Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 14
Við skáluðum fyrir afmælinu síð-asta vetrardag og heiðruðum Dýrfinnu Sigurjónsdóttur ljósmóð- ur fyrir þrautseigju og góð störf í gegnum tíðina,“ segir Ólafía Mar- grét Guðmundsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en félag- ið er 85 ára í dag. „Dýrfinna hætti að vinna árið 2002 en þá hafði hún unnið við heimaljósmóðurstörf samfleytt í 50 ár. Hún eignaðist sjálf sjö börn en þrátt fyrir barneignirnar hélt hún alltaf áfram að taka á móti börnum í heimahúsum. Dýrfinna var svo kraftmikil að meira segja þegar hún eignaðist tvíbura þá tók hún sér einungis þriggja vikna hlé frá störfum.“ Ólafía segir ljósmóðurstörfin mjög gefandi. „Það má segja að í ljósmóðurstarfinu sjái maður kraftaverk á hverjum degi. Þetta er ekki svona starf sem þú venst. Mað- ur fær tækifæri til að vera svo ná- lægt fólki á stærstu gleðistundum lífs þess. Þú ert alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk og hver fæðing er ný upplifun.“ Ólafía segir að ljósmæður hafi nánast starfað eins og einyrkjar á árum áður. „Ljósmæður voru dreifðar um allt land og nánast sér- hver hreppur bjó svo vel að eiga eina ljósmóður. Þær höfðu engan formlegan félagsskap fyrr en fyrir 85 árum og formleg kennsla í þess- þessari grein hófst um 1960, en þá var það landlæknir sem sá um fræðsluna.“ Dagana 20.–22. maí verður hald- in norræn ljósmæðraráðstefna á Nordica Hotel sem Ljósmæðra- félagið hefur skipulagt. „Þá verður mikið um að vera og í lok ráðstefn- unnar verður haldið kvöldverðar- hóf þar sem haldið verður almenni- lega upp á 85 ára afmælið. Á ráð- stefnunni verður Dýrfinnu einnig afhent gullmerki félagsins.“ ■ Um það bil ein milljón þýskrahermanna lagði niður vopn á þessum degi árið 1945. Tveimur dögum fyrr höfðu Þjóðverjar á Ítalíu undirritað skilyrðislausa uppgjöf, og tók hún gildi 2. maí. Svo vildi til að meðal banda- rísku hersveitanna á Ítalíu var stór hópur japanskra banda- ríkjamanna frá Havaí, og marg- ir þýsku hermannanna gáfust sig á vald þeirra. Jafnframt gáfust Þjóðverjar í Berlín upp fyrir innrásarher Rússa, sem hafði náð allri borg- inni á sitt vald undir forystu rússneska marskálksins Georgi K. Zukov. Rauði herinn tók þennan dag 134 þúsund þýska hermenn til fanga í Berlín og Rússar drógu fána sinn að hún á þýskum stjórnarbyggingum. Þetta var daginn eftir að skýrt hafði verið frá því að Adolf Hitler hefði svipt sig lífi. Endanlega lauk stríðinu í Evrópu þó ekki fyrr en viku síð- ar, og heimsstyrjöldinni taldist ekki lokið fyrr en um haustið eftir að Bandaríkjamenn höfðu varpað kjarnorkusprengjum á Japan. ■ ■ Þetta gerðist 1519 Listamaðurinn Leonardo da Vinci deyr í Frakklandi. 1808 Íbúar í Madríd á Spáni gera upp- reisn gegn hernámi Frakka. 1932 Skoskt dagblað birtir fyrst frétt um að sést hafi skrímsli í vatninu Loch Ness. 1957 Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Joseph R. McCarthy, sá hinn sami og kom af stað ofsahræðslu við kommúnista í Bandaríkjunum, deyr á sjúkra- húsi í Maryland. 1972 J. Edgar Hoover, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, deyr í Washington 77 ára að aldri. 1994 Nelson Mandela hrósar sigri í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Suður-Afríku. 