Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 4
4 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Bera stjórnmálamenn alltaf hag borgaranna fyrir brjósti? Spurning dagsins í dag: Er nauðsynlegt að samþykkja frum- varp um eignarhald á fjölmiðlum á þessu þingi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 10% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ■ Lögreglufréttir ■ Asía FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Frumvarp for- sætisráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum var samþykkt í þingflokk- um ríkisstjórnarflokkana í gær. Þingflokksfundirnir stóðu í aðeins um eina klukkustund. Lögin hafa í för með sér að leysa þarf upp Norð- urljós og fyrirtækið getur ekki fylgt eftir áformum sínum um að fara á almennan hlutabréfamarkað. Lagafrumvarp forsætisráð- herra leggur til breytingar á út- varpslögum annars vegar og sam- keppnislögum hins vegar. Sam- kvæmt þeim breytingum sem lagðar eru til geta fyrirtæki sem starfrækja útvarp eða sjónvarp ekki verið í meira en 25% eigu fyrirtækis sem er í óskyldum rekstri. Skiptir þá engu hvort við- komandi fyrirtæki, sem hug hefði á að fjárfesta í útvarpi eða sjón- varpi, hafi markaðsráðandi stöðu á markaði. Frumvarpið bannar einnig að aðili sem gefur út dagblað fái heimild til að reka útvarp eða sjónvarp. Þetta ákvæði hefur í för með sér að kljúfa þarf Norðurljós hf. Lögin segja að við mat á því hvort fyrirtæki hafi markaðsráð- andi stöðu skuli óska eftir áliti Samkeppnisstofnunar. Önnur grein frumvarpsins er stutt. Hún kveður á um að í sam- keppnislög skuli sett fyrirmæli til Samkeppnisstofnunar um að veita Útvarpsréttarnefnd álit sitt á því hvort fyrirtæki teljist markaðs- ráðandi. Frumvarpið er lagt fram af forsætisráðherra en ekki menntamálaráðherra sökum þess að í því eru lagðar til breytingar á lögum sem heyra undir verksvið fleiri en eins ráðherra. Samkvæmt frumvarpinu fá fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði tvö ár til að aðlaga sig nýjum lögum. Eftir þann tíma verður útvarps- réttarnefnd heimilt að afturkalla útvarpsleyfi til stöðva sem ekki falla að lögunum. Þegar efnisatriði frumvarpsins voru reifuð fyrir Þorbirni Brodda- syni, prófessor í félagsfræði og kennara í f j ö l m i ð l a - fræði við Há- skóla Íslands, sagði hann að þau kunni að hindra mögu- leika fólks á að stofna f j ö l m i ð l a , sérstaklega með hliðsjón af því hversu smár mark- aður hinn ís- lenski sé. Hann telur hins vegar eðlilegt að gjalda varhug við sterkri stöðu Baugs bæði á matvöru- og fjölmiðla- markaði en hugsanlega ætti að beita öðrum úrræðum ef vilji sé til þess að draga úr þeim. thkjart@frettabladid.is Össur Skarphéðinsson: Ekki byggt á skýrslu FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ „Mér finnst forsætisráðherra mjög einbeittur í þeim vilja að koma þessu máli í gegn með ofbeldi ef með þarf,“ seg- ir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar- innar, um frumvarp um lög um eignar- hald á fjölmiðl- um. Hann segir þ j ö s n a l e g v i n n u b r ö g ð einkenna ríkis- stjórnina og það eigi einnig við um störf hennar á Al- þingi. Össur segist ekki enn hafa hitt þann mann sem vilji taka í gegn með hraði lög sem hefta atvinnufrelsi. Þingflokkur Samfylkingarinnar ræddi fjölmiðlaskýrsluna á þing- flokksfundi í gær. „Skýrslan er að mörgu leyti vönduð og greinargóð. Bent er á þrjú meginatriði. Í fyrsta lagi telja höfundar