafnréttisstofa réttlætir misréttið með þessum orðum í bréfi til Félags ábyrgra feðra, dagsett 19.01.2004: „Það er ákaflega ríkt í menningu okkar að líta svo á að mæður séu eðlilegri umhyggju- og forsjáraðili en feður.“ Í 65. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Í jafnréttislögum nr. 96 / 2000 segir orðrétt: „Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.“ Kynjamisrétti í forsjármálum er slíkt að feðrum er ráðlagt að leita ekki réttar síns fyrir dómstólum. Við krefjumst þess að sýslumenn og dómstólar vinni eftir settum lögum. Við skorum á Jafnréttisstofu að berjast fyrir réttindum beggja kynja og vinna gegn staðalímyndum í stað þess að enduróma þær. Er jafnrétti bara fyrir konur? Félag ábyrgra feðra „Börn eiga rétt á báðum foreldrum sínum og rétt til að alast upp í öruggu fjölskylduumhverfi.“ – Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna J Ó N S S O N & L E ’ M A C K S • 5 3 6 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.