Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 24
24 5. júní 2004 LAUGARDAGUR „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist og fór að spila á píanóið heima þriggja eða fjögurra ára gamall. Það var líka mikið af plöt- um á heimilinu, ég var yngstur sex systkina og elstu systur mínar voru unglingar á sjöunda áratugn- um. Þær voru duglegar að fylgj- ast með því nýjasta í tónlistinni og sú elsta, Björg, fór til dæmis á tónleika með Bítlunum,“ segir Eyjólfur. „Þegar ég var tíu ára kenndi frændi minn mér svo á gít- ar og upp frá því kom í ljós í hvað stefndi.“ Þó að hefðbundin popptónlist hafi einkum ómað í eyrum Eyfa á æsku- og unglingsárunum var hann viðriðinn vísna- og þjóð- lagatónlist í upphafi ferils síns. „Ég hafði kynnst Örvari Aðal- steinssyni bassaleikara í Voga- skóla og þegar ég var í MR kynnt- ist ég Inga Gunnari Jóhannssyni. Við stofnuðu saman tríó sem við kölluðum Texastríóið og spiluðum nokkuð víða, t.d á skemmtunum í framhaldsskólunum. Ingi Gunnar hafði lesið um félagsskap Vísna- vina sem stóðu fyrir vísnakvöld- um á Hótel Borg og bókaði okkur þar. Vísnakvöldin voru haldin vikulega og þarna kom fram fullt af fólki. Ég man að Bubbi Morthens spilaði þarna og líka Hörður Torfa og Bergþóra Árna- dóttir. Eftir tónleikana komu Bergþóra, Aðalsteinn Ásberg og Gísli Helgason að máli við okkur og báðu okkur um að slást í för með sér en þau voru á leið í ferða- lag um landið til að kynna Vísna- vini. Við slógum til og upp úr þessu varð hljómsveitin Hálft í hvoru til.“ Eyjólfur segir enn eima eftir af þjóðlagaáhuganum hjá sér þó að hann hafi aldrei verið sérstakur aðdáandi vísnasöngs á borð við þann sem t.d. Svíar eru þekktir fyrir. „Poppskotin þjóðlagatónlist finnst mér ferlega flott,“ segir hann. „Það má segja að ég hafi poppað upp vísnastemninguna í Hálft í hvoru á sínum tíma.“ Sögur af mömmu Eyjólfur hefur sent frá sér fjórar hefðbundnar sólóplötur auk einn- ar hljómleikaplötu. Að auki hefur hann átt þátt í fjölmörgum hljóm- sveitaplötum, gert eina með Berg- þóri Pálssyni og sungið lög fyrir fjölmarga aðra listamenn. Það er því úr nægu að velja þegar kemur að því að velja lög á tónleikana sem fyrirhugaðir eru á næstu vik- um og tekur dagskráin um tvær klukkustundir. Og Eyfa líður vel á sviðinu. „Það kemst ekkert nálægt því að vera með gítarinn og spila bara lögin sín,“ segir hann. „Það er frá- bært að fara á staði á borð við Grenivík og Hólmavík þar sem fólkið situr úti í sal við kertaljós með rauðvín eða sódavatn og hlustar.“ Á dagskránni eru ekki bara lög, Eyfi segir líka sögur. „Ég segi frá uppvextinum og alls konar uppá- komum sem ég lenti í sem barn. Svo kann maður nú eina og eina sögu úr bransanum sem fær að fljóta með.“ Amma hans og mamma koma nokkuð við sögu. „Já, ég segi sög- ur af þeim, þær voru svolítið sér- stakar,“ segir Eyjólfur og hlær og segir eina létta af móður sinni. „Ég var alinn upp í talsverðum efnum, foreldrar mínir áttu vel til hnífs og skeiðar. Alltaf voru tveir bílar á heimilinu og þegar ég var strákur hafði mamma aldrei farið í strætó. Einhvern tíma í bríaríi ákvað hún að fara í strætó og spurði mig hvernig hún ætti að bera sig að. Við bjuggum í Voga- hverfinu og hún var á leið niður í bæ í kaffi til vinkonu sinnar. Ég sagði henni að hjá KRON uppi á Langholtsvegi stoppuðu leið tvö, Grandi - Vogar, áttan, sem var hægri hringleið, og nían, sem var vinstri hringleið. Hún átti að taka tvistinn. Hún labbar upp að KRON og sér að þar er strætó að leggja af stað, hún hleypur á eftir vagninum og bílstjórinn er svo al- mennilegur að stoppa fyrir henni. Þegar hún er komin að dyrunum sér hún að þetta er alls ekki tvist- urinn heldur áttan. Og þar sem hún var svo góðhjörtuð, og þar sem vagnstjórinn hafði stoppað fyrir henni, gekk hún inn í vagn- inn eins og ekkert væri og fór í óvissuferð. Hún endaði á Borgar- spítalanum og fór bara í heimsókn til Köru frænku sem þar lá. Á meðan beið vinkonan með kaffið í miðbænum.