Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 40
28 5. júní 2004 LAUGARDAGUR M YN D : S TE FÁ N Allt að því blóðug barátta ríkir á kjötmarkaði, ekki síst á sumrin þegar steikurnar seljast sem aldrei fyrr. Grilltíminn er hafinn og framleiðendur dásama gæði sinna tegunda. Kjúklingur, lamb, naut og svín heyja harða keppni um að komast á brennandi heitar grillgrindurnar. Baráttan um bragðlaukana K jötborð stórverslanannasvigna undan stórsteik-um, ekki síst undir og um helgar þegar húsbændur heimil- anna setja á sig svuntuna og munda tangir sínar við grillin. Úrvalið er gott, jafnan stendur valið á milli fjögurra kjöttegunda sem allar svínvirka á sinn hátt en eins og gengur finnst hverjum sinn fugl fagur. Misjafnt er hvort eða hvað gert hefur verið við kjötið, það hefur ýmist legið í nautsterkri maríneringu eða er selt eins og það kemur af kúnni. Hinir hörðustu standa fastir í þeirri trú að grillun sé sönn list og hafna því alfarið að matreiðsla geti verið tómur grís. Þeir segja að kjöt sé ekkert lamb að leika sér við og verða auðvitað hálf kindarlegir á svip þegar þeir komast að því að byrjandi í fag- inu getur lokkað fram ljúffenga máltíð með góðu hráefni og sæmilegum leiðbeiningum. Forsvarsmenn hagsmunasam- taka kjötframleiðenda velkjast ekki í vafa um að „þeirra“ afurð sé best á grillið þó að þeir viður- kenni fúslega að þeir bregði öðr- um tegundum á grillin sín, svona við og við. Séu orð þeirra tekin trúanleg má ætla að tegundirnar fjórar séu óhemju ljúffengar á grillið en dæmi hver fyrir sig. Lambið klikkar aldrei „Maður skyldi ætla að það sé gott að grilla lambakjöt, það er vin- sælasta grillkjötið,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda. Hann segir það smekksatriði hvort betra sé að grilla lambakjöt en annað kjöt en segir tiltekna eiginleika þess ákjósanlega: „Þú átt voðalega erfitt með að eyðileggja lambakjöt á grill- inu, það heldur eiginleikum sínum hvort sem þú grillar það of mikið eða of lítið. Aðrar kjöttegundir eiga það til að verða þurrar og leiðinlegar og má segja að hrein heppni geti ráðið hvort vel tekst til. Lambið er hins vegar alltaf gott.“ Hann tekur þó fram að sumir bitar lambsins henti síður á grill en aðrir. „Það fer eftir uppbyggingu þeirra, það þarf til dæmis að standa vel yfir mjög feitu kjöti svo ekki verði bálköstur á grillinu.“ Sjálfur grillar Özur heilmikið en stemning verður að ráða þar mestu um. „Ég grilla allt kjöt og reynd- ar fisk líka. Maður er hins vegar alltaf öruggur með lambið, það klikkar aldrei.“ Heilt læri, lærissneiðar og filet verða oftast fyrir valinu hjá Özuri, „ég grilla svo kartöflur og grænmeti með og ber fram ásamt kaldri sósu.“ Hann segist sæmilega sáttur við stöðu lambakjötsins á grillum landsmanna en bendir réttilega á að vertíðin sé rétt að hefjast. „Salan á lambakjöti hefur þó verið jákvæð síðustu mánuði þannig að útlitið er bjart.“ ÖZUR LÁRUSSON Kjúklingur er snilldarmatur á grill „Kjúklingurinn hefur þann ótvíræða kost að kjöt hans hentar í mjög fjölbreytta rétti,“ segir Geir Arngrímsson, starfsmaður Félags kjúklingabænda. „Það getur hver og einn fundið það í kjúklingnum sem honum líkar. Það er hægt að grilla hann heilan, svo er hægt að velja sér beinlausa bita á borð við bringurnar og svo eru leggir og vængir fyrir þá sem vilja naga beinin.“ Geir segir hins vegar að fólk geti fundið margt einfaldara að grilla en kjúkling. „Hann er ekki sá einfaldasti. En hafi menn þolinmæði og áhuga á að prófa sig áfram er þetta snilldarmatur á grill.“ Þó að Geir grilli allt kjöt verður kjúklingurinn oftast fyrir valinu og aðferðirnar eru með ýmsu móti. „Ég hef grillað kjúkling á teini sem er frekar sjaldgæft og þá hef ég klippt hann upp eftir bakinu og flatt hann út á grillgrindina, þannig verður hann jafn í steikingu. Svo hef ég auðvitað grillað bitana, í ýmiss konar legi og með margvíslegum hætti.“ Helst hefur hann grænmeti í meðlæti, bæði grillað og steikt, sem og hrísgrjón og franskar, „allt eftir skapinu hverju sinni.“ Geir telur að vinsældir kjúklingakjöts á grillið fari vaxandi. „Þetta hefur verið ódýr og góður matur undanfarin ár og komið sterkt inn á þann hátt og ég held að svo verði áfram.“ GEIR ARNGRÍMSSON Nautið best á grillið „Nautakjöt er vinsælasta grillkjöt í heimi,“ segir Snorri Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, en viðurkenn- ir um leið að það sé ekki það vinsælasta á Íslandi. „Ég er sann- færður um að það sé betra að grilla naut en ann- að kjöt og ástæðan liggur í fitunni. Hún er innan í vöðvanum en ekki utan á honum eins og í öðru kjöti.“ Snorri rifjar upp í þessu samhengi brand- ara sem aðdáendur nautakjötsins segja gjarnan. „Nautakjöt er eina kjötið sem þú getur grillað án þess að nágranni þinn fatti það. Það leggur nefni- lega engan reyk af grillinu þegar þú ert með það á grindinni. Ef þér tekst að kveikja í nautakjöti þá ertu snillingur.“ Snorri grillar talsvert sjálfur og þá sér í lagi nautakjöt. „Ég tek alls konar steikur í þetta, það er frábært að grilla bæði filet og lundir og reyndar alls konar stykki önnur.“ Hann segist grilla nautakjöt við háan hita, hafa sneiðarnar passlega þykkar og snúa þeim einu sinni. „Ég grilla þær fyrst öðru megin og þegar fer að blæða þá sný ég þeim við og set þær svo beint á diskinn.“ Og meðlætið er klassískt: „Ég hef með þessu kartöflur og bearnaise- eða hvítlaukssósu. Hann segist ekki vera kaþólskari en svo að hann geti vel grillað aðrar kjöttegundir. „Ég grilla allt kjöt.“ Spurður hvort hann sé sáttur við stöðu nautakjötsins segir hann svo ekki vera en salan hafi verið nokkuð góð undanfarið og það sé greinilega að koma upp aftur eftir svolitla lægð. SNORRI SIGURÐSSON Svín er úrvalskjöt á grillið „Það er mjög gott að grilla svínakjötið, bæði er það magurt og svo er hægt að fá það ferskt allan ársins hring. Þetta er úrvalskjöt á grillið,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður og framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands. Hann tekur ekki svo djúpt í árinni að segja svínakjötið betra en aðrar kjöttegundir enda misjafnt eftir hverju menn eru að leita. Hann ítrekar þó að það sé mjög gott að grilla það og nefnir þar helst magurleikann sem sé ótví- ræður kostur. Ingvi er sjálfur duglegur við að grilla og ratar þá svínakjötið oftast á grillið hans þó einstaka sinnum verði lambakjöt og kjúklingabringur fyrir valinu. „Ég grilla oft svínalundir og eins kótelettur,“ segir hann og þegar hann er rukkaður um eldunarhætti lundarinnar segist hann pipra hana og bera á hana dijon-sinnep. „Ég grilla hana í sex til sjö mínútur á hvorri hlið við lágan hita og ber fram með henni bak- aðar kartöflur, ferskt salat og góða sósu.“ Ingvi segir svínakjötið mjög vinsælan grillmat. „Það er ekki spurning, vinsældir þess á grillinu hafa vaxið mjög á síðustu árum og sumarmánuðirnir eru mjög góðir fyrir okkur svínakjötsfram- leiðendurna.“ INGVI STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.