Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 29
3LAUGARDAGUR 5. júní 2004 - P Ú S T Þ J Ó N U S TA - SIGTÚN 3 - SÍMI 562 1025 Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON BENDIR Á HVAÐ BEST ER AÐ GERA EF MÆLABORÐIÐ ER RISPAÐ. Ég er á nýjum bíl, og því miður rakst eitthvað í mælaborðið á hon- um og skildi eftir langa en ekki djúpa rispu. Þar sem rispan er mjög grunn, datt mér í hug, hvort ekki væri hægt að lagfæra þetta á einhvern hátt. Þó þori ég ekki að eiga neitt við þetta svo ég skemmi nú ekki neitt. Með fyrirfram þökk Kristrún Það er rétt hjá þér að vera ekki að reyna að gera við rispuna sjálf, því það er vandasamt verk að laga mælaborð sem er rispað eða rifið. Það er þó vel gerlegt fyrir þá sem sérhæfa sig í viðgerðum á plasti bifreiða eins og til dæmis Plastviðgerðir H. Guðmundsson ehf. og Plastviðgerðir Grétars Þórissonar. Lím, naglalakk eða hvaðeina sem fólki dettur í hug að nota til að gera við svona hluti getur gert hlutinn óviðgerðar- hæfan með öllu. Kostnaðurinn við að gera við svona skemmdir er í flestum tilfellum minni en það sem kostar að skipta um mælaborðið. Einnig má benda á að þessi verkstæði gera við alla plasthluti þó að þeir tengist ekki bílum. Það má t.d. prófa að fara með skemmdu hilluna úr ísskápn- um eða hvaðeina sem er brotið eða rispað og er úr plasti. Vantar þig góð ráð? Sendu póst á bilar@frettabladid.is Rispur í mælaborði Bílapróf Auto Express: Volvo slær í gegn Volvo XC90 og S40 koma best út í stærstu prófunum á bílum sem um getur, samkvæmt apríl hefti Auto Express. Þetta kemur fram á vef Brimborgar. Volvo XC90 naut yfirburða þegar hann var borinn saman við bíla í jeppaflokki. Bíla á borð við BMW X5, Range Rover, VW Touareg, Toyota Land Cruiser, Porche Cayenne, Lexus RX300, Mercedes ML, Jeep Grand Cherokee og Mitsubishi Pajero. Auto Express útnefndi Volvo XC90 bíl ársins 2003 og telur hann enn hafa mikla yfir- burði. Volvo S40 kom einnig afar vel út í bílaprófun Auto Express í apríl og átti vinninginn í flokki lúxus borgarbíla. Að sögn blaða- manns tímaritsins hafði Volvo S40 mikla yfirburði yfir keppi- nautana, BMW 300 línuna, Jagu- ar X, Audi A4, Mercedes C, Saab 9-3, Lexus IS, Volkswagen Passat og Subaru Impreza. Þess má geta að S40 T5 sport- bíllinn var til sýnis á sportbíla- sýningunni í Laugardalshöll 20. - 23. maí sl. Hann verður áfram til sýnis á sportbíladögum í Brimborg og verður hægt að fá að reynsluaka honum. Tilboðsverð vegna sportbíla- daga er 3.529.000 krónur. ■ Á ferð erlendis: Alþjóðlegt ökuskírteini Þeir sem hyggjast leigja bíl er- lendis ættu að athuga vel hvort ökuskírteinið er enn í lagi. Ís- lenskt ökuskírteini er tekið gilt á öllum Norðurlöndunum og í Vestur-Evrópu að því er kemur fram á fréttavef Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, fib.is. Þeir sem eru með gömlu útgáf- una af ökuskírteini ættu að at- huga að það er ekki tekið gilt alls staðar í Vestur-Evrópu, og hvergi ef skráður gildistími er útrunninn. Í flestum öðrum löndum ber að framvísa alþjóð- legu ökuskírteini, jafnframt eigin gildu ökuskírteini. Með breytingu á umferðarlögum hefur FÍB fengið heimild til að gefa út alþjóðleg ökuskírteini. Ef félagsmenn komast ekki á skrifstofu félagsins þá geta þeir fengið alþjóðaökuskírtein- iseyðuformið sent endurgjalds- laust, sem síðan er útfyllt og staðfest hjá viðkomandi yfir- valdi, skv. lögheimili umsækj- anda. Í skírteinið þarf eina mynd. Útfyllt alþjóðlegt öku- skírteini kostar 1.000 krónur en aðeins 700 krónur fyrir félags- menn FÍB. ■ ! HÚSRÁÐ: KAUP Á BÍL Við kaup á bíl er ekki vænlegt að hlaupa út á næstu bílasölu og kaupa það fyrsta sem býðst. Skoðið framboðið vel, kíkið á allar bílasölur og farið vel í gegnum smáauglýs- ingarnar í blöðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.