rétt að sett verði lög um eignarhald. Í öðru leyti er bent á gildi þess að setja reglur um sjálf- stæði ritstjórnar. Þriðja atriðið er að skýrsluhöfundar mæla með því að lögin séu ekki afturvirk. Ekkert þessara atriða má sjá í frumvarpi forsætisráðherra. Því er það rangt sem hann heldur fram að frumvarp- ið sé byggt á skýrslunni heldur gengur það þvert gegn meginmark- miðum,“ segir Össur. ■ – hefur þú séð DV í dag? Ræsisstjóri nasisti á austur- vígstöðvunum ÓK Á GANGBRAUTARLJÓS OG STAKK AF Ekið var á gangbrautar- ljós á Selfossi á sunnudagskvöld- ið. Að sögn lögreglu var að líkind- um um framúrakstur að ræða. Ökumaðurinn stakk af en iðraðist síðan og gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun. Bíllinn er ökufær en töluvert skemmdur. Umferðar- ljósið er að líkindum ónýtt. SJÖ TEKNIR FYRIR HRAÐAKSTUR Lögreglan á Dalvík tók sjö öku- menn fyrir of hraðan akstur á veginum sem liggur inn í kaup- staðinn síðdegis á sunnudag. Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er á þessum vegarkafla en öku- mennirnir voru á allt að níutíu kílómetra hraða. Að sögn lögreglu eru menn alltof seinir að hægja á sér þegar þeir aka að kaupstaðn- um þrátt fyrir skýrar merkingar. 90% ÍRAK, AP „Án heimilis verður þú vand- ræðaseggur, skemmdarvargur eða jafnvel hryðjuverkamaður,“ sagði Saad al Zubaidi, sem fer með upp- byggingar- og húsnæðismál í írösku stjórnsýslunni, þegar hann kom til London til að fá fyrirtæki til að fjár- festa í enduruppbyggingu Íraks. Al Zubaidi sagði að þó uppbygg- ing olíuiðnaðarins væri eitt mikil- vægasta verkefnið fyrir efnahag Íraks í framtíðinni væri mikilvæg- asta verkefnið í dag að byggja upp heimili. „Það að hafa þak yfir höfuð- ið er grundvallarforsenda fyrir því að telja sig hluta af þjóðfélagi,“ sagði Zubaidi. Hann og sjö aðrir íraskir framámenn kynntu hug- myndir sínar á ráðstefnu sem full- trúar hundruð fyrirtækja sóttu. Þrír bandarískir hermenn létust í gær, tveir þeirra þegar bygging í Bagdad sprakk í loft upp en her- námsstjórnin taldi að þar væri unn- ið að gerð efnavopna. Al-Arabiya sjónvarpsstöðin sýndi í gær myndskeið af þremur ítölskum gíslum. Þeir sem halda þeim segjast myrða þá eftir fimm daga ef ítalskur almenningur mótmælir ekki stefnu stjórnar sinnar í Írak. ■ VÍGI BANDARÍKJAMANNA FAGNAÐ Ráðherra uppbyggingarmála í Írak segir húsnæðisleysi auka á andstöðu almennings við hernámsstjórnina og framkvæmdastjórn heimamanna. Írakar biðja umheiminn um hjálp við uppbyggingu: Þurfum þak yfir höfuðið Hjúkrunarfræðingar: Hugmyndir til lausnar KJARAMÁL Hjúkrunarfræðingar á skurðsviði Landspítala - háskóla- sjúkrahúss munu hitta stjórnendur spítalans í dag. Hjúkrunarfræðing- arnir munu þá leggja fram sínar hug- myndir til lausnar þeirri kjaradeilu sem uppi er. Á fundinum verður jafn- framt farið yfir stöðu mála, en alls hafa 22 af 25 hjúkrunarfræðingum sagt upp störfum vegna óánægju með breytingar á vaktakerfi. Elín Ýrr Halldórsdóttir hjúkrun- arfræðingur sagði í gær að hjúkrun- arfræðingarnir hefðu verið að fara yfir tillögur sem fram hefðu komið í umræðum þeirra og stjórnenda fyrir helgina. ■ FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Ekki er úti- lokað að frumvarp um lög um eign- arhald á fjölmiðlum muni taka breytingum áður en það verður gert að lögum, að sögn Halldórs Ás- grímssonar, formanns Framsóknar- flokksins. Frumvarpið var sam- þykkt í stjórnarflokkunum í gær og verður lagt fyrir