Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 5. júní 2004 27
ÍSLANDSHANDBÓKIN
– náttúra, saga og sérkenni
Dýrmæt leiðsögn um landið,
3000 staðir í byggðum og óbyggðum.
Tvö bindi í öskju, 1000 bls., 1300 litmyndir.
Efninu er skipt eftir sýslum. Sýslukort
með öllum þeim stöðum sem fjallað er um.
Allar helstu hálendisleiðir.
Súðarvogi 48, Kænuvogsmegin, sími 588 2013
Einsta
kt
sumart
ilboð!
Fimmþ
úsund
króna
afsláttu
r
9.900.
- í stað
14.90
0.-
í öllum
bókab
úðum
Kelsey Grammer, stjarnan úrFrasier-þáttunum, íhugar að
sækjast eftir þingsæti, en hefur
ekki enn gert upp við sig fyrir
hvaða ríki en nokkur koma til
greina þar sem leikarinn á eignir í
Kaliforníu, New York, Flórída og
Colorado. Hann er repúblikani og
hefur verið hvattur til að etja
kappi við Hillary Clinton í New
York. Hann segir sjálfur að rætur
sínar liggi í Flórída þar sem hann
ólst upp.
Margir telja að barátta
Grammers fyrir þingsæti verði
erfið. Grammer, sem er 49 ára,
hefur lifað tímana tvenna og átti
um tíma við alvarlegt áfengis-
vandamál að stríða. Talið er að það
verði rifjað upp í kosningabaráttu
ásamt tveimur skilnuðum hans og
fjölskylduharmleikjum, en bæði
faðir hans og systir voru myrt.
Bent er á að Grammer hafi
ekki mótaða pólitíska stefnu. Þeg-
ar hann er spurður um baráttu-
mál svarar hann að hann vilji láta
gott af sér leiða og nánari skýr-
ingar er erfitt að toga upp úr hon-
um. Hins vegar má svo sem segja
að ríkisstjórinn í Kaliforníu,
Arnold Schwarzenegger, hafi
ekki heldur haft sérlega ígrund-
aða pólitíska stefnu þegar hann
tilkynnti á sínum tíma um fram-
boð sitt. Skortur á stefnumálum
þarf því ekki að hefta pólitískan
frama Grammers.
Næstu vikur ætlar Grammer
að einbeita sér að leiklistinni. Eins
og kunnugt er hefur hann sagt
skilið við Frasier í bili en útilokar
þó ekki framhald. Hann var ný-
lega í Bretlandi þar sem hann lék
í gamanmyndaþætti og er að hefja
leik í sjónvarpsmynd eftir sögu
Charles Dickens, A Christmas
Carol, en þar fer hann með hlut-
verk hins ódauðlega nirfils,
Scrooge. ■
TOM HANKS
Hann hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun
og samkvæmt nýjum rannsóknum má
hann eiga von á að verða langlífur.
Velgengni
eykur langlífi
Því hefur verið haldið fram aðþví betra lífi sem fólk lifi, því
langlífara verði það. Ítrekaðar
rannsóknir staðfesta þessa kenn-
ingu. Ríkt fólk lifir lengur og á
betra líf en fátækt fólk. Rann-
sóknir leiða einnig í ljós að því
meiri sem velsæld þeirra ríku er,
því lengra lífi lifir það. Allt þetta
er útskýrt nákvæmlega í væntan-
legri bók eftir enska prófessorinn
Michael Marmot. Hann segir að
gott starf og góð laun geri það að
verkum að fólk hafi meiri stjórn á
lífi sínu, hafi frjálsari vinnutíma
og geti hagað lífi sínu að eigin vild
í mun meiri mæli en þeir sem ekki
eru jafn vel settir. Allt þetta skapi
vellíðan og auki líkur á langlífi.
Marmot segir að jafnvel það að
búa í fjögurra herbergja íbúð í
stað þriggja auki lífslíkur manna.
Aðrar kannanir styðja þessar nið-
urstöður Marmots. Til dæmis sýn-
ir nýleg kanadísk könnun að kvik-
myndaleikarar sem fá Ósk-
arsverðlaun lifa að meðaltali fjór-
um árum lengur en Hollywood-
leikarar sem aldrei hljóta Óskar-
inn. Einn af forsvarsmönnum
rannsóknarinnar sagði að gleðin
sem fylgdi því að vinna Óskar
gæti fylgt vinningshöfum allt lífið
og dregið þar með úr álagi og það
yki líkur á langlífi. ■
KELSEY GRAMMER
Stjarnan úr Frasier hyggur á pólitískan frama.
Grammer vill verða þingmaður
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is