Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 ■ TÓNLIST Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. Í boði er : MiðaR á P!nk tónleikana • Geisladiskar með P!NK.Varningur með P!NK & fullt af DVD,VHS og CD’s frá BT & Margt margt fleira. Miðasala er í Skífunni og hjá BT Akureyri og Egilsstöðum! „Við heitum eiginlega ekki neitt. Við köllum okkur bara Anonymous af því að við fundum ekkert,“ segir Marlon Pollock, sem er annar helmingur raftón- listardúettsins Anonymous. Hinn helmingurinn er frænka hans, Tanya Pollock. Þau eru eitt heitasta parið í raftónlistargeiranum hér á landi, og í kvöld koma þau fram á 306˚ kvöldi á skemmtistaðnum Kapi- tal. „Við erum líka að gefa út fyrsta diskinn okkar í næstu viku. Síðan erum við að vinna að breið- skífu sem er hálftilbúin og kemur út eftir svona einn og hálfan mánuð.“ Þau Marlon og Tanya eru börn Pollock-bræðranna, sem gerðu það gott með Bubba Morthens einhvern tímann á níunda ára- tugnum. Marlon er sonur Mikes en Tanya dóttir Dannys. Móðir Marlons er Jóhanna Hjálmtýsdóttir, systir þeirra Páls Óskars og Diddúar, þannig að tón- listin hefur aldrei verið langt und- an í lífi þeirra frændsystkinanna. „Við ólumst upp saman eins og systkini og tónlistin er búin að vera í kringum okkur allan tím- ann. Við höfum aldrei viljað gera neitt annað,“ segir Marlon. „Svo notum við hana mömmu stundum á tónleikum. Hún verður ekki með okkur á Kapital en þegar við erum með stærri tónleika þá er hún söngkonan okkar.“ Þórdís Claessen sér líka gjarnan um slagverk á tónleikum þeirra, og stundum er bassa- leikari með þeim að auki, en í kvöld verða þau Marlon og Tanya ein á sviðinu. „Þetta verður allt í rólegri kantinum, ambientkennt svolítið en með alls konar töktum. Að vísu flytjum við eitt lag sem Jóhanna syngur, en það verður ekki live.“ Annars vilja þau helst ekki binda sig við eina gerð raftónlist- ar heldur gefa frá sér allt litróf raftónlistarinnar, alveg frá sveimkenndum elektrósveiflum yfir í dúndrandi drum & bass. Á Kapital í kvöld koma einnig fram þeir Exos, Tómas THX, Árni Vector og Nikki Hellfire. ■ Nota mömmu á tónleikum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ANONYMOUS Heitasta raftónlistarparið í dag ásamt koma fram á Kapital í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.