Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 4
4 5. júní 2004 LAUGARDAGUR Stríðsástand í Róm Alda mótmæla mætti forseta Bandaríkjanna þegar hann kom til Rómar í boði Berlusconis. Hrópuðu mótmælendur á Bush að segja af sér og hætta hið fyrsta stríðsrekstri sínum í Írak. RÓM Ítalskir fjölmiðlar sögðu nánast stríðsástand í Rómaborg eftir komu George Bush, forseta Bandaríkjanna, til borgarinnar í gær. Tugþúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur borgar- innar en tvennum sögum fór af þeim fjölda sem tók þátt í þeim. Höfðu lögregluyfirvöld allan vara á og fengu aukalega um tíu þúsund lögregluþjóna annars staðar að til hjálpar. Flest fór vel fram fyrir utan að kveikt var í nokkrum ruslatunnum og kínverjar sprengdir en ekki kom verulega til kasta lögreglu. Gripið var til allra hugsanlegra neyðarráðstafana vegna heim- sóknarinnar; allt flug yfir borginni var bannað, skólum í miðbænum lokað og hátt viðbúnaðarstig var á öllum spítölum í borginni. Hart var gengið eftir því að það sama ætti sér ekki stað í Róm og það sem gerðist í Genóa við fund leið- toga átta helstu leiðtoga iðnríkja heimsins, en þá fóru mótmæli úr böndunum með þeim afleiðingum að nokkrir létust og hundruð manna slösuðust. Stuðningur við stríð Banda- ríkjamanna í Írak er afar lítill á Ítalíu og létu mótmælendur það berlega í ljós með ljósmyndum af fórnarlömbum Bandaríkjahers í Írak. Hafa kannanir ítalskra fréttamiðla gefið til kynna að rúm- lega 70 prósent landsmanna séu andvíg stríðinu og veru ítalskra hermanna í Írak. Fréttaskýrendur telja að með boði sínu til Bandaríkjaforseta hafi Berlusconi forsætisráðherra aukið enn frekar á andúð margra í sinn garð í landinu og alls óvíst sé hvort hann hljóti stuðning lands- manna í næstu kosningum. albert@frettabladid.is Lög um fjármálastofnanir: Fjármálaeft- irlitið skerpir reglurnar VIÐSKIPTI Samkvæmt nýjum regl- um Fjármálaeftirlitsins þurfa fjármálastofnanir að gera sér- staka grein fyrir ástæðum eignar- hlutar síns í óskyldum atvinnu- rekstri, hafi stofnunin átt í rekstr- inum í lengri tíma en hálft annað ár. Þetta er hluti af leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins um þátttöku viðskiptabanka, spari- sjóða og lánafyrirtækja í atvinnu- starfsemi. Í lögum um fjármála- stofnanir er tekið fram að þær megi einungis tímabundið stunda aðra starfsemi en fjármálastarf- semi. Á þeim ákvæðum virðist nú skerpt með tilmælum Fjármála- eftirlitsins. ■ Körfubolti i sólarhring: Safna í minn- ingarsjóð ÁHEIT Ættingjar og vinir Þórðar Wi l l a r d s s o n a r, sem lést 25. apríl, hófu í gærkvöld söfnun í minning- arsjóð. Sjóðnum er ætlað að veita efnilegum nem- endum í Mennta- skólanum Hrað- braut styrki sem og að efla þar bóka- og tækja- kost. Þórður, sem var nemandi í Hraðbraut, svipti sig lífi. Birna Willardsdóttir, systir Þórðar, seg- ir að stjórn sjóðsins beiti sér fyrir umræðu um sjálfsvíg ungs fólks. Félagar Þórðar úr ÍR hófu að spila körfubolta klukkan átta í gærkvöldi í Fjölnisheimilinu. Þeir ætla að spila í sólarhring og safna með því áheitum. ■ Er offita heilbrigðisvandamál á Íslandi? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að taka þátt í hátíðarhöldum á sjómannasunnudaginn? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 16% 84% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Leyniþjónusta Bandaríkjanna: Annar hátt- settur hættur BANDARÍKIN, AP Annar háttsettur yfirmaður innan bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði starfi sínu lausu í gær einum degi eftir að yfirmaður stofnunarinn- ar, George Tenet, tilkynnti óvænt uppsögn sína í fyrradag. Stofnun- in hefur fengið sinn skerf af gagn- rýni vegna starfa sinna í aðdrag- anda árásanna á Tvíburaturnana 2001 og einnig fyrir skýrslur sín- ar um ástandið í Írak áður en Bandaríkjamenn réðust þar inn í fyrra. Búist er við enn harðari gagnrýni næstu vikurnar þegar aðrar opinberar eftirlitsnefndir og stofnanir kynna niðurstöður sínar vegna CIA. ■ Samræmd próf: Flestir með 10 í dönsku SKÓLAR Heldur fleiri fengu 10 í dönsku en ensku á samræmdum prófum sem lögð voru fyrir 10. bekk í vor. 48 nemendur fengu 10 í dönsku, en 45 í ensku. 