Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 4
4 5. júní 2004 LAUGARDAGUR
Stríðsástand í Róm
Alda mótmæla mætti forseta Bandaríkjanna þegar hann kom til Rómar
í boði Berlusconis. Hrópuðu mótmælendur á Bush að segja af sér og
hætta hið fyrsta stríðsrekstri sínum í Írak.
RÓM Ítalskir fjölmiðlar sögðu
nánast stríðsástand í Rómaborg
eftir komu George Bush, forseta
Bandaríkjanna, til borgarinnar í
gær. Tugþúsundir mótmælenda
gengu fylktu liði um götur borgar-
innar en tvennum sögum fór af
þeim fjölda sem tók þátt í þeim.
Höfðu lögregluyfirvöld allan vara
á og fengu aukalega um tíu þúsund
lögregluþjóna annars staðar að til
hjálpar. Flest fór vel fram fyrir
utan að kveikt var í nokkrum
ruslatunnum og kínverjar
sprengdir en ekki kom verulega til
kasta lögreglu.
Gripið var til allra hugsanlegra
neyðarráðstafana vegna heim-
sóknarinnar; allt flug yfir borginni
var bannað, skólum í miðbænum
lokað og hátt viðbúnaðarstig var á
öllum spítölum í borginni. Hart
var gengið eftir því að það sama
ætti sér ekki stað í Róm og það
sem gerðist í Genóa við fund leið-
toga átta helstu leiðtoga iðnríkja
heimsins, en þá fóru mótmæli úr
böndunum með þeim afleiðingum
að nokkrir létust og hundruð
manna slösuðust.
Stuðningur við stríð Banda-
ríkjamanna í Írak er afar lítill á
Ítalíu og létu mótmælendur það
berlega í ljós með ljósmyndum af
fórnarlömbum Bandaríkjahers í
Írak. Hafa kannanir ítalskra
fréttamiðla gefið til kynna að rúm-
lega 70 prósent landsmanna séu
andvíg stríðinu og veru ítalskra
hermanna í Írak.
Fréttaskýrendur telja að með
boði sínu til Bandaríkjaforseta
hafi Berlusconi forsætisráðherra
aukið enn frekar á andúð margra í
sinn garð í landinu og alls óvíst sé
hvort hann hljóti stuðning lands-
manna í næstu kosningum.
albert@frettabladid.is
Lög um fjármálastofnanir:
Fjármálaeft-
irlitið skerpir
reglurnar
VIÐSKIPTI Samkvæmt nýjum regl-
um Fjármálaeftirlitsins þurfa
fjármálastofnanir að gera sér-
staka grein fyrir ástæðum eignar-
hlutar síns í óskyldum atvinnu-
rekstri, hafi stofnunin átt í rekstr-
inum í lengri tíma en hálft annað
ár. Þetta er hluti af leiðbeinandi
tilmælum Fjármálaeftirlitsins um
þátttöku viðskiptabanka, spari-
sjóða og lánafyrirtækja í atvinnu-
starfsemi. Í lögum um fjármála-
stofnanir er tekið fram að þær
megi einungis tímabundið stunda
aðra starfsemi en fjármálastarf-
semi. Á þeim ákvæðum virðist nú
skerpt með tilmælum Fjármála-
eftirlitsins. ■
Körfubolti i sólarhring:
Safna í minn-
ingarsjóð
ÁHEIT Ættingjar og vinir Þórðar
Wi l l a r d s s o n a r,
sem lést 25. apríl,
hófu í gærkvöld
söfnun í minning-
arsjóð. Sjóðnum er
ætlað að veita
efnilegum nem-
endum í Mennta-
skólanum Hrað-
braut styrki sem
og að efla þar
bóka- og tækja-
kost. Þórður, sem var nemandi í
Hraðbraut, svipti sig lífi. Birna
Willardsdóttir, systir Þórðar, seg-
ir að stjórn sjóðsins beiti sér fyrir
umræðu um sjálfsvíg ungs fólks.
Félagar Þórðar úr ÍR hófu að
spila körfubolta klukkan átta í
gærkvöldi í Fjölnisheimilinu. Þeir
ætla að spila í sólarhring og safna
með því áheitum. ■
Er offita heilbrigðisvandamál
á Íslandi?
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu að taka þátt í hátíðarhöldum
á sjómannasunnudaginn?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
16%
84%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Leyniþjónusta
Bandaríkjanna:
Annar hátt-
settur hættur
BANDARÍKIN, AP Annar háttsettur
yfirmaður innan bandarísku
leyniþjónustunnar, CIA, sagði
starfi sínu lausu í gær einum degi
eftir að yfirmaður stofnunarinn-
ar, George Tenet, tilkynnti óvænt
uppsögn sína í fyrradag. Stofnun-
in hefur fengið sinn skerf af gagn-
rýni vegna starfa sinna í aðdrag-
anda árásanna á Tvíburaturnana
2001 og einnig fyrir skýrslur sín-
ar um ástandið í Írak áður en
Bandaríkjamenn réðust þar inn í
fyrra. Búist er við enn harðari
gagnrýni næstu vikurnar þegar
aðrar opinberar eftirlitsnefndir
og stofnanir kynna niðurstöður
sínar vegna CIA. ■
Samræmd próf:
Flestir með
10 í dönsku
SKÓLAR Heldur fleiri fengu 10 í
dönsku en ensku á samræmdum
prófum sem lögð voru fyrir 10.
bekk í vor. 48 nemendur fengu 10
í dönsku, en 45 í ensku. 36 nem-
endur fengu 10 í stærðfræði, eng-
inn í íslensku og 8 nemendur
fengu 10 í náttúrufræði. Þá fengu
3 nemendur 10 í samfélagsfræði.
Heildarniðurstöðum er skipt eftir
kjördæmum og stóðu nemendur í
Reykjavíkurkjördæmi suður sig
best í öllum fögum nema stærð-
fræði, þar sem Reykjavíkurkjör-
dæmi norður hafði vinninginn. ■
www.netsalan.com
Knarrarvogur 4 - 104 Reykjavík - Sími 517 0220
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00
Til afgreiðslu strax!
Til sýnis og sölu
um helgina
Jeep Overland, árgerð 2004
YFIRMAÐ-
UR CIA
HÆTTUR
Nú berast
fregnir af
fleiri hátt-
settum aðil-
um innan
CIA sem
hyggjast
hætta.
M
YN
D
/A
P
ÞÓRÐUR
WILLARDSSON
ATVINNUMÁL Fulltrúar þeirra sem
standa munu að byggingu álvers í
Reyðarfirði á næstu misserum
hafa þegar komið að máli við for-
svarsmenn verkalýðshreyfingar-
innar enda er þeim mikið í mun
að standa rétt að öllu þegar bygg-
ing álversins hefst á næsta ári.
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar og odd-
viti samráðsnefndar verkalýðs-
félaga starfsmanna við Kára-
hnjúkavirkjun, segir að miðað við
þær hugmyndir sem fram hafa
komið frá Alcoa og Bechtel hing-
að til sé lítil ástæða til annars en
bjartsýni.
„Þeir hafa tjáð sig um að þeir
vilji allt til vinna til að forðast að
lenda í svipuðum aðstæðum og
Impregilo lenti í þegar þeir hófu
hér störf og hafa þess vegna ósk-
að eftir náinni samvinnu og við-
ræðum við verkalýðsfélögin áður
en framkvæmdir hefjast. Það
verður að segjast að gangi þær
hugmyndir eftir sem þeir hafa
lagt fyrir okkur verður allt annar
bragur á þessu en við eigum að
venjast hér á landi.“
Þar á Þorbjörn við að fram-
kvæmdaaðilarnir hyggjast ganga
mun lengra en íslenskar kröfur
kveða á um hvað varðar allan að-
búnað og öryggi starfsmanna
sinna. „Svo verður að koma í ljós
hvort staðið verður við þessar
fyrstu hugmyndir.“ ■
FRÁ REYÐARFIRÐI
Bygging væntanlegs álvers hefst á næsta
ári og vilja framkvæmdaaðilar fyrir alla
muni hafa gott samstarf við verkalýðs-
félögin.
Alcoa vill nána samvinnu við verkalýðsfélögin vegna byggingar álvers:
Vilja ekki lenda í sömu
aðstæðum og Impregilo
VARNARLIÐIÐ Bandaríkjaforseti styð-
ur ekki flutning orrustuþotna af
Keflavíkurflugvelli nema leið verði
fundin til að sefa Íslendinga.
Þetta sagði Condoleezza Rice,
þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja-
forseta, á fundi hæstráðandi emb-
ættismanna landsins, en ummæli
hennar voru birt í New York Times
í gær. Á fundinum voru tillögur
bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins, Pentagon, um tilfærslu herja
landsins frá Norður-Evrópu nær
átakasvæðum heimsins ræddar.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir fréttina jákvæða og í
samræmi við stöðu málsins. „Það
hefur legið fyrir að Pentagon hefur
verið með þá skoðun að þoturnar
ættu að fara. Síðan komst þetta mál
inn á borð Bandaríkjaforseta fyrir
tilstilli Robertsons lávarðs, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins, og í þeim farvegi er málið,“
segir Halldór. Ekki hafi verið rætt
frekar við íslensk stjórnvöld en
Halldór segir afstöðuna skýra. „Við
viljum að þoturnar séu hér. Það hef-
ur ekki breyst.“
Í greininni segir að bandaríska
varnarmálaráðuneytið geri tillögu
um að fjörutíu þúsund hermenn
verði færðir frá Þýskalandi og að F-
16 orrustuþotur sem þar séu fari
yfir til Tyrklands. Það vill einnig að
hluti þotna sem séu í Bretlandi
verði fluttar til, sem og þoturnar
hér. Sérfræðingar utan Pentagon
hræðast að flytji herinn frá Norður-
Evrópu veiki það stöðu Bandaríkja-
manna í Atlantshafsbandalaginu.
Búist er við lokaniðurstöðu
bandarískra yfirvalda eftir einn til
tvo mánuði. ■
HERSTÖÐIN Í KEFLAVÍK
Greint er frá því í New York Times að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, vilji að bandaríski herinn sé staðsettur hvað næst hugsanlegum hernaðarátökum.
Hann segir að tími sé kominn til að færa herinn inn í 21. öldina og styður hugmyndir
Pentagon um flutning herstöðva frá Bretlandi og Þýskalandi til Mið-Austurlanda og Asíu.
Bandaríkjaforseti styður ekki að þoturnar fari
í ósátt við yfirvöld:
Ætlar að sefa Íslendinga
ÓEIRÐIR Í RÓM
Lögregla hafði að mestu tök á þeim mikla fjölda mótmælenda sem kom saman vegna komu George Bush Bandaríkjaforseta til landsins
en nota þurfti táragas til að dreifa ákveðnum hópum.
M
YN
D
/A
P