Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 17
17FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ BANDARÍKIN MARGIR KEYRÐU OF HRATT Fjöldi ökumanna var stöðvaður við um- ferðareftirlit Lögreglunnar í Kópavogi í fyrrakvöld. Alls stöðvaði lögregla 22 ökumenn á tveimur klukkustundum en eftir- litið stóð yfir milli klukkan ellefu og eitt. BROTIST INN Í SÖLUTURN Brotist var inn í söluturn í Grafarvogi í fyrrinótt og talsverðri fjárupp- hæð stolið úr sjóðsvél. Þrír góð- kunningjar lögreglunnar voru handteknir í kjölfarið grunaðir um innbrotið, samkvæmt upp- lýsingum frá Lögreglunni í Reykjavík ÖRBYLGJULOFTNETI STOLIÐ Ör- bylgjuloftneti var stolið af þaki kanadíska sendiráðsins við Tún- götu í fyrradag. Ekki liggur fyrir hverjir ræningjarnir voru en málið er í rannsókn lögreglu. Á VARÐBERGI Mikil öryggisvarsla var um vinnustaði og bústaði vestrænna manna í Sádi-Arabíu. Íslamskir vígamenn: Tveir skotnir SÁDI-ARABÍA, AP Sádi-arabískar ör- yggissveitir felldu tvo vígamenn sem þær telja að hafi tengst gísla- töku og morðum á 22 einstakling- um um síðustu helgi. Ekki var þó upplýst hvort þeir væru mennirn- ir sem komust undan þegar sér- sveitir réðust á húsið þar sem gíslunum var haldið. Mennirnir voru skotnir í fjöll- unum í al-Halda í vesturhluta Sádi-Arabíu, um þúsund kíló- metra frá Khobar þar sem gísla- takan átti sér stað. Árásir á vestræna menn héldu þó áfram. Skotið var á bandaríska hermenn í höfuðborginni Ríad. ■ HERINN BURT Rúmlega 2000 suðurkóreskir námsmenn efndu til mótmæla gegn veru Bandaríkja- hers í Suður-Kóreu. Búist er við að við- ræður hefjist í næsta mánuði um þriðj- ungs fækkun bandarískra hermanna í landinu. Þeir eru nú 37.000. Læknar flýja Afganistan AFGANISTAN, AP Alþjóðlegu hjálpar- samtökin Læknar án landamæra hafa hætt starfsemi sinni í Afganistan eftir að fimm starfs- menn samtakanna voru myrtir í fyrirsát í norðurhluta Afganistan á miðvikudag. Talibanar hafa lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér. Árásin á miðvikudag er ein sú mannskæðasta frá því stjórn tali- bana féll síðla árs 2001. Menn á mótorhjóli skutu úr hríð- skotarifflum á bíl sem fimm- menningarnir voru í og myrtu þá alla, tvo hollenska hjálparstarfs- menn, norskan lækni, afganskan bílstjóra þeirra og túlk. Alls hafa 33 hjálparstarfsmenn fallið í árás- um í Afganistan. „Við hættum starfsemi okkar á landsvísu,“ sagði Vicky Hawkins, talsmaður Lækna án landamæra. „Við munum fara náið yfir þennan atburð á næstu vikum, en í augna- blikinu er meginmarkmið okkar að hlúa að þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum harmleik.“ Nær 1.500 manns hafa starfað hjá samtökunum í Afganistan. Hættuástand hefur þegar hamlað mjög hjálparstarfi í suður- og austurhluta landsins. Þessi síðasta árás eykur enn á ugg manna vegna þeirrar hættu sem steðjar að hjálparstarfsmönnum og öðrum. ■ MANNSKÆÐUSTU ÁRÁSIR FRÁ FALLI TALIBANASTJÓRNARINNAR 2. júní 2004 Fimm hjálparstarfsmenn skotnir til bana í norðurhluta landsins. 25. febrúar 2004 Fimm afganskir hjálparstarfsmenn skotnir austur af Kabúl. 14. febrúar 2004 Fjórir sprengjusérfræðingar skotnir í vesturhluta landsins. 8. september 2003 Fjórir hjálparstarfsmenn bundnir og skotnir. 5. maí 2004 Þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna skotnir til bana í austurhluta landsins. OPIÐ Í HÁLFA GÁTT Starfsmenn samtakanna Lækna án landamæra eru varir um sig eftir mannskæða árás. YFIRMAÐUR CIA HÆTTIR George Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur sagt upp störfum, að sögn George W. Bush Bandaríkjaforseta, af persónulegum ástæðum. CIA hefur sætt mikilli gagnrýni bæði fyrir að sjá ekki fyrir hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001 og fyrir vafasamar upp- lýsingar fyrir innrás í Írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.