Fréttablaðið - 02.05.2004, Side 10

Fréttablaðið - 02.05.2004, Side 10
Heita má að íslenskt þjóð-félag sé á öðrum endanumvegna fjölmiðlafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Enda eru mikl- ir hagsmunir í húfi, sem varða eignir manna og atvinnu fjölda fólks, og tekist er á um grundvall- arsjónarmið, sem snúa að lýð- ræði, tjáningarfrelsi og eignar- rétti. Það er algjörlega óviðun- andi að jafn stórt mál og þetta fái einhvers konar flýtimeðferð á Alþingi, eins og verið sé að bregð- ast við neyðarástandi í landinu. Frumvarpið þarf að fá vandaða, faglega umfjöllun, ekki bara inn- an þings heldur einnig utan þess. Það þarf að leiða í ljós hverjar raunverulegar afleiðingar þess verða, nái það fram að ganga óbreytt, og hvort efasemdir ým- issa lögmanna, um að það standist stjórnarskrá okkar og samkeppn- isreglur Evrópska efnahags- svæðisins, eigi við rök að styðjast. Skynsamlegast væri að ríkis- stjórnin dragi annaðhvort frum- varpið til baka eða setti það í salt fram á haust svo næði gefist til að íhuga efni þess og afleiðingar og láta kanna hvort ekki sé hægt að fara aðrir leiðir en þar er gert ráð fyrir til að ná því markmiði, sem víðtæk samstaða er um, að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun. Má í því sambandi velta fyrir sér hvort það yrði ekki gagnlegt að fá óvilhalla aðila, t.d. sér- fræðinga við fjölmiðla- deildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, til að gera úttekt á íslenskum fjölmiðlum til að reyna að leiða í ljós hvort vinnu- brögðum þeirra er áfátt og hvort núverandi eignar- hald setji þeim óþægileg- ar skorður, og þá hvernig bregðast megi við því. Einhverjir telja vafa- laust að það yrði haft til marks um veikleika ríkis- stjórnarinnar ef hún hlust- aði á andmælendur frum- varpsins og tæki ákvörðun um að fresta málinu. Ólík- legt sé að „sterkir“ stjórnmálafor- ingjar eins og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson mundu láta hvarfla að sér að bakka í þeirri stöðu sem upp er komin. Þetta held ég að sé misskilningur. Styrkur stjórnmálaleiðtoga birt- ist ekki í óbilgirni og ósveigjan- leika heldur hæfileikanum til að skilja og skynja aðstæður og hug- rekki til að taka ákvarðanir í sam- ræmi við þær. Einhverjir mikilhæfustu stjórnmálamenn okkar á 20. öld, forsætisráðherrarnir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, skráðu nöfn sín á spjöld sögunn- ar einmitt vegna þess að þeir skildu að styrkur og stjórnvísi þjóðarleiðtoga er ekki síður fólg- in í að ná sáttum og málamiðlun- um en stríði og einhliða mála- fylgju. Í því sambandi kemur t.d. í hugann atvikið fræga haustið 1963 þegar þjóðfélagið var orðið óstarfhæft vegna efnahagsfrum- varps þáverandi ríkisstjórnar og ágreinings hennar við verkalýðs- hreyfinguna. Þá réttu þeir hvor öðrum sáttahönd Ólafur Thors forsætisráðherra og Eðvarð Sig- urðsson, formaður Dagsbrúnar, og í framhaldi af því höfðu þeir Bjarni Benediktsson, sem um sama leyti varð forsætisráð- herra, og Eðvarð forystu um gerð hins fræga Júnísamkomu- lags. Það markaði sem kunnugt er þáttaskil á íslenskum vinnu- markaði. Íslenskar aðstæður Fjölmiðlaskýrsla Davíðs Þórs Björgvinssonar og félaga er vönd- uð og áhugaverð. Ég er að vísu ósammála ýmsu sem þar stendur en held að hún geti orðið grund- völlur fyrir góðar umræður um fjölmiðla, efni þeirra, vinnubrögð og rekstur. Ég sakna þess hins veg- ar í skýrslunni að höfundarnir reyni að átta sig á því hvers vegna sú staða sem nú er á íslenskum fjölmiðlamarkaði er komin upp. Í raun og veru er það lykillinn til skilnings á öllu málinu. Íslenskur fjölmiðlamarkaður er bundinn við íslenskt málsamfélag og er sem slíkur einhver hinn smæsti í heimi. Það er viðurkennt sjónarmið um heim allan að ekki geti gilt sömu reglur um eignar- hald á fjölmiðlum á litlum mörkuð- um og stórum. Þó að eðlilegt kunni að vera að setja markaðshlutdeild einstakra fjölmiðlafyrirtækja meðal stórþjóða takmörk er ekki hægt að yfirfæra slíkar reglur ein- hliða yfir á fjölmiðlamarkað smá- þjóða eða fámennra samfélaga. Á það er einmitt bent í skýrslu Evrópuráðsins, Media Diversity in Europe (2002), sem fjölmiðla- nefndin styðst