Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 16
4. júní 2004 FÖSTUDAGUR Eldsneytisbirgðir Skeljungs á þrotum Olíufélagið Skeljungur hefur upp á síðkastið selt V-Power bensín í stað hins venjulega 95 oktana bensíns þar sem birgðir félagsins af 95 oktana bensíni á höfuðborgarsvæðinu eru búnar. ELDSNEYTISMÁL Olíufyrirtækið Skeljungur hefur um hríð selt við- skiptavinum sínum V-Power bens- ín í stað venjulegs 95 oktana bens- íns þar sem birgðir fyrirtækisins eru á þrotum. Keypti fyrirtækið 95 oktana bensín af birgðafyrir- tæki samkeppnisaðilanna, Olíu- dreifingu, þangað til í fyrradag en nú hefur verið gripið til þess ráðs að senda fjölda tankflutningabíla á bensínstöðvar félagsins norður í landi og sækja hluta þeirra birgða sem þar eru og flytja suður til Reykja- víkur. Er þar um að ræða ein- hverja tugi þús- unda tonna en það er engu að síður aðeins dropi í hafið miðað við elds- neytissölu fyrir- tækisins. Þær birgðir sem þannig næst í klárast að líkindum fyrir helgina en von er á farmi til lands- ins um næstu helgi. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, vill ekki meina að birgðir Skeljungs séu á þrotum heldur hafi verið ákveðið að blanda V-Power saman við venjulegt bensín á stöðvum félagsins til að jafna birgðastöðu fyrirtækisins. „Það vill oft verða hamagangur í neytendum þegar eldsneytisverð hækka og sala hef- ur verið afar góð undanfarið en birgðir eigum við nógar og fáum meira um helgina.“ Fréttablaðið ræddi við þrjá háttsetta aðila hjá Olíudreifingu en enginn þeirra vildi staðfesta að Skeljungur hefði fengið afgreitt bensín þaðan síðustu daga. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Hörður Gunnarsson, vildi hvorki játa né neita og bar því við að hann væri ekki nógu mikið inni í daglegum störfum fyrirtækisins til að geta sagt til um hvort Skelj- ungur hefði fengið afgreitt elds- neyti frá fyrirtæki hans. Benti hann á að ræða við Hjörleif Jakobsson, forstjóra Esso, en Hjörleifur svaraði ekki skila- boðum blaðamanns. Birgðir Skeljungs af skipaolíu og gasi eru samkvæmt heimildum blaðsins einnig mjög litlar og munu einnig klárast næstu daga en bíleigendur sem hafa dælt á bíl sinn hjá Skeljungi að undanförnu munu ekki verða fyrir neinu tjóni þrátt fyrir að V-Power bensín hafi mun hærri oktantölu en venjulegt bensín. Hjá Brimborg og Ingvari Helgasyni fengust þær upplýsing- ar að enginn ætti að bera neinn skaða af sterkara bensíni þó að bifreiðaframleiðendur mæli flest- ir hverjir með 95 oktana bensíni. albert@frettabladid.is Íslandsdeild Amnesty International: Skorar á utanríkis- ráðherra Eitrað kjöt: Hundabani í Hong Kong HONG KONG, AP Um 200 hundar hafa veikst og tólf drepist eftir að hafa étið eitrað kjöt á fjöl- förnum útivistarsvæðum Hong Kong borgar í Kína. Allt frá árinu 1989 hefur verið eitrað fyrir dýrunum en enginn er grunaður um verknað- inn þrátt fyrir að lögreglan hafi komið fyrir földum mynda- vélum og leitað til sænsks sér- fræðings í dýralögfræði. Á þessum fimmtán árum hafa um 50 hundar drepist. Þeir verða mjög veikir, æla, fá hita- og krampaköst. Flestir stóru hundanna ná þó að jafna sig eftir sprautur, kælingu og bað hjá dýralæknum. ■ „Birgðir Skeljungs af skipaolíu og gasi eru sam- kvæmt heim- ildum blaðs- ins einnig mjög litlar. Grunaður um aðstoð við þrjá menn með fölsuð vegabréf: Skipulagði komuna í hagnaðarskyni LÖGREGLUMÁL Þremur aröbum sem framvísuðu fölsuðum vegabréfum við komu hingað til lands hefur ver- ið gert að sæta gæsluvarðhaldi fram til 16. júní, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Fjórði maðurinn sem handtekinn var í tengslum málið er einnig í haldi lögreglu en gæslu- varðhaldsúrskurður yfir honum rennur út í dag. Þremenningarnir komu hingað til lands með Norrænu fyrir um mánuði síðan og framvísuðu fölsuðum vega- bréfum við komuna. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarð- haldsúrskurð yfir fjórða manninum, sem búsettur hefur verið hérlendis um nokkurt skeið, þar sem rökstudd- ur grunur hefur komið fram um að hann hafi skipulagt í hagnaðarskyni ólöglega komu mannanna þriggja hingað til lands. ■ MANNRÉTTINDI Íslandsdeild Amnesty International skorar á utanríkis- ráðherra að mótmæla skýrt og af- dráttarlaust meðferð bandarískra stjórnvalda á föngum við Guantana- mo-flóa á Kúbu. Um 600 manns eru þar í haldi án þess að hafa verið ákærðir eða fengið aðgang að lögfræðiaðstoð. Fangarnir fá hvorki stöðu stríðs- fanga né ríkisborgara eins og Genfarsáttmálinn kveður á um og eru réttlausir með öllu. Amnesty International segir að íslensk stjórnvöld hafi á vettvangi Samein- uðu þjóðanna lagt áherslu á að stríð- ið gegn hryðjuverkum verði ekki háð á kostnað mannréttinda, en ut- anríkisráðuneytið hafi þó ekki formlega mótmælt þessum grófu mannréttindabrotum. ASÍ og BSRB stóðu að áskorun- inni ásamt nokkrum ungliðahreyf- ingum stjórnmálaflokka og pólitísk- um vefritum. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að víðfeðm og þverpólitísk samstaða hafi náðst um málið sem utanríkisráðherra verði að bregðast við. Undirskriftasöfnun til stuðnings átakinu má finna á vef- slóðinni skodun.is/undirskrift. ■ ÖGMUNDUR JÓNASSON OG JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Utanríkisráðherra hefur ekki mótmælt mannréttindabrotum formlega. SJÖ KRÓNU VERÐMUNUR Hjá Skeljungi er 95 oktana bensín á höfuðborgarsvæðinu búið og viðskiptavinir félagsins fá V-Power bensín í staðinn. V-Power er með hærri oktantölu enda um hreinna bensín að ræða. NORRÆNA Erlendur maður er grunaður um að hafa skipulagt ólöglega komu þriggja araba með Norrænu til landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.