Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.06.2004, Blaðsíða 2
MÁLSKOT Ráðist verður í endur- skoðun á stjórnarskránni og kannað hvort afnema eigi mál- skotsrétt forseta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vilji hjá báðum stjórnarflokkum að ráðast í þessa endurskoðun sem fyrst í ljósi ákvörðunar forseta Íslands að synja fjölmiðla- lögunum staðfestingar. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að af- nema eigi málskotsréttinn. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, eins og margir fleiri, að það sé löngu tímabært að endur- skoða ákvæði stórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands sakir þess hversu villandi og ónákvæmt það er í dag. Ég tel jafnframt eðli- legt eftir þá synjun sem nú er orð- in staðreynd að fella brott þetta ákvæði 26. greinar stjórnarskrár- innar, enda hafa flestir talið að það væri í reynd dauður bókstaf- ur, auk þess sem það stríðir gegn meginreglu íslenskrar stjórnskip- unar um þingræði. Það er ekki hægt að sætta sig við það að sú staða komi upp að ákvarðanir þingmeirihlutans á hverjum tíma eigi að sæta persónulegri endur- skoðun þess sem situr á forseta- stóli.“ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að endurskoðun á stjórnarskránni sé þegar komin í gang samkvæmt til- lögu forsætisráðherra. „Það er enginn vafi á því að menn munu fara þar yfir stjórn- arskrána að því er varðar forset- ann í ljósi þeirra atburða sem nú hafa verið,“ segir Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins. Aðspurður hvort ætlunin væri að færa þetta vald algjörlega frá forseta og til þingsins sagðist Halldór vilja fá það staðfest að hér sé þingræði. „Ég hef alltaf litið svo á að lög- gjafarvaldið væri alfarið hjá þinginu og hér væri þingræði. Ég tel alveg nauðsynlegt að fara yfir þetta mál í þessu ljósi. Eigi að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um mál í landinu þá þarf að setja um það sérstakar reglur þannig að það sé annað hvort tiltekinn fjöldi kjósenda eða tiltekinn fjöldi þing- manna sem geti farið fram á hana,“ segir Halldór. „Menn hafa almennt ekki gert ráð fyrir því í íslenskum stjórn- málum að þetta geti komið upp. Til dæmis gerir Ólafur Jóhannes- son í sínu fræðiriti nánast ekki ráð fyrir því að þetta geti gerst,“ segir Halldór. Halldór staðfesti að til greina kæmi að í lögum um þjóðar- atkvæðagreiðslu væri sett ákvæði um að þrír fjórðu hluta kjósenda yrðu að taka þátt í henni svo hún teldist gild. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki líklegt að þjóðar- atkvæðagreiðslan muni fara fram fyrr en um mánaðamót júlí-ágúst. Ekki þykir heppilegt að hafa þjóð- aratkvæðagreiðsluna samhliða forsetakosningum. Ríkisstjórnin getur þó ekki látið líða of langt á milli kosninganna því samkvæmt stjórnarskrá ber að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu svo fljótt sem verða má eftir synjun laganna. sda@frettabladid.is 2 5. júní 2004 LAUGARDAGUR LÖGREGLA Tveir menn um þrítugt voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst við húsleitir. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fannst talsvert magn af amfetamíni og lítilræði af hassi. Hann vildi ekki gefa upp nákvæmt magn fíkniefnanna að svo stöddu. Annar mannanna var úr- skurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hinum var gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Mennirnir hafa báðir komið áður við sögu lögreglu. Árvekni lögreglumanna úr al- mennu deild lögreglunnar leiddi til upphafs rannsóknarinnar, að sögn Ásgeirs. Í framhaldinu voru gerðar húsleitir sem urðu til þess að enn meira magn fíkni- efna fannst. ■ Málskotsréttur verði aflagður Ríkisstjórnarflokkarnir telja að í ljósi ákvörðunar forseta eigi að afnema málskotsrétt forseta og þingræði verði tryggt. Endurskoðun stjórnar- skrárinnar stendur þegar yfir samkvæmt óskum forsætisráðherra. Afmæli Reykjavíkurlistans: Ekkert málavafstur STJÓRNMÁL „Það var ein margra hugmynda til að fagna þessu af- mæli að halda málþing en svo reyndist ekki áhugi fyrir því en því meiri fyrir ballinu um kvöld- ið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, vegna málþings sem Reykjavík- urlistinn ætlaði að efna til í dag. Listinn fagnar tíu ára afmæli sínu í dag og stendur til að halda dans- leik af því tilefni á Hótel Borg. Katrín segir þetta engin stórtíð- indi og listinn sé ekki að liðast í sundur með þessari ákvörðun. „Mörgum fannst nóg komið af alls kyns málavafstri og því varð úr að blása þetta af.“ ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ KJARAMÁL „No comment.“ Í dag keppir íslenska landsliðið í knattspyrnu vin- áttuleik við Englendinga, Atli Eðvaldsson er fyrr- verandi landsliðsþjálfari. SPURNING DAGSINS Atli, ertu ekki svekktur að vera ekki á leiknum England - Ísland? SAMNINGAR KYNNTIR Ríkissátta- semjari hefur fundað með Verka- lýðsfélagi Akraness og verkalýðs- félaginu Vöku á Siglufirði vegna stofnanasamninga sem starfsfólk sjúkrastofnana staðanna felldi. Fundir voru árangursríkir og verða samningarnir kynntir félagsmönn- um á mánudag á Akranesi og þriðjudag á Siglufirði. Kosningar starfsmanna verða í kjölfarið. Lögregla fann talsvert af amfetamíni: Tveir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamáls Voðaskot á Selfossi: Byssueig- andi verður sektaður VOÐASKOT Eigandi byssunnar sem skot hljóp úr sem olli láti Ás- geirs Jónsteinssonar á Selfossi um miðjan mars þarf að greiða sekt eins og aðrir sem ekki geyma skotvopn sín, eins og vopnalög kveða á um. Að sögn Ólafs Helga Kjartans- sonar sýslumanns er þess enn beðið að krufningarskýrsla komi í hendur lögreglunnar á Selfossi. Hann segir að beðið hafi verið um frekari rannsóknir og niðurstöður úr þeim séu ekki komnar. ■ Bifhjólaslys í Garði: Slasaðist alvarlega LÖGREGLUMÁL Alvarlegt bílslys átti sér stað á Garðsbraut í Garði um níuleytið í gærkvöld þegar harður árekstur varð milli fólksbíls og bif- hjóls. Slasaðist ökumaður bifhjól- sins alvarlega og var fluttur með hraði á Landspítalann í Fossvogi. Ekki var orðið ljóst hversu alvarleg meiðsl hans voru þegar Fréttablaðið fór í prentun né heldur hver tildrög slyssins voru en lögreglan í Kefla- vík vinnur að rannsókn málsins. ■ HOWARD OG BUSH Í fyrsta sinn í sögunni hefur forseti Banda- ríkjanna lýst yfir stuðningi við erlendan frambjóðanda. Ástralía: Vill draga hermenn frá Írak ÁSTRALÍA Leiðtogi ástralska Verka- mannaflokksin, Mark Latham, hefur sagt að komist hann í stól forsætisráðherra í kosningum sem fram fara innan tíðar í land- inu muni hann draga allt herlið Ástrala frá Írak. George Bush hefur af þessu tilefni lýst yfir stuðningi við núverandi forsætis- ráðherra, John Howard, en það er algjört einsdæmi að forseti Bandaríkjanna styðji frambjóð- anda í öðru ríki. Sagði Bush að drægi Ástralía sitt lið til baka hefði það geigvænlegar afleiðing- ar. ■ JÁTAÐI BÍLÞJÓFNAÐ Lögreglan á Ísafirði handtók í gær mann á fertugsaldri. Við yfirheyrslur ját- aði maðurinn að hafa stolið bíl í Hnífsdal í fyrrinótt. Þaðan ók hann bílnum að skíðaskálanum í Tungudal og braust þar inn. Rúða í útidyrahurð skíðaskálans var brotin en ekki var hægt að sjá að nokkru hefði verið stolið eða aðr- ar skemmdir verið unnar. Skemmdir voru hins vegar á bíln- um sem maðurinn stal. Talið er að bílnum hafi verið ekið utan í. M YN D /A P GEIR H. HAARDE „Ég tel eðlilegt eftir þá synjun sem nú er orðin staðreynd að fella brott þetta ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar, enda hafa flestir talið að það væri í reynd dauður bókstafur, auk þess sem það stríðir gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um þingræði.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Ég vil fá það staðfest að hér sé þingræði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri alfarið hjá þinginu og hér væri þingræði. Ég tel alveg nauðsynlegt að fara yfir þetta mál í þessu ljósi.“ Klafi leiðréttir laun: Rangtúlk- uðu kjara- samning KJARAMÁL Tveir starfsmenn fyrir- tækisins Klafa á Grundartanga hafa fengið um 350 þúsund hvor í leiðrétt laun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir for- svarsmenn Klafa hafa talið sig geta greitt eftir tveimur samningnum. Mennirnir hafi því verið á tæplega tuttugu þúsund krónum lægri launum en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Smári Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Klafa, segir að túlkun á samn- ingnum hafi verið misjöfn en málin hafi verið leyst í góðu. Um heiðurs- starfsmenn sé að ræða sem hann voni að vinni sem lengst hjá fyrirtækinu. ■ FÍKNIEFNI Árvekni lögreglumanna úr almennu deild lögreglunnar varð til að málið var rann- sakað. Myndin er ekki tengd fréttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.