Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 20
Atvinnuhorfur tölvunarfræðinga:
Engin kreppa
þrátt fyrir samdráttinn
Lófatölva er gagnleg þeim sem þurfa að taka niður mikið af
punktum í sinni vinnu - leysir af hólmi gömlu góðu minnisbók-
ina hjá þeim sem eru ekki þeim mun fastheldnari á forna siði.
Fyrir nokkrum árum gátu útskrif-
aðir tölvunarfræðingar valið úr
störfum og algengt var að þeir
væru rifnir úr miðju námi til að
hefja störf. Nú er tíðin önnur þótt
skorarfulltrúi Háskóla Íslands og
forseti tölvunarfræðideildar Há-
skólans í Reykjavík telji atvinnu-
horfur útskrifaðra tölvunarfræð-
inga alls ekki slæmar. Bjarta hliðin
á þessari þróun er sú að tölvunar-
fræðingar sækja frekar í fram-
haldsnám en áður. Sú þróun er af
flestum talin mjög æskileg fyrir
framgang þessarar atvinnugreinar
á Íslandi.
„Atvinnuhorfur tölvunarfræð-
inga eru ekki eins góðar og þær
voru fyrir nokkrum árum, enda
einkenndist umhverfið af mikilli
bjartsýni,“ segir Helgi Þorbergs-
son, dósent og skorarformaður
tölvunarfræðiskorar HÍ. „Margir
nemendur útskrifuðust ekki og
voru jafnvel farnir að vinna á
fyrsta námsárinu. Nú er hins vegar
mjög óalgengt að nemendur vinni
með námi. Það fá allir vinnu, en
þurfa að hafa meira fyrir því en
áður.“
Helgi segir að í samræmi við
þetta hafi aðsókn í nám í tölvunar-
fræði minnkað nema í framhalds-
nám þar sem aukning hefur orðið
við tölvunarfræðiskor Háskóla Ís-
lands. Sama þróun sjáist erlendis.
Verði áframhald þar á megi sjá
fram á skort á tölvunarfræðingum.
Gísli Hjálmtýsson, forseti tölv-
unarfræðideildar Háskólans í
Reykjavík tekur í sama streng.
„Þetta var í raun fáránlegt ástand í
aðdraganda ársins 2000. Við gátum
ekki haldið nemendum okkar í
skóla og fyrirtæki úti í bæ voru að
yfirborga starfsmönnum sínum
mjög mikið en áttu samt erfitt með
að halda þeim. Þetta hefur breyst.
En atvinnuhorfur útskrifaðra nem-
enda eru samt sem áður góðar. Í
fyrra vissi ég til dæmis aðeins um
tvo sem ekki voru komnir með
vinnu þegar þeir útskrifuðust frá
okkur. Þeir voru svo báðir komnir
með vinnu þremur vikum seinna.
Menn eru bara svo góðu vanir að
þeir halda að það sé einhver
kreppa ef þeir þurfa að láta vita af
því að þá vanti vinnu.
Við sjáum að launin eru aðeins
að þokast upp aftur, þótt þau séu
ekki orðin jafn há og þau voru þeg-
ar best lét, og samkeppnin um gott
fólk er mikil. Ef við horfum til
langs tíma hefur verið spáð
krónískum skorti á tölvunarfræð-
ingum í heiminum næstu tíu til
fimmtán árin. Það þýðir að finna
má mikið af spennandi störfum og
há laun.“
audur@frettabladid.is
Atvinnuhorfur í tölvunarfræði:
Þurfum að
byggja upp
fyrir næstu
uppsveiflu
„Þegar litið er yfir síðasta ára-
tug hefur orðið gríðarleg fjölg-
un á störfum fyrir tölvunar-
fræðinga en sveiflurnar hafa
verið miklar frá upphafi,“ seg-
ir Jóhann P. Malmquist,
prófessor í tölvunarfræði. „Til
dæmis á árunum 1985 til 1987.
Þá var metaðsókn í námið og
allir fengu vinnu. Enda var PC
tölvan þá að ryðja sér til rúms.
Sveiflan hér í kringum net-
fyrirtækin um aldamótin var
mjög í takt við það sem gerðist
annars staðar á Vesturlöndum,
þó aðeins ýktari. Ein af ástæð-
unum var til dæmis ráðning Ís-
lenskrar erfðagreiningar á
miklum fjölda tölvunarfræð-
inga. Það setti gríðarlegan
þrýsting á markaðinn. Það lá
við að fólk fengi vinnu ef það
skráði sig á tölvunámskeið í há-
skóla. Sem er ekki heppilegt.