36 nem- endur fengu 10 í stærðfræði, eng- inn í íslensku og 8 nemendur fengu 10 í náttúrufræði. Þá fengu 3 nemendur 10 í samfélagsfræði. Heildarniðurstöðum er skipt eftir kjördæmum og stóðu nemendur í Reykjavíkurkjördæmi suður sig best í öllum fögum nema stærð- fræði, þar sem Reykjavíkurkjör- dæmi norður hafði vinninginn. ■ www.netsalan.com Knarrarvogur 4 - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00 Til afgreiðslu strax! Til sýnis og sölu um helgina Jeep Overland, árgerð 2004 YFIRMAÐ- UR CIA HÆTTUR Nú berast fregnir af fleiri hátt- settum aðil- um innan CIA sem hyggjast hætta. M YN D /A P ÞÓRÐUR WILLARDSSON ATVINNUMÁL Fulltrúar þeirra sem standa munu að byggingu álvers í Reyðarfirði á næstu misserum hafa þegar komið að máli við for- svarsmenn verkalýðshreyfingar- innar enda er þeim mikið í mun að standa rétt að öllu þegar bygg- ing álversins hefst á næsta ári. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar og odd- viti samráðsnefndar verkalýðs- félaga starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun, segir að miðað við þær hugmyndir sem fram hafa komið frá Alcoa og Bechtel hing- að til sé lítil ástæða til annars en bjartsýni. „Þeir hafa tjáð sig um að þeir vilji allt til vinna til að forðast að lenda í svipuðum aðstæðum og Impregilo lenti í þegar þeir hófu hér störf og hafa þess vegna ósk- að eftir náinni samvinnu og við- ræðum við verkalýðsfélögin áður en framkvæmdir hefjast. Það verður að segjast að gangi þær hugmyndir eftir sem þeir hafa lagt fyrir okkur verður allt annar bragur á þessu en við eigum að venjast hér á landi.“ Þar á Þorbjörn við að fram- kvæmdaaðilarnir hyggjast ganga mun lengra en íslenskar kröfur kveða á um hvað varðar allan að- búnað og öryggi starfsmanna sinna. „Svo verður að koma í ljós hvort staðið verður við þessar fyrstu hugmyndir.“ ■ FRÁ REYÐARFIRÐI Bygging væntanlegs álvers hefst á næsta ári og vilja framkvæmdaaðilar fyrir alla muni hafa gott samstarf við verkalýðs- félögin. Alcoa vill nána samvinnu við verkalýðsfélögin vegna byggingar álvers: Vilja ekki lenda í sömu aðstæðum og Impregilo VARNARLIÐIÐ Bandaríkjaforseti styð- ur ekki flutning orrustuþotna af Keflavíkurflugvelli nema leið verði fundin til að sefa Íslendinga. Þetta sagði Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, á fundi hæstráðandi emb- ættismanna landsins, en ummæli hennar voru birt í New York Times í gær. Á fundinum voru tillögur bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins, Pentagon, um tilfærslu herja landsins frá Norður-Evrópu nær átakasvæðum heimsins ræddar. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir fréttina jákvæða og í samræmi við stöðu málsins. „Það hefur legið fyrir að Pentagon hefur verið með þá skoðun að þoturnar ættu að fara. Síðan komst þetta mál inn á borð Bandaríkjaforseta fyrir tilstilli Robertsons lávarðs, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, og í þeim farvegi er málið,“ segir Halldór. Ekki hafi verið rætt frekar við íslensk stjórnvöld en Halldór segir afstöðuna skýra. „Við viljum að þoturnar séu hér. Það hef- ur ekki breyst.“ Í greininni segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið geri tillögu um að fjörutíu þúsund hermenn verði færðir frá Þýskalandi og að F- 16 orrustuþotur sem þar séu fari yfir til Tyrklands. Það vill einnig að hluti þotna sem séu í Bretlandi verði fluttar til, sem og þoturnar hér. Sérfræðingar utan Pentagon hræðast að flytji herinn frá Norður- Evrópu veiki það stöðu Bandaríkja- manna í Atlantshafsbandalaginu. Búist er við lokaniðurstöðu bandarískra yfirvalda eftir einn til tvo mánuði. ■ HERSTÖÐIN Í KEFLAVÍK Greint er frá því í New York Times að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, vilji að bandaríski herinn sé staðsettur hvað næst hugsanlegum hernaðarátökum. Hann segir að tími sé kominn til að færa herinn inn í 21. öldina og styður hugmyndir Pentagon um flutning herstöðva frá Bretlandi og Þýskalandi til Mið-Austurlanda og Asíu. Bandaríkjaforseti styður ekki að þoturnar fari í ósátt við yfirvöld: Ætlar að sefa Íslendinga ÓEIRÐIR Í RÓM Lögregla hafði að mestu tök á þeim mikla fjölda mótmælenda sem kom saman vegna komu George Bush Bandaríkjaforseta til landsins en nota þurfti táragas til að dreifa ákveðnum hópum. M YN D /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.