“ Skilur ekki vinsældir Nínu Lög Eyjólfs eru af ýmsum toga, hröð jafnt og róleg, og hafa mörg hver notið mikilla vinsælda. Hann segist þó aldrei hafa sest sérstak- lega niður til að semja smelli. „Það hafa ólíklegustu lög orðið vinsæl, Ég lifi í draumi er dæmi um það. Í því er ekkert viðlag heldur líður það bara áfram og er spilað fjórum sinnum í gegn. Nína er annað dæmi. Það er algjör hljómasúpa og ég hef aldrei áttað mig á þessum miklu vinsældum þess lags. Það hlýtur bara að vera eitthvað í því sem ég fatta ekki sjálfur.“ Rólegu lögin hans, ballöðurnar, hafa jafnan orðið vinsælli en stuð- lögin og eiga stað í hjörtum margra landsmanna. „Ég er ball- öðukall og ætli ég hafi það ekki fyrst og fremst frá Björgvini. Hann söng ballöður afskaplega vel og það hefur sjálfsagt haft þessi áhrif á mig.“ Framan af ferlinum fékk Eyjólfur aðra til að semja texta við lögin sín en í seinni tíð hefur hann gert það sjálfur. „Það kom nú eiginlega til af því að þessir textahöfundar sem ég hafði unnið með höfðu svo lítinn tíma fyrir mig. Ég bað t.d. Stebba Hilmars um að semja fyrir mig texta við Nínu en hann kom því ekki við vegna anna með Sálinni. Ég gerði það þess vegna sjálfur og fór upp frá því að sjá um þetta. Mér finnst mjög gaman að semja texta þó það geti verið snúið. Ég er sæmi- lega vel máli farinn og hef tals- vert vit á þessu. Nota t.d. oft rétta bragarhætti en læt þá þó ekki eyðileggja hið sungna orð. Það er nefnilega ekki sama hvernig mað- ur semur dægurlagatexta. Það verður að vera hægt að syngja þá. Það er t.d. ekki hægt að setja þrjú „st“-orð í röð, þá missa menn tennurnar út úr sér.“ Fólk vill heyra gömlu lögin Ferðalag Eyjólfs um landið hefst á þriðjudag og þá um kvöldið verður hann í Miðgarði á Greni- vík. „Þangað hef ég aldrei komið og hlakka mikið til að heimsækja bæinn. Ég hef spilað á velflestum stöðum landsins en á Grenivík, Hofsós og Grímsey eftir. Nú sæki ég Greinivík heim en Hofsós og Grímsey verða að bíða um sinn.“ Yfirskrift ferðalagsins er Stjörn- ur, en það heitir einmitt plata Eyfa sem kom út fyrir síðustu jól. „Ætli ég taki ekki þrjú til fjögur lög af nýju plötunni en ég veit vel að fólk kemur fyrst og fremst til að hlusta á gömlu lögin. Ég spila þau lög sem hafa orðið vinsæl og fólk þekkir,“ segir Eyfi og nefnir Álfheiði Björk, Nínu, Danska lag- ið, Ég lifi í draumi, Kannski er ástin og Gott sem dæmi um það sem tónleikagestir megi eiga von á. „Ekki neitt, bara spila golf,“ svarar Eyjólfur þegar hann er spurður hvað hann aðhafist annað en að fást við tónlist. „Reyndar eigum við Sandra konan mín heildsölu sem flytur inn alls konar vörur sem eru aðallega seldar í apótekum. Þetta eru snyrtivörur, verkjaúði og brúnkukrem, svo eitthvað sé nefnt. Sandra sér nú um þetta en ég fæ stundum að vera sendill,“ segir Eyfi og hlær en segja má að heildsala sé honum í blóð borin því faðir hans Krist- ján Þorvaldsson var mikilvirkur heildsali á sínum tíma. Spurður út í framtíðina svarar Eyjólfur því til að haldi hann rödd og heilsu eigi hann tíu til fimmtán góð ár eftir í tónlistinni. „Þeir eru margir sem eru talsvert eldri en ég sem enn eru að gera það gott og ég vonast til að geta verið í þessu sem lengst. Ég er enn að semja og enn að gera plötur og það er nóg að gera við að troða upp. Fólk vill fá mig til að spila við alls konar tilefni og á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi.“ bjorn@frettabladid Frábært að spila fyrir fólk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Eyjólfur Kristjánsson var fjórtán ára þegar hann tilkynnti foreldrum sínum að hann ætlaði að gera tónlist að ævistarfi sínu. Þeim leist ekki nema rétt mátulega á blikuna en hann hélt sínu striki og hóf ferilinn af alvöru sjö árum síðar. Nú er Eyfi að leggja í mikið ferðalag til að spila lögin sín fyrir landsmenn. 8. júní Miðgarður, Grenivík 9. júní Tjarnarborg, Ólafsfirði 10. júní Græni hatturinn, Akureyri 11. júní Kaffi Torg, Siglufirði 14. júní Kaffi Rót, Hveragerði 15. júní Ráðhúskaffi, Þorlákshöfn 22. júní Svarthvíta hetjan mín, Egilsstöðum 23. júní Valhöll, Eskifirði 24. júní Hótel Höfn, Höfn Hornafirði 25. júní Systrakaffi, Kirkjubæjarklaustri 28. júní Sjávarperlan, Grindavík 29. júní Kaffi Duus, Keflavík 1. júlí Prófasturinn, Vestmannaeyjum 6. júlí Kaffi Krókur, Sauðárkróki 7. júlí Árbakkinn, Blönduósi 8. júlí Þinghúsbar, Hvammstanga 9. júlí NASA, Reykjavík 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.