Svo byrjaði Íslensk erfðagrein-
ing að segja upp fólki sem þýð-
ir að sveiflan varð enn meiri.
Annað sem gerðist var að
gríðarlega mikið fjármagn
kom inn í alls konar sprotafyr-
irtæki á árunum 1999 til 2000
og allir vildu fjárfesta. Margir
brenndu sig illa á óraunhæfum
áætlunum og þetta ýkti líka
sveifluna. Upp úr árinu 2001
hættu menn að mestu leyti að
fjárfesta. Sum fyrirtæki lifðu
af en mörg lögðu upp laupana.
Hins vegar eru þau fyrir-
tæki sem hafa lifað þetta af
mjög einbeitt og hafa tekið til í
rekstrinum og ég tel að við eig-
um eftir að sjá ýmsa sigra í
framtíðinni. Atvinnuleysi er
ekki mikið, miðað við að hátt í
þrjú þúsund manns starfa í
hugbúnaðariðnaði og upplýs-
ingatækniiðnaðurinn er enn
stærri. Það tekur hins vegar
lengri tíma að fá vinnu.“
Jóhann segist telja að iðnað-
urinn eigi eftir að eflast mjög á
næstu árum. „Útflutningstekj-
ur vegna tölvuiðnaðar eru farn-
ar að skipta máli fyrir þjóðar-
búið og það þarf ekki mikið til
að þær aukist verulega. Þá
skiptir máli að fólk haldi áfram
að innrita sig í þessa grein og
sé ekki hrætt við atvinnuleysi.
Ég held að botninum sé náð og
að við þurfum að byggja okkur
upp fyrir næstu uppsveiflu.“ ■
Gísli Hjálmtýsson: „Aðsókn í tölvunarfræði snarjókst á árunum
1996 til 2000 en á þeim tíma lásu menn í blöðunum að hægt
væri að verða ríkur á því að gera eiginlega ekki neitt. Og það
voru margir til í það. En ef við horfum lengra til baka hefur að-
sóknin ekki minnkað svo mikið. Sveiflurnar eru mestar í innritun
en þær eru ekki svo miklar hvað fjölda útskriftarnema varðar.“
Háskóli Íslands
Útskrifaðir B.S. kandídatar
í tölvunarfræði frá árinu 1978: 580
Þar af konur: 113
Þar af karlar: 467
Háskólinn í Reykjavík
Útskrifaðir tölvunarfræðingar
frá árinu 2000: 204
Þar af konur: 46
Þar af karlar: 158
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
ÚTSKRIFAÐIR
TÖLVUNARFRÆÐINEMAR
Frá Háskólanum í Reykjavík.
KVK
KK
Alls:
21
2000 2001 2002 2003
17
4
31
7
53
12
57
23
Alls:
38
Alls:
65
Alls:
80
1
2
0
3
0
1
1
3
ÚTSKRIFAÐIR TÖLVUNARFRÆÐINEMAR
Frá Háskóla Íslands.
KVK
KK
Alls
3
Alls
3
Alls
1
Alls
4
Alls
8
Alls
9
Alls
13
Alls
26
Alls
27
Alls
34
Alls
34
Alls
52
Alls
31
Alls
14
Alls
22
Alls
12
Alls
24
Alls
10
Alls
20 Alls
18
Alls
32
Alls
25
Alls
30 Alls29
Alls
49
Alls
41
‘79 ‘80 ‘81 ‘82 ‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03‘78
2
6
2
7
6
4
22
7
19
8
7
27
9
25
39
13
7
24
14
1
21
1
11
2
22
1
19
1
19 3
15
5
27
5
11
38
8
33
20
7
23
6
23
ÚTFLUTNINGUR Á HUGBÚNAÐI
Í milljónum króna eftir árum.
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
33 146 198
285
455
747
1.277
1.761
2.033
2.592
2.808
2.608
3.625
STÖRF Í HUGBÚNAÐARIÐNAÐI
Eftir árum.
1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
1.400
1.500
1.600 1.611
2.199
2.768 2.693
2.176
Jóhann P. Malmquist telur að í þeirri
lægð sem nú er í tölvuiðnaðinum felist
tækifæri fyrir fólk til að mennta sig fyrir
næstu uppsveiflu. „Mikill vöxtur hefur
verið í tölvunarfræðinámi við Háskóla Ís-
lands og er það af hinu góða.“
Starfsmenn í hugbúnaðariðnaði
voru um 1.400 upp úr 1990 og
fóru hæst upp í um 2.800 í kring-
um 2000. Svo byrjaði þeim að
fækka og fóru niður í um 2.200.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M