Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 44
32 4. júní 2004 FÖSTUDAGUR FRAKKINN SEBASTIEN HINAULT Fær hér að launum tvöfaldan koss frá fögrum blómarósum. Tilefnið var sigur á einni leið í Þýskalandshjólreiðakeppninni, sem fram fer þessa dagana. HJÓLREIÐAR FÓTBOLTI Núverandi og fimmfaldir heimsmeistarar Brasilíu sigruðu tvöfalda heimsmeistara Argent- ínu, 3-1, í undankeppni heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu. Leikurinn fór fram í Ríó í Brasilíu og öll mörk heimamanna gerði Ronaldo, framherjinn snjalli hjá Real Madrid, en þau komu öll úr vítaspyrnum. Brassar komust í 2-0, Juan Pablo Sorin minnkaði muninn en Ronaldo inn- siglaði sigurinn í blálokin. Í sömu keppni bar Ekvador sigurorð af Kólumbíu, 2-1 á heimavelli sínum í Quito, höfuðborg Ekvador. Eftir sex umferðir í und- ankeppni Suður-Ameríkuríkja eru Brassar efstir og taplausir með tólf stig, Argentínumenn koma næstir í öðru sæti með ellefu stig. Chile og Paragvæ eru í þriðja og fjórða sæti með tíu stig og Venesúela í því fimmta með níu stig. Perú er með átta stig, Ekvador og Úrúgvæ sjö, Bólivía sex og á botninum sitja Kólumbíu- menn með aðeins fjögur stig. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Föstudagur JÚNÍ CostadelSol Sólarlottó Komdu út í Plús! • Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur þátt í lottóinu um hvar þú gistir. • Viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn. Sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig. *Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Spilaðu með! Krít 28. júní, 5. 12. 19. og 26. júlí Costa del Sol 15. júní Portúgal 29. júní, 6. 13. 20. og 27 júlí Benidorm 16. 23. 30. júní, 7. 14. og 21. júlí Bikarmeistararnir mæta HK í Kópavogi: Dregið í bikarnum FÓTBOLTI Dregið var í 32-liða úr- slitum bikarkeppni KSÍ í hádeg- inu í gær. Bikarmeistarar ÍA hefja titilvörn sína í Kópavogi en liðið tekur á móti HK og Íslands- meistarar KR mæta Víði úr Garði. Hann verður einnig athyglis- verður slagur Gróttu og Fram á Seltjarnarnesi. Leikirnir fara fram dagana 11. og 12. júní. ■ 32 LIÐA ÚRSLIT Afturelding - Haukar KFS - Þróttur Reykjavík Reynir Sandgerði - Þór Akureyri ÍR - Fylkir Tindastóll - KA Fjölnir - ÍBV Ægir - FH Sindri - Víkingur Fjarðabyggð - Valur Breiðblik - Njarðvík Víðir - KR KS - Stjarnan HK - ÍA Selfoss - Grindavík Grótta - Fram Völsungur - Keflavík Undankeppni Suður-Ameríku í HM í knattspyrnu: Brassar höfðu betur gegn Argentínu ■ ■ SJÓNVARP  17.40 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  18.30 Saga EM í fótbolta á RÚV. Upphitunarþættir fyrir EM í fót- bolta sem hefst í Portúgal 12. júní.  18.55 Trans World Sport á Sýn.  19.50 Gilette-sportpakkinn á Sýn.  19.45 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá bardaga Shane Mosley og Ronald Wright sem haldinn var í Las Vegas þann 13. mars sl.  00.40 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá bardaga Oscar de la Hoya og Arturo Gatti sem haldinn var í Las Vegas þann 24. mars 2001. Suðurnesjamenn takast á við varnarliðsmenn í hnefaleikakeppni í Grindavík: Götuslagsmál færð inn í hnefaleikahringinn HNEFALEIKAR Mjög athyglisverð og spennandi hnefaleikakeppni fer fram í íþróttahúsinu í Grindavík í kvöld en þá verða á dagskrá fimm bardagar. Keppnin er setning Sjóarans síkáta, sem er sjómanna- hátíðin í Grindavík. Fréttablaðið náði tali af Guðjóni Vilhelm, sem er einn skipuleggjenda keppni- nnar: „Þetta verður fyrsta hnefa- leikakeppnin í ólympískum hnefa- leikum sem fram fer í Grindavík svo vitað sé. Það er því vel við hæfi að helgin byrji á því að menn takist á að sjómannasið. Það verða fimm bardagar á dagskrá og af þeim eru þrír nokkuð sérstakir. Þar munu Suðurnesjamenn takast á við varnarliðsmenn og þá verð- ur háð barátta sem oft á tíðum hefur verið háð á öðrum stöðum, nema hvað nú verður það á lög- legum vettvangi,“ segir Guðjón skellihlæjandi og bætir við: „Núna ætlum við bara að taka það að okkur hérna á Suðurnesjunum að kenna þeim mannasiði í eitt skipti fyrir öll. Þetta verða hörku- bardagar, ég veit að það ætlar fullt af varnarliðsmönnum að mæta og styðja sína menn og það er mikið púður í þessu. Síðan verður einn hreinræktaður Suður- nesjabardagi en þá mætast þeir Vikar Karl Sigurjónsson og Þor- kell Óskarsson. Einnig mun síðan heimamaður úr Grindavík takast á við Reykvíking og verður það lokapunktur kvöldsins. Við hvetj- um alla til að mæta og við viljum fá fullt hús og brjálaða stemn- ingu. Húsið opnar klukkan hálf átta og þá stígur dönsk kvenna- hljómsveit á stokk og opnar dag- skrána en fyrsti bardaginn byrjar rétt um hálf níu,“ sagði Guðjón og lofaði hörkufjöri. Verði keppnin eitthvað í líkingu við aðra hnefa- leikabardaga sem Guðjón hefur komið nálægt er þetta málið. ■ HNEFALEIKAKEPPNI Í GRINDAVÍK Fimm hörkubardagar og mikið um dýrðir. Úr landsliðsþjálfarastöðu Frakka í úrvalsdeildarbasl: Santini til Tottenham FÓTBOLTI Jacques Santini, núver- andi þjálfari franska landsliðsins, var í gær óvænt ráðinn knatt- spyrnustjóri Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Santini mun hætta með franska liðið strax að lokinni Evrópukeppninni í Portúgal, sem hefst eftir rúma viku. „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri hjá Totten- ham. Það hefur alltaf verið minn æðsti draumur að þjálfa stórt félag í mest spennandi deilda- keppni heims. Ég hef rætt við for- ráðamenn félagsins og metnaður okkar er á sömu leið. Við erum ákveðnir í því að gera Tottenham að stórveldi á nýjan leik,“ sagði hinn 52 ára Santini þegar hann var kynntur fyrir fjölmiðlum í gær. ■ Heiðar D. Bragason: Kominn í 16 manna úrslit GOLF Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ gerði sér lítið fyrir í gær og tryggði sér sæti í 16 manna úrslitum Opna breska áhugamannamótsins í golfi sem fram fer á hinum fornfræga St Andrews velli í Skotlandi. Heiðar Davíð bar sigurorð af Skotanum Kevin McAlpine í 32ja manna úrslitum í gær og spilar í 16 manna úrslitum í dag. Örn Ævar Hjartarson féll út í 64ra manna úrslitum þar sem hann beið lægri hlut fyrir Brandon Knaub. ■ TIL TOTTENHAM Santini mun hætta með franska landsliðið að lokinni Evrópukeppninni í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.