Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 31
19SUNNUDAGUR 2. maí 2004
Fáðu meira!
Veglegir aukahlutapakkar með nýjum Toyota
ÞAÐ ER VOR Í LOFTI - Sumarið leggst vel í okkur og við viljum að þú njótir þess í nýjum, betur búnum
Toyota. Þess vegna bjóðum við glæsilega aukahlutapakka sem fylgja nýjum Toyotabílum á sérstökum tilboðsdögum í apríl
og maí, eða á meðan birgðir endast. Taktu sumarið snemma og fáðu meira með nýjum Toyota. Komdu strax í dag og aktu
á nýjum Toyota út í vorið. Frekari upplýsingar á www.toyota.is eða í síma 570 5070.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
24
10
5
0
4/
20
04
Corolla fylgir sportlegur aukahlutapakki.
110.000 kr. aukabúnaður
Innifalið: Álfelgur og vindskeið.
Tilboðið gildir ekki á nýjum Corolla Verso.
YARIS BLUE, sérútgáfa af Yaris.
100.000 kr. aukabúnaður
Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök Yaris
Blue innrétting,
krómpúst, silsalistar, vindskeið o.fl.
Avensis er ríkulega útbúinn.
120.000 kr. aukabúnaður
Innifalið: krómpakki og álfelgur eða sóllúga.
RAV4 er kraftalega útbúinn.
130.000 kr. aukabúnaður
Innifalið: Heilsársdekk, vindskeið og aurhlífar.
Nýr Avensis. 5 stjörnur og besta útkoma frá upphafi úr öryggisprófi NCAP. Staðalbúnaður sem fáir bílar í þessum flokki geta jafnað. Verð frá 2.350.000 kr. Yaris er mest
seldi smábíll á Íslandi, margverðlaunaður og hlaut hæstu einkunn í NCAP öryggisprófinu í sínum flokki, auk þess sem vélbúnaður hans hlaut sérstök verðlaun. Verð frá
1.239.000 kr. RAV4 er mest seldi jepplingur á Íslandi. Afar þægilegur í akstri en býr yfir jeppaeiginleikum sem veita þér öryggi á vegum og vegleysum. Verð frá 2.550.000 kr.
Corolla er mest seldi bíll í heimi og trónir í efstu sætum í öllum helstu gæðaprófum. Annálaður fyrir vandaðan frágang og frábært efnisval. Verð frá 1.639.000 kr.
Sérfræðingar hjá NASA óttastmjög að geimfarar stofnunar-
innar muni stunda kynlíf í fyrir-
huguðu þriggja ára geimferðalagi
til Mars. Fjórir karlmenn og tvær
konur verða þar meðal geimfara
og sérfræðingar NASA treysta
þessum ágæta geimförum ekki til
að stunda skírlífi allan þann tíma
og telja hættu á að stofnað verði
til ástarsambanda og kynmaka
milli geimfara með tilheyrandi
ógnun við hjónabönd viðkomandi.
Til að forða þessu er stofnunin að
þróa lyf sem muni slá tímabundið
á kynhvöt áhafnarinnar. Geim-
ferðin er fyrirhuguð í janúar á
næsta ári.
Geimfarinn fyrrverandi
Valery Polyakov lá á sínum tíma
undir grun um að hafa sofið hjá
áhafnafélaga sínum Yelenu
Kondakova í geimferð þeirra árið
1994. Hann harðneitaði að slíkt
hefði gerst. Honum stóð til boða
að taka með sér kynlífsdúkku í
geimferðina. Hann afþakkaði boð-
ið. „Karlmaður sem notast við
þannig hlut gæti fengið svokölluð
„dúkkueinkenni“ og farið að taka
dúkkuna fram yfir eiginkonu
sína,“ sagði hann.
Sérfræðingar segja að nokkur
vandkvæði séu á því að stunda
kynlíf í geimnum. Einn sérfræð-
ingur segir að kynlífsathafnir séu
erfiðar en hægt sé að
auðvelda þær með því að
láta þriðju manneskjuna
halda hinum tveimur í
réttum stelllingum. Ann-
ar sérfræðingur fullyrð-
ir að þyngdarleysið ætti
ekki að vera nein hindr-
un þess að fólk geti
stundað kynlíf í geimn-
um. ■
GEIMFARAR
Bandaríska geimferðastofnunin
óttast hugsanlegt kynlíf
geimfara í væntanlegri þriggja
ára ferð til Mars.
Fyrirhuguð ferð til Mars:
NASA óttast kynlíf geimfara
KONA Í UNDIRFÖTUM
Maður í Hiroshima hefur verið handtekinn
fyrir að stela nærfatnaði kvenna. Við hús-
leit fundust 4000 kvennærbuxur.
Japan:
Nærbuxna-
þjófur
gómaður
Japanska lögreglan handtók ný-lega mann í Hiroshima fyrir að
stela nærfatnaði kvenna. Lögregl-
an réðst inn á heimili mannsins og
fann þar 4000 kvennærbuxur sem
þjófurinn viðurkenndi að hafa
stolið á síðastliðnum 12 árum.
Maðurinn, sem er 55 ára, gaf þá
skýringu að hann hefði ákaft
dálæti á kvennærfatnaði og réði
ekkert við þessa ástríðu sína. Lög-
reglan gómaði þjófinn eftir að eig-
inmaður nokkur kom að honum
úti á svölum húss síns þar sem
hann gerði tilraun til að ræna
nærbuxum eiginkonunnar. ■
BAÐKAR
Níræð kona í New Jersey datt í baðkarinu
og nærðist á vatni í 36 klukkustundir.
New Jersey:
Martröð
konu í
baðkari
Níræð amma í New Jerseyvarð fyrir því óhappi á dög-
unum að detta svo illa í baðkari
sínu að hún gat ekki reist sig
upp. Hún átti engra annarra úr-
kosta völ en að halda til í baðinu
og nærðist hún eingöngu á vatni
í 36 klukkustundir. Tímanum
eyddi hún í að skrúbba baðið og
svaf hún þess á milli með bað-
mottu sem kodda. Þegar fjöl-
skyldan tók að sakna hennar
reyndu þau bæði að knýja á dyr
og hringja í síma hennar en
gamla konan gat ekki svarað og
fjölskyldan heyrði ekki veik-
burða köll hennar. Þegar amman
hafði ekki látið sjá sig tvo daga í
röð á kaffstað þar sem hún er
fastakúnni hafði eigandinn sam-
band við lögreglu. Lögreglan
komst inn í húsið með því að
klifra upp stiga og skríða inn um
baðherbergisgluggann.
Amman var vitaskuld frels-
inu fegin. Það fyrsta sem hún
sagði við lögregluna var að hún
væri svöng. Hún ætlar sér að
búa áfram í húsi sínu en þar er
nú búið að koma fyrir neyðar-
hnappi. ■