1997 Tony Blair tekur við embætti forsætisráðherra í Bretlandi. ÞJÓÐVERJAR GEFAST UPP Þennan dag náðu Rússar Berlín af Þjóðverjum. 14 2. maí 2004 SUNNUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ENGELBERT HUMPERDINCK Þessi söngvari með undarlega nafnið er 68 ára í dag. Jón Böðvarsson njálufræðingur er 74 ára. Sigurður Grétarsson knattspyrnumaður er 42 ára. Cecil B. Haraldsson, sóknarprestur á Seyðisfirði, er 61 árs. Valtýr Björn Valtýsson íþróttafrétta- maður er 41 árs. Garðar Thor Cortes söngvari er 30 ára. 2. maí 1945 SEINNI HEIMSSTYRJÖLDIN ■ Uppgjöf Þjóðverja á Ítalíu tekur gildi. Rússar ná Berlín á sitt vald. Enn var þó vika eftir af styrjöldinni í Evrópu. Afmæli LJÓSMÆÐRAFÉLAGS ÍSLANDS ■ Á 85 ára afmælinu var Dýrfinna Sigur- jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín. „Hún hefur unnið samfleytt í 50 ár og þegar hún eignaðist sjálf tvíbura á sínum tíma tók hún sér aðeins þriggja vikna frí.“ BING CROSBY Þessi ástsæli söngvari fæddist á þessum degi 1904. 2. maí Þetta verður nokkuð hefðbundinvika hjá mér,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennalands- liðsins í knattspyrnu. „Reyndar þarf ég að velja landsliðið á morgun því liðið er á leið til Englands til að leika æfingaleik gegn heimamönnum. Leiknum fylgir talsverður undir- búningur og ég hef auðvitað hugann við hann.“ Leikurinn fer fram föstudaginn 14. maí á London Road leikvangin- um í Peterborough og fer liðið út nokkrum dögum fyrr. Síðast áttust þjóðirnar við fyrir tveimur árum og þá í tvígang. England sigraði í öðrum leiknum en jafntefli varð í hinum. Helena er íþróttakennari að mennt og starfar sem slík í Hóla- brekkuskóla í Breiðholti. Hún þjálf- ar líka þriðja flokk kvenna í knatt- spyrnu hjá KR og sinnir þeim störf- um í vikunni eins og venja er til. „En í ljósi þess að ég er á útleið þá býst ég við að sinna stráknum mínum óvenju vel og eyða með hon- um góðum tíma.“ Sá stutti heitir Ólafur Daði og er sjö ára. Helena segir að ef svo beri undir finnist henni notalegt að fara með honum í sund og aldrei að vita nema þau reyni það einhvern tíma í vikunni. „Mér finnst líka mjög skemmti- legt að hitta góða vini og ætli ég reyni ekki að verja eins og einu kvöldi í það. Við fáum okkur þá kaffi og spjöllum saman um heima og geima.“ Helena fer ekki oft í kvikmynda- hús en hefur þó gaman af að sjá góð- ar myndir. „Það væri gaman ef mað- ur næði eins og einni bíóferð,“ segir hún. ■ VIKAN SEM VERÐUR HELENA ÓLAFSDÓTTIR ■ landsliðsþjálfari í knattspyrnu velur liðið fyrir æfingaleik í vikunni. Velur landsliðið MEÐ SYNINUM Helena Ólafsdóttir og Ólafur Daði ætla að eiga góðar stundir saman í vikunni. Kraftaverk á hverjum degi ÓLAFÍA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæðra- starfið eitt af þeim störfum sem aldrei venjast. „Það er sérstök upplifun í hvert skipti að taka á móti barni.“ Pálína M. Stefánsdóttir,Þykkvabæ II, Landbroti, lést fimmtudaginn 29. apríl. Dr. Jón Þorvaldur Ingjaldsson,Bergen, Noregi, lést þriðjudaginn 27. apríl. Hólmfríður Ásta Bjarnason, Hátúni 12, lést fimmtudaginn 29. apríl. Helga Arnþóra Geirmundsdóttir, Rauðumýri 4, Akureyri, lést sunnudaginn 25. apríl. Oddný S. Aðalsteinsdóttir, Stararima 55, Reykjavík, lést fimmtudaginn 29. apríl. Uppgjöf Þjóðverja

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.