Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 33
SUNNUDAGUR 2. maí 2004
Göngu-Hrólfsferðir í
„léttari takti og meiri menningu“
eru sniðnir að þörfum þeirra sem vilja reyna
„passlega mikið á sig“.
• Nýtt- Mallorca 20. maí í „spænskum takti“
með Margréti Jónsdóttur, spænskukennara. Laus sæti.
• Nýtt- Toscana 12. júní í „takti sælkerans“. Fáein sæti laus.
• Toscana 19. júní í „hægum takti“. Uppselt.
• Nýtt Thuringen í Þýskalandi 18. júlí í „hægum takti“. Laus sæti.
• Krít 20. sept. í „hægum takti“. Uppselt
„Þetta er kjörin ferð fyrir fólk eins og mig“ sagði himinlifandi
þátttakandi í fyrra um Göngu-Hrólfs fer í „léttari takti“.
Allar upplýsingar hjá Úrval-'Utsýn
Smáranum, s. 585 4100,
www.urvalutsyn.is
(sérferðir, gönguferðir).
Gönguferðir erlendis
í Smáranum, sími 585 4100
Salsa
eins og Salsa
á að vera
Brautiholti 4
Sími 551-3129
47. starfsár
Kennari: Lea
- sigurvegarinn í fyrsta
alþjóða Salsakeppninni
semhaldin var í Havana
í nóvember 2003.
Námskeið hefst 10. maí
Innritun í síma 551 3129
frá kl. 20-22
Það sem mér finnst erfiðast af
öllu sem ég hef gert er að vera
fjallkonan. Ég var svo nervus
að ég hélt ég myndi bara deyja.
Mér þótti voðalega mikill heið-
ur að því og það var svo mikill
heiður að mér fannst það eigin-
lega það versta sem ég hef
gert. Ég var svo nervus við
það, en eftir á var það eintóm
sælutilfinning. Þá stóð maður á
svölum Alþingishússins 1960
og það var ábyggilega mikið
verra en eins og það er núna úti
í garðinum. Það var gott veður
og mikill mannfjöldi fyrir
framan. Þetta gekk allt mjög
vel og ég var alveg ákveðin í
því að þó þetta yrði það síðasta
sem ég gerði myndi ég láta
þetta ganga. En þetta var voða-
legt að ganga í gegnum. Þetta
er samt viss heiður og klassískt
mál. Þú verður aldrei sú sama
eftir að hafa gert þetta, eftir að
þú ert búin að vera Ísland í
heilan dag.“ ■
Ég var að vinna á veitingastað sem heitir
Roofgardens sumarið 2002 í London. Það var
mjög hrikalegt. Þetta stóð í einhverja tíu daga
og það fór allt úrskeiðis. Launin sem ég samdi
um voru alls ekki launin sem ég fékk og svo
var hitabylgja í gangi. Ég þurfti að ganga í ein-
hverjum þvílíkum ullarklæðnaði og svitinn lak
af manni. Þetta var hálfgert klúður og það
endaði með því að ég gekk út.
Þetta var rosalega fínn veitingastaður, rán-
dýr á fjórðu eða fimmtu hæð. Þarna var stór,
flottur garður með alls konar fuglum í og ám
og lækjum. Ég var titluð sem móttökustjóri og
sat á rassinum allan daginn og brosti og tók á
móti fólki. Þetta var mjög óheillandi og lítið
krefjandi starf. Ég var í símanum allan daginn
að tala við vinkonur mínar hálfgrenjandi að
kafna í hitabylgju. Ég ákvað eftir þessa
reynslu að sleppa því bara að vinna og njóta
mín.“ ■
Elva Björk Bjarkardóttir, fyrrum umsjónarmaður Landsins snjallasti:
Allt úrskeiðis í London
Þóra Friðriksdóttir leikkona:
Hélt ég myndi deyja
LONDON
Allt fór úrskeiðis í London hjá Elvu
Björk Bjarkardóttur.
FJALLKONA
Að vera fjallkona árið 1960 var
það erfiðasta sem Þóra Friðriks-
dóttir hefur nokkurn tíma gert.
Myndin er af fjallkonunni árið
1962.