Alþingi í vikunni. Halldór sagðist eiga von á því að þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu eftir eðlilega umfjöll- un Halldór segist ekki taka undir það sjónarmið að frumvarpið muni kippa fótunum undan fjölmiðlasam- steypunni Norðurljósum. „Það liggur fyrir að Norðurljós þarf að aðskilja ákveðinn rekstur og ég vænti þess að það verði þeim til- tölulega léttbært,“ sagði hann. Hann sagðist ekki telja að frum- varpið hefði í för með sér eignar- uppnám eigenda Norðurljósa. „Mér finnst eðlilegt að dagblöð séu aðskilin frá sjónvarps- og út- varpsrekstri til þess að tryggja megi fjölbreytni í fjölmiðlarekstri,“ sagði Halldór. „Þetta snertir alla fjölmiðla sem eru á þessum markaði að einhverju leyti en það snertir ekki dagblöð. Það er ekkert komið inn á rekstur dagblaða í þessu sambandi, ein- göngu fjölmiðla sem reka útvarp og sjónvarp og eru með leyfi frá ríkinu til þess,“ sagði hann. Aðspurður um hvers vegna þyrfti að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum einmitt nú sagði hann að þetta ástand hafi vissulega blasað við í nokkuð langan tíma. „En ég held að það sé uppi meiri samþjöppun á þessum markaði en við höfum oft séð áður og það er eðlilegt að það sé tekið á því,“ sagði Halldór. ■ Rekstur Norðurljósa verður ólöglegur Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt frumvarp sem gerir það að verkum að leysa þarf Norðurljós upp. Ekkert félag má eiga meira en fjórðung í sjón- varps- eða útvarpsfyrirtæki. Ekki má eiga bæði dagblað og ljósvakamiðil. AF ÞINGFLOKKSFUNDI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna samþykktu fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra á fundum sínum í gær. Á myndinni eru Guðmundur Hallvarðsson, Davíð Oddsson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Sigurður Kári Kristjánsson. FRUMVARP FORSÆTISRÁÐHERRA Frumvarpið er aðeins tvær greinar og lýtur fyrst og fremst að úthlutun leyfa til rekstrar útvarps- og sjónvarpsstöðva. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra segir fjölmiðlafrumvarpið ekki kippa fótunum undan Norðurljósum. Kolbrún Halldórsdóttir: Þörf á meiri umræðu FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að móta framtíðina á fjölmiðlamarkaðinum. Því þarf að taka góðan tíma í umræður um þetta frumvarp,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Allt samfélagið ætti að fá að taka þátt í umræðum um þetta mál. Hvers vegna þessi flýtir? Er húsið að brenna?“ spyr hún. Kolbrún segir að rétt væri að fara í umræður um skýrsluna og frumvarpið á Alþingi í vor. „Svo mætti málið fara í al- menna umræðu í sumar og fjalla ætti um það á næsta þingi,“ segir hún. Hún segist hlynnt því að sett verði lög sem geri skylt að skýra frá eignarhaldi á fjölmiðlum og að hún sé hlynnt dreifðu eignarhaldi. „Þetta eru viðamiklar ákvarðan- ir sem þarf að vanda og mega ekki fara fram í flýti,“ segir hún. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Frumvarpið byggist ekki á skýrslunni heldur gengur gegn meginmarkmiðum.“ Halldór Ásgrímsson: Útilokar ekki breyt- ingar á frumvarpi 33 LÉTUST Sextán börn og sautján fullorðnir létust þegar þorp í Kirgisistan fór á kaf eftir að aur- skriður féllu á það. Tólf til viðbótar særðust. Aurskriður eru algengar í Kirgisistan, sem er fjalllendi að níu tíundu hlutum. Fyrr í mánuðinum létust fimm börn þegar aurskriða féll á þau í suðurhluta landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.