Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 25
Rabarbarapæ Nú er rabarbarinn kominn upp víða í görðum og því er um að gera að nýta hann í góðar krásir meðan hann er hvað ferskastur. Þessu rabar- barapæi kynntist ég í móðurgarði á áttunda áratugnum og ég er ekki frá því að það beri með sér eitthvað af galdri þess tíma. Pæið er svo auðvelt að það er engu líkar en Dísa sjálf kollkinki því á borðið til manns. Svo hef ég aldrei hitt manneskju sem ekki hefur tapað sér smá stund yfir þessari sérstöku blöndu af sætu, súru og söltu. Setjið kexið í plaspoka og kreistið og kremjið þar til kexið er orð- ið að mylsnu. Blandið púðursykri vel saman við mylsnuna. Setjið nið- urskorinn rabarbarann neðst í pædisk og þekið hann svo með mylsnu- blöndunni. Ristið sólblómafræ- in á pönnu og stráið þeim yfir pæið. Bræðið smjörið og hellið því yfir pæið áður en það er sett í 180 gráðu heitan ofn og bakað í um 20 mínútur. Berið fram heitt með vanilluís. ■ Plómurautt að lit með miðlungs dýpt og angan af kirsuberjum, sólberjum, ristaðri eik, sedrusvið og vindlakassa. Finna má bragð sem minnir á rauða ávexti og í bland má einnig finna mokkakeim og sedrusvið. Skemmtilegur sætleiki með þurra eikar- bragðinu gerir vínið aðlaðandi með grilluðu ís- lensku lambi með sinn skemmtilega villibráðarkeim sem blandast við grillbragðið og létt brunabragð af þeim kryddjurtum og sósum sem við berum á það. Lækkar um 100 kr. í verði á grilldögum. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúðum 1.190 kr. Cabernet Sauvignon Skemmtilegur sætleiki 3FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR EFTIRRÉTT. Girnileg uppskrift: Grillað papriku- salat 6-8 paprikur í mismunandi litum 6 msk. ólífuolía 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt nýmalaður pipar salt 1-2 msk. furuhnetur nokkur basilíkublöð (má sleppa) Útigrill eða grillið í ofninum hitað og paprikurnar grillaðar við góðan hita þar til hýðið er allt orðið svart. Snúið öðru hverju svo að þær grillist jafnt. Þeim er svo stungið í bréf- poka eða settar í skál og plast breitt yfir. Látnar standa í um 5 mínútur og þá ætti að vera auðvelt að fletta hýðinu af þeim. Best er að gera þetta yfir sigti svo að safinn fari ekki til spillis. Skerið grilluðu paprikurnar í breiðar ræmur og raðið á disk. Hrærið paprikusafanum saman við ólífuolíu, hvítlauk, pipar og salt og hellið yfir paprikurnar. Dreifið furuhnetum yfir og skreytið með basilíkublöðum sem skorin hafa verið í ræmur. Berið paprikurnar til dæmis fram sem forrétt eða sem með- læti með grilluðum mat. Einnig má skera þær í mjórri ræmur og nota þær og olíuna út á pasta. Þetta ferska og unga chardonnay-hvítvín býður upp á skemmtilega blöndu af appelsínum, greipaldini og papaya í bragði. Feitt og smjörkennt með vanillu- keim og leiftrandi sýru í eftirbragði. Þessi saman- setning af bragði gerir vínið yndislegt með kökum og öðrum eftirréttum sem innihalda súkkulaði, en það er einnig virkilega gott með ávaxtasalati með vanillukremi. Mjög ljúffengt eitt og sér úti í sólinni í sumar. Lækkar um 100 kr. í verði á grilldögum. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúðum 1.090 kr. Painter Bridge Chardonnay Ljúffengt úti í sólinni Vín með grillmatnum Vín með grillmatnum KWV er einn þekktasti framleiðandi Suður-Afríku og Robert’s Rock Cabernet Sauvignon/Merlot er eitt vin- sælasta vín fyrirtækisins. Vínið einkennist af aðlað- andi og safaríkum ávöxtum með dökkri jörð í undir- tóninum. Vínið er líflegt en að sama skapi flókið og djúpt. Ennfremur hefur vínið verið þroskað á eik- artunnum. Robert¥s Rock hentar einstaklega vel með flestu grilluðu kjöti en ekki síst lambakjöti og nauta- kjöti. Fagtímaritið Winespectator valdi Robertís Rock í flokkinn „bestu kaup“ og gaf víninu einkunnina 83/100. Vínið lækkar um 100 kr. í verði á grilldögum. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúðum er 890 kr. Robertís Rock Líflegt en djúpt Vín með grillmatnum Á Brúðkaupssýningunni Já og sýningunni Matur 2004 var gestum boðið að taka þátt í blindum bragðprófunum á bjór. Á annað þúsund manns tóku þátt. Könnunin fór þannig fram að gestum var boðið að smakka tvær tegundir af bjór án þess að vita um hvaða tegundir var að ræða og áttu þeir að segja hvor bjórtegundin smakkað- ist betur. Eftir að þátttakendur höfðu valið þann bjór sem þeim þótti betri á bragðið var hulunni svipt af og þátttakendur fengu að sjá hvaða bjórtegundir verið var að smakka. Til að gæta hlutleysis var könnunin framkvæmd af nemendum Tækniháskólans og komu starfs- menn framleiðenda þar hvergi nálægt. Niður- staða könnunarinnar var að 53 prósent þátttak- enda völdu Egils Gull. Nánari lýsingar um bragðkannanir má finna á egils.is. Verð í Vínbúðum er 194 kr. á 0,5 l dós og 155 kr. á 33 cl glerflöskum. Meirihlutinn velur Egils Gull Bragðprófanir 2/3 l rabarbari (skorinn í sneiðar) 2/3 pakki Ritz-kex ( mulið) 1 1/2 dl púðursykur 1 dl sólblómafræ (ristuð) 2 msk. smjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.