Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 8
8 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Pólitísk stýring Ríkisútvarpsins „Ég hef ekki séð að það ríki sér- stök hætta samfara því hvernig fjölmiðlar hafa verið reknir hér á landi undanfarin misseri og get ekki dregið þá ályktun að verið sé að misnota fjölmiðlana í umræð- unni hér á landi. Það má frekar draga þá ályktun að Ríkisútvarp- inu sé stundum stýrt pólitískt.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fréttablaðið 26. apríl. Lætur ekki bugast „Það gefur auga leið að menn munu ekki hlaupa út úr fjölmiðla- rekstri af því að Davíð segir það.“ Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. DV 26. apríl. Gott að láta sig dreyma „Mig dreymir um þjóðfélag þar sem foreldrar þurfa ekki að lifa í ótta við fíkniefnasala.“ Baldur Ágústsson, fyrrverandi forstjóri öryggis- þjónustunnar Vara. Morgunblaðið 26. apríl. Orðrétt DÝRAHALD „Við látum dýrin ekki líða fyrir stjórnsýslu og ef við fréttum að dýrum sem eru illa á sig komin sinnum við því strax,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, en Sig- urjón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, gagnrýnir að hér- aðsdýralæknir hafi farið að Dals- mynni til að athuga með ástand dýra, þar sem það sé hlutverk Um- hverfisstofnunar að hafa eftirlit með búinu. Halldór segir skýrslu héraðs- dýralæknis hafa verið stílað á sig en ekki á fólkið að Dalsmynni, þau hafi hins vegar fengið afrit af skýrsl- unni. Hann segir að í grein Magneu Hilmarsdóttur sem birtist í Frétta- blaðinu í febrúar hafi verið sagt frá því að hundar á Dalsmynni væru illa á sig komnir og einn þeirra eftir keisaraskurð. Því hafi Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir farið og kannað málið þar sem það sé skylda dýralækna. „Gunnar komst að því að það sem fram kom í grein Magneu átti ekki við rök að styðjast. Ef ég hefði áframsent skýrslu héraðsdýralækn- is til fólksins á Dalsmynni þá hefði það verið stjórnsýslubrot.“ Halldór segir enga dýralækna starfa hjá Umhverfisstofnun og þegar starfsmenn stofnunarinnar fer til að athuga með dýr eigi þeir að hafa héraðsdýralækni með sér í för en það hafi ekki verið gert þegar farið að Dalsmynni. ■ Sjaldséðir fuglar: Hvítandarpar og fagurgæs LAGAFRUMVARP „Þingvellir eru óumdeilanlega kirkjueign,“ segir séra Halldór Gunnarsson, sem sæti á í kirkjuráði. Í frumvarpi til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum eru Þingvellir taldir til ríkisjarða. „Það liggur ljóst fyrir að þegar Alþingi og ríkisstjórnin lýsa því yfir að Þingvellir séu ríkisjörð þá þurfa þau að sýna afsal fyrir jörð- inni,“ segir Halldór. Í ályktun sem send var nefnd- arsviði Alþingis kemur fram að kirkjuráð fagni tillögum um stækkun þjóðgarðsins og frið- lýsingu hans sem helgistaðar allra Íslendinga. Kirkjuráð mótmælir því hins vegar að í greinargerð með frumvarpinu séu Þingvellir taldir með ríkisjörðum, enda liggi ekki fyrir formlegt afsal á Þing- völlum og samkvæmt þinglýstum eignarheimildum sé ótvírætt að kirkjan fari með eignarheimild að Þingvöllum. „Árið 1928 þegar lögin um Þingvelli voru sett þá er það orða- lag fjórðu greinar að hið friðlýsta land skuli vera undir vernd Alþingis og ævinlega eign íslensku þjóðarinnar. Þjóðkirkjan hefur verið sátt við þetta orðalag en það fór aldrei fram eignar- nám,“ segir Halldór. Árið 1997 var gengið frá samn- ingum milli ríkis og kirkju um kirkjujarðir en þá átti eftir að semja sérstaklega um prests- setrin. Nokkrum árum síðar fór ríkisstjórnin fram á það við bisk- up að ekki yrði skipaður prestur á Þingvöllum þegar prestsembættið losnaði. „Biskup varð við þessari ósk í þeirri vissu að samkomulag myndi nást milli ríkis og kirkju um það með hvaða hætti Þingvell- ir yrðu skilgreindir sem eign ís- lensku þjóðarinnar.