Fréttablaðið - 05.06.2004, Side 2

Fréttablaðið - 05.06.2004, Side 2
MÁLSKOT Ráðist verður í endur- skoðun á stjórnarskránni og kannað hvort afnema eigi mál- skotsrétt forseta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vilji hjá báðum stjórnarflokkum að ráðast í þessa endurskoðun sem fyrst í ljósi ákvörðunar forseta Íslands að synja fjölmiðla- lögunum staðfestingar. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að af- nema eigi málskotsréttinn. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, eins og margir fleiri, að það sé löngu tímabært að endur- skoða ákvæði stórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands sakir þess hversu villandi og ónákvæmt það er í dag. Ég tel jafnframt eðli- legt eftir þá synjun sem nú er orð- in staðreynd að fella brott þetta ákvæði 26. greinar stjórnarskrár- innar, enda hafa flestir talið að það væri í reynd dauður bókstaf- ur, auk þess sem það stríðir gegn meginreglu íslenskrar stjórnskip- unar um þingræði. Það er ekki hægt að sætta sig við það að sú staða komi upp að ákvarðanir þingmeirihlutans á hverjum tíma eigi að sæta persónulegri endur- skoðun þess sem situr á forseta- stóli.“ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að endurskoðun á stjórnarskránni sé þegar komin í gang samkvæmt til- lögu forsætisