Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 42
30 5. júní 2004 LAUGARDAGUR Þ egar konur eru hálfnaktar,ómálaðar og kannski með hár- ið ógreitt eftir sjóböð og annað skiptir miklu máli að þær klæðist fallegu bikiníi sem þeim líður vel í. Það eykur sjálfstraust þeirra,“ segir fatahönnuðurinn Freydís Jónsdóttir, sem rekur Gallerí Freydís í Kjörgarði og sérhannar bikiní og sundföt fyrir konur á öll- um aldri. Hægt er að fá handsaum- uð bikiní með perlum og steinum, fyrir allt upp í þrjátíu þúsund krónur, en algengasta verðið fyrir bikiní Freydísar er á bilinu 12.500 til 13.000 krónur. „Ég var svo heppin að fá vinnu við þessa tegund hönnunar og saums þegar ég var í skólanum og fyrst ég hafði reynsluna og tekið eftir að markaðurinn var fyrir hendi, ákvað ég að tileinka mér bikiníhönnun þegar ég kæmi heim að loknu námi í fatahönnun. Bik- iníin eru mín eigin hönnun, en eng- in sérstök áhersla er lögð á þess háttar sundfatasmíð í skólunum,“ segir Freydís og leggur áherslu á að mikil þörf sé fyrir konur að fá sér sundföt sem passa og eltast ekki við það sem er akkúrat í tísku dagsins. „Þegar konur velja bikiní eða sundboli vilja þær frekar fá eitthvað sem þeim líður vel í og eykur sjálfstraustið, oftar en ekki eitthvað klassískt, frekar en að elt- ast við tískuna. Í þeim efnum vilja þær frekar velja tískuliti og munstur, í stað sniðs. Tískutoppar passa oft ágætlega, en bikiníbuxur eru oft meira vandamál. Við tök- um mál og finnum það besta sem passar hverri og einni konu. Hér fara konur ekki með tíu bikiní í mátunarklefann og ganga vonsviknar út. Hér fer engin út fyrr en það bikiní er fundið sem smellpassar.“ Freydís hefur rekið galleríið síðastliðin þrjú ár og segir anna- tímann vera mestan yfir hásum- arið, þótt einnig sé mikið að gera á veturna líka. „Það er þriggja vikna afgreiðslufrest- ur, en Íslendingar eru dálítið þannig að koma daginn fyrir brottför, þótt vitað sé af utan- landsferðinni allt árið. Oft á ég eitthvað smávegis á lager, en það er ekki treystandi á það. Betra að koma í tíma,“ segir Freydís og bætir við að margir viðskiptavinanna komi að ferð- inni lokinni til að tjá henni hversu flottar þær hafi verið og liðið vel í bikiníinu. „Þá til- finningu færðu bara í sérsaum- uðu bikiníi. Að geta staðið upp og litið út eins fegurðardís, án þess að þurfa að toga til flíkina og laga.“ ■ 1946 Franski bifvélaverkfræðingurinn Louis Réard fer hljóðlega á markað með ný baðföt sem hann kallar bikiní. Nafnið er samsett úr lat- neska orðinu bi, sem þýðir tveir, og orðinu kini, sem þýðir hlutar. Bikiní er því tveir hlutar. 1951 Bikiní eru bönnuð í fegurð- arsamkeppninni Miss World en keppendur fá að klæð- ast sundbol í staðinn. Bikiní þóttu of djörf og beinlínis óholl heilsunni, að mati dómaranna. 1957 Brigitte Bardot slær í gegn íklædd bikiníi í kvikmynd- inni „And God Created Woman“. Bikiní-æði grípur um sig og Hollywood setur á laggirnar þrívíddarbíó í kjölfarið. 1960 Brian Hyland syngur „Itsy Bitsy Teenie Weenie Yellow Polka Dot Bikini,“ og kemur af stað bikiní-æði meðal bandarískra unglinga. 1963 Kynbomban Annette Funicello ljær bikiníi nýja merkingu þegar sería sex kvikmynda var gerð með Annette þar sem hún striplast um í bikiníi á hvíta tjaldinu. Engar tæknibrellur voru notað- ar við gerð myndanna en víst fékk bikiníið nýja áskorun með tilkomu myndanna. 1964 Bikini verður að mono-(einn)kini í augum hönnuðarins Rudi Gernreich. Vatíkanið bregst illa við topplausri þróun bikinísins, en Gernreich seldi yfir þrjú þúsund monokini á einu sumri í Evrópu. Konur sem klæddust topplausu monokini Rudis voru handteknar á baðströndum. 1966 Ofurskutlan Raquel Welch birtist í loðbikiníi í kvikmyndinni „One Milli- on Years B.C.“ og hlýtur heimsfrægð fyrir vikið. 1970 Ný tegund bikinís sést á ströndum Ríó og St. Tropez, kallað Tanga-bikiní, stundum kallað thong, bandabikiní eða „tannþráður“. Hönn- un þess er óþægileg en Tanga-bikiníið verður vinsælt í karlablöðum. 1983 Carrie Fisher, í hlutverki Leiu prinsessu, kemur fram í sér- stöku bikiníi í „Return of the Jedi“. Meira að segja Yoda sneri sig næstum úr háls- liðnum, en myndin er sú vinsælasta af Star Wars- myndunum. 