við, að viðmiðanir um fjölda og útbreiðslu ljósvaka- miðla hljóti af viðskipta- eða rekstrarástæðum að vera aðrar í fámennum ríkjum en fjölmennum. Ísland er svo fámennt að arðs- von af rekstri fjölmiðla er mikil takmörk sett. Margir hafa reynt fyrir sér á þessum vettvangi en fáir náð árangri. Einu fjölmiðlarn- ir sem lifað hafa umbreytingar ís- lensks þjóðfélags síðastliðinn ára- tug eru Ríkisútvarpið og Morgun- blaðið. Aðrir fjölmiðlar hafa annað hvort horfið eða skipt um eigendur aftur og aftur. Til að halda úti dag- blaði eða sjónvarpsstöð þarf mikið fjármagn og það „þolinmótt“ eins og stundum er sagt, því það tekur langan tíma að koma slíkum rekstri á traustan grundvöll. Fjöl- miðlafrumvarpið virðist í reynd banna helstu stórfyrirtækjum okkar að leggja fé í rekstur ljós- vakamiðla, en án stuðnings slíkra fyrirtækja er hætt við að rekstur einkastöðva verði hvorki fugl né fiskur, ef það verður þá á annað borð einhver grundvöllur fyrir honum. Hverjir hafa á undanförnum árum staðið fyrir frjálsum út- varps- og sjónvarpsrekstri eða til- raunum til slíkrar starfsemi? Eru það ekki einmitt „markaðsráð- andi“ fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum íslensks viðskiptalífs? Og hver er aðdragandinn að fjölmiðla- veldinu Norðurljósum, sem stjórn- völd eru svo ósátt við? Aðdragand- inn er sá að hvert og eitt hinna þriggja fjölmiðlafyrirtækja, sem undir hattinum eru, komst í rekstrarþrot og hundruð manna misstu atvinnuna eða sáu fram á atvinnuleysi. Í þessu sambandi má nefna, að það er viðurkennt sjón- armið utanlands að þegar verið er að björga fjölmiðlafyrirtækjum frá gjaldþroti eigi ekki að beita í blindni reglum um markaðshlut- deild. Robert Murdoch var t.d. á sínum tíma veitt undanþága frá gildandi eignarhaldsreglum í Bret- landi þegar hann eignaðist Times- blaðasamsteypuna, þar sem hann var þá að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Það er auðvelt að segja að mað- ur komi í manns stað, að einhverj- ir aðrir en Baugur og samstarfs- fyrirtækin hefðu komið til skjal- anna og bjargað Fréttablað- inu, DV og Stöð 2 frá gjald- þroti, ef þau hefðu ekki sýnt fjölmiðlunum áhuga. En er víst að svo sé? Ég held að líklegra sé að Fréttablaðið hefði ekki verið endurreist og álitamál sé hvort nokkur hefði treyst sér til að halda útgáfu DV til streitu. Og ég er ekki sannfærður um að mörg fyrirtæki hefðu treyst sér til að reiða fram það fé sem þurfti til að gera upp skuldir Íslenska útvarpsfé- lagsins og stefna samtímis að metnaðarfullri frétta- þjónustu og öflugri inn- lendri dagskrárgerð. Stund hinna stóru Það er þessi bakgrunnur sem fjölmiðlanefndin hefði þurft að íhuga betur. Og hún hefur í raun og veru enga afsökun fyrir fljót- færnislegum vinnubrögðum sín- um því , eins og fram hefur komið opinberlega, óskuðu forráðamenn Norðurljósa sérstaklega eftir því að fá að hitta nefndarmenn og setja þá inn í samhengi hlutanna. Í umræðunum sem fram hafa farið undanfarna daga hafa mörg orð fallið sem sum væru betur ósögð. Imprað hefur verið á hug- myndum sem eru svo viðsjárverð- ar að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við það eitt að hugsa um þær (svo sem að útgáfa dagblaða verði háð leyfi stjórn- valda) og einstaklingar í viðskipt- um og stjórnmálum hafa sætt því- líkum aðdróttunum og æru- meiðingum að óviðunandi er fyrir lýðræðislega og málefnalega um- ræðu í þjóðfélaginu. Tími er kom- inn til að staldra við áður en óbæt- anlegt tjón er unnið. Nú er stund hinna stóru manna á vettvangi þjóðlífsins runnin upp og tími til kominn að þeir setji okkur hinum eftirminnilegt fordæmi. Hér gilda hin viturlegu orð Runólfs í Dal við Flosa í Njáls sögu: „Þess vil eg biðja þig Flosi að þú gefir ró reiði og takir það upp að minnst vandræði hljótist af“. ■ Tilraunir hernámsliðs Bandaríkjanna í Írak til að fela íröskumherforingja hervald í Fallujah í von um að regla komist á íborginni minnir um margt á framsal bandaríska hersins á völdum til stríðsherra í Afganistan. Fæstir íbúa í Írak eru reiðubúnir að þiggja innflutta stjórnarhætti af vopnuðum bandarískum her- mönnum. Það eru meiri líkur til að að þeir beygi sig fyrir