“ Halldór segir að undanfarin tvö ár hafi verið reynt að koma á viðræðum við rík- ið um prestssetrin en það hafi ekki tekist. „Það er ekki hægt að ná sátt um málið ef ekki er talað saman. Við vonum að það náist samkomu- lag um Þingvelli vegna þess að Þingvellir eru heilagur staður sem þjóðin vill að sátt ríki um.“ bb@frettabladid.is Fyrirtækjaþjónusta Blómavals Plöntur gera vinnustaðinn heilsusamlegri, hlýlegri og fegurri. Þær draga úr skaðlegum efnum í andrúmsloftinu og bæta rakastig í vistarverum. Síðast en ekki síst prýða þær aðkomu að fyrirtækjum. Við leggjum áherslu á: • Grænar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir • Reglulegar heimsóknir til viðskiptavina okkar • Skreytingar við öll tækifæri • Blómaáskrift • Silkiblóm, þar sem þau henta Allar upplýsingar í verslunum Blómavals og á blomaval.is Blómstrandi fyrirtæki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 43 54 04 /2 00 4 Sendiráðsstarfsmaður á fljúgandi siglingu: Setti hraða- met í göngum FRAKKLAND Starfsmaður í sendiráði Qatar í Frakklandi var tekinn fyrir að aka á þreföldum leyfilegum hámarkshraða í göngum milli Frakklands og Ítalíu. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur, ók á 214 kílómetra hraða í gegnum Mont Blanc göngin, en leyfilegur hámarkshraði er 70. Samkvæmt fréttastofu BBC setti maðurinn hraðamet í göngunum en sjálfvirkir mælar mæla hraða bíla sem fara um þau. Sendiherra Qatar hefur ekki viljað tjá sig um málið, sem hefur verið sent til saksóknara sem mun væntanlega gefa út ákæru á hendur manninum. Hraðatakmarkanir voru hertar í göngunum eftir mannskætt slys þar árið 1999. Þá fórust 39 manns þegar það kviknaði í bíl í göngunum, sem eru ellefu kílómetra löng. ■ FUGLAR Fagurgæs fannst í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. Vitað er að gæsin yfirgaf vetrarstöðvar á Bretlandseyjum fyrir fáeinum dögum í hópi helsingja, að því er fram kemur á vefnum Stafræn fuglaljósmyndun. Fagurgæs er lítil og afar skrautleg. Hvítandarpar sást í Þingeyjar- sýslum á sunnudag. Þetta er aðeins í annað sinn sem hvítandarpar sést hér á landi, en fundist hafa ellefu stakir fuglar. Hvítendur eru smáar fiskiendur, skyldar toppöndum og gulöndum. Hugsanlegt er talið að parið verpi hér á landi og því vilja fuglaáhugamenn ekki gefa upp nákvæma staðsetningu þess. ■ HVÍTÖND Hvítandarpar sást í Þingeyjarsýslum um helgina. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir: Látum dýrin ekki líða fyrir stjórnsýslu HALLDÓR RUNÓLFSSON Halldór segir að starfsmenn Umhverfisstofnunar eigi að hafa héraðs- dýralækni með í för sé farið til að athuga með ástand dýra. Á ÞINGVÖLLUM Kirkjuráð er ósátt við skilgreiningu á eignarhaldi Þingvalla í frumvarpi til laga um þjóðgarðinn. Kirkjan segist eiga Þingvelli Kirkjuráð mótmælir því að Þingvellir séu tald- ir til ríkisjarða. Ítrekað óskað eftir viðræðum við ríkisvaldið um eignarhald Þingvalla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Slys á árshátíð: Maður á batavegi SLYS Maður sem slasaðist alvarlega þegar lítil borðfallbyssa sprakk í samkvæmi á laugardagskvöldið er ekki lengur í lífshættu og hefur hann verið útskrifaður af gjör- gæsludeild Landspítalans. Atvikið átti sér stað á árshátíð samtakanna Round Table og Ladies Circle í veislusalnum Versölum. Hefð er fyrir því að hleypt sé af um þrjátíu sentímetra langri borðfall- byssu hlaðinni púðri og pappír á árshátíð. Að þessu sinni sprakk byssan með slíkum krafti að brot úr henni lentu í tveimur gestum. Ann- ar gestanna slasaðist alvarlega en hinn fingurbrotnaði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.