1993 Sport-bikiní, eða aðsniðinn toppur, verður nýjasta æðið, þökk sé blakdrottningunni Gabriellu Reece og sjón- varpsstöðinni MTV. ■ Tímaskeið tímalausrar hönnunar Fyrst var það bikiní, þá mono-kiní og nú er það demikiní sem án efa er frjálslegasta bikiníút- gáfan; án hlýra og bakborða, og örugglega það kynþokkafyllsta sem sjást mun á ströndum heims- ins í sumar. Þær skutlur sem klæðast demikiní undir heitum geislum sólarinnar losna alveg við bikiníför á baki og öxlum, þótt reyndar finnist mörgum bikinífar afar kynæsandi. Það var breska kennslukonan Jill Silver í Manchester sem ól af sér þessa frábæru nýjung. Draum- ur hennar var að fá lýtalausa sól- brúnku á kroppinn og auðvitað án allra bandafara. Hún ákvað því að gera eitthvað í málinu og hannaði nýja tegund bikiníbrjóstahaldara sem heldur utan um brjóstin en festist með límgeli undir höndum. Sams konar gel er notað í leikhús- um og á skurðstofum, og leyfir konunni að lifa og leika sér án þess að eiga hættu á að brjóstin afhjúp- ist þeim sem á horfa. Minnstu baðföt í heimi Það var um miðjan fimmta ára- tuginn sem franski bifvélaverk- fræðingurinn Louis Réard átti við vanda að etja. Hann hafði hannað baðföt sem vafalaust myndu valda uppnámi meðal almennings. Það eina sem vantaði var nafn á hin nýju sundföt; eitthvað sem væri í senn exótískt, framandi, djarft og áhugavekandi. Það var svo fjórum dögum áður en Réard sýndi heiminum þessa spennandi uppfinningu í París að bandaríski herinn færði honum, alls óvart, nafngiftina þegar þeir sprengdu kjarnorkusprengju við Bikini- eyjaklasann í Kyrrahafinu. Sýn- ingardagurinn stóri rann svo upp þann 5. júlí 1945, og þótt Réard hafi þrætt fyrir að hafa skírt sundfötin bikiní eftir sprengingu Bandaríkjahers var öllum ljóst hvaðan nafnið var upprunnið. Annar Fransmaður, Jacques Heim, hafði á svipuðum tíma hannað tveggja hluta baðföt og kallað þau atómið. Smæð atóms- ins skyldi vera í samhengi við það sem hann lýsti sem „minnstu bað- fötum í heimi“. Réard var snögg- ur upp á lagið og svaraði til að sitt bikiní væri „minna en minnsta bikiní heims“. Reyndar kom á daginn að bikiní Réards var reyndar svo lítið að engin fyrir- sæta í París kom því utan um sig þegar til kastanna kom. Hann réði því nektardansmeyna Micheline Bernardini í hlutverkið, eftir að hann sá hana striplast á sviðinu í Casino de Paris. Bernardini var ekki dæmigerð fegurðardís, en eftir að myndir af henni íklæddri bikiníi birtust á síðum blaðanna rigndi yfir hana aðdáendabréfum í þúsundavís. Fyrirferðarmiklar fantasíur Tveggja hluta baðföt voru þó alls ekki ný af nálinni. Á kreppuárun- um fyrirskipuðu bandarísk stjórnvöld tíu prósenta rýrnun á efni sem notuð voru í baðfata- saum kvenna og um gjörvöll Bandaríkin gláptu menn á konur í efnisminni baðfötum. Það var hins vegar Réard sem tók af skar- ið og gerði enn betur. Rýrði bað- fötin um helming, skipti þeim upp í brjóstahaldara og tvo þríhyrn- inga sem þræddir voru saman með þunnum streng, og kom nafl- anum í sviðsljósið. Og heimurinn tók svo sannar- lega eftir. Í kaþólsku löndunum Spáni, Ítalíu og Portúgal var bikiní stranglega bannað og siðfræðingar lögðu hart að kvikmyndaiðnaðin- um í Hollywood að halda bikiníinu frá hvíta tjaldinu. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til bikiní varð fyrirferðarmikið í kynferðis- legum fantasíum karla og Réard gerði sitt til að ýta undir það. Sagði að bikiní væri ekki bikiní nema hægt væri að draga það í gegnum giftingarhring vegna efnisrýrðar. Á fimmta áratugnum kom það í hlutverk frönsku kynbombunar Brigitte Bardot að koma bikiníinu endanlega á kortið, þótt siðprúðir Bandaríkjamenn hafi enn litið á bikiní Réards sem argasta hneyksli. Ameríka var ekki tilbú- in fyrir bikiníið fyrr en 1960 þeg- ar poppsöngvarinn Brian Hyland gerði allt vitlaust með slagaran- um „Itsy Bitsy Teenie Weenie Yellow Polka Dot Bikini“. Í kjöl- farið var kvikmyndin „Beach Party“ frumsýnd, sem var sú fyrsta í bikiníseríu Annette Funi- cello og Frankie Avalon. Á áttunda og níunda áratugn- um hrapaði bikiníið í vinsældum og sölutölur settu marga í gjald- þrot. En tískan fer í hringi og er síbreytileg. Nú er bikiní sjóðheitt og seiðandi, og selst eins og heitar lummur. thordis@frettabladid.is Kynþokkafyllstu klæðin Bikiní sem passar eykur sjálfstraust kvenna Gallerí Freydís sérhannar og saumar íslensk bikiní:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.