innlendum herrum – jafnvel þótt í farteski þeirra sé hvorki lýðræði né frelsi í vestrænum skilningi. Val hersetinna þjóða ræðst ekki af ímyndaðri og óhlutbundinni fegurðarsamkeppni mismunandi tegunda stjórn- skipunar heldur af raunveruleika götunnar. Írakar munu ekki kjósa tilboð útlendu hermannanna á skriðdrekunum. Þeir hallast fremur að innlendum stríðsherrum eða eldheitum predikurum í moskunum. Þetta á ekki að koma okkur á óvart. Tilraun ríkisstjórna Bandaríkj- anna og Bretlands – með stuðningi ríkisstjórna nokkurra annarra landa; meðal annars Íslands – til að flytja inn lýðræðislega stjórnar- hætti til Íraks með vopnavaldi er heimskuleg. Við þekkjum það af eigin samfélagi að það tekur ár og áratugi að láta lýðræðislega stjórn- arhætti skjóta rótum. Sú hugmynd, að flytja þá fullbúna og steypa ofan á samfélag sem öldum saman hefur búið við mismunandi fyrir- komulag einveldis og hernáms, er í besta falli barnaleg. Samfélagið í Írak býr að sjálfsögðu yfir hugmyndum um réttlæti og virðingu milli samborgaranna sem eru skilyrði lýðræðisins en það býr einnig yfir miklu öflugri þáttum sem hafa verið hertir og styrktir við aldalangt einræði og ógnarstjórn. Írakar munu ekki frelsast til lýðræðislegra stjórnarhátta á skammri stund eins og George Bush forseti vill trúa – líkt því þegar hann frelsaðist til trúar á Jesú Krist í andartaks hug- ljómun. Og úr því að minnst er á Krist. Trúboð Vesturlanda í dag er ekki í eðli sínu ólíkt trúboði kristinnar kirkju á öldum áður. Á vegum henn- ar ferðuðust trúboðar til fjárlægustu deilda jarðar. Þeir komust fljót- lega að þeirri niðurstöðu að ef takast ætti að skjóta fræjum kristinn- ar trúar í samfélög sem byggðu á menningarhefð ólíkri þeirri sem blómstraði við Miðjarðarhafið urðu trúboðarnir að aðlaga kristnina þessari menningu – ekki öfugt. Þegar trúboðar neituðu að beygja sig undir þetta varð þeim ekki ágengt. Ef ósveigjanlegir trúboðar höfðu mikinn herafla á bak við sig leiddi trúboð þeirra til fjöldamorða og gereyðingar menningar á þeim landsvæðum sem þeir fóru yfir. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Það hafa menn á öllum öldum komist að þeirri niðurstöðu að ef öðrum og ólíkum mönnum sé boðið upp á að fallast á lífsafstöðu þeirra þá muni þeir taka því fagnandi. Og þegar fögnuðurinn lætur standa á sér hafa menn freistast til að hjálpa mönnum til að sjá að sér með valdbeitingu. Þetta hefur verið afstaða trúaðra manna og fylgjenda lýðræðis – jafnt sem alræðis- sinna og trúlausra; þetta hefur verið trú manna sem aðhyllast það sem við teljum til fegurstu hugsjóna mannsins jafnt sem grimmustu illsku hans. Niðurstaðan er hins vegar alltaf sú sama. Það kemur ekk- ert gott af því að þröngva upp á menn því sem þeir hafa ekki beðið um – jafnvel ekki því sem á að vera gott í sjálfu sér. Átökin á milli þess sem vill gefa gott og þess sem ekki vill þiggja enda með því að báðir breytast í skepnur. Pyntingar bandamanna á íröskum föngum sanna þetta. Þar eru að störfum mennirnir sem vildu frelsa Íraka frá pyntingum. Tilgangurinn helgar ekki meðalið í Írak – fremur en annars staðar. ■ 2. maí 2004 SUNNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Frelsararnir í Írak taka yfir pyntingarnar: Að þröngva frelsi upp á fólk Að minnst vandræði hljótist af Írakar munu ekki frelsast til lýðræðislegra stjórn- arhátta á skammri stund eins og George Bush forseti vill trúa – líkt því þegar hann frelsaðist til trúar á Jesú Krist í andartaks hugljómun. ,, SUNNUDAGSBRÉF FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Styrkur og stjórnvísi þjóðarleiðtoga er ekki síður fólgin í að ná sáttum og málamiðlunum en stríði og einhliða málafylgju. ,, Mörkinni 6. Sími 588 5518 Opið í dag frá kl. 12-17 SUMARTILBOÐ Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur bolir, peysur og slæður. 15-50% Afsláttur! ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 STJÓRNARLEIÐTOGARNIR Styrkur stjórnmálaleiðtoga birtist ekki í óbilgirni og ósveigj- anleika heldur hæfileikanum til að skilja og skynja aðstæð- ur og hugrekki til að taka ákvarðanir í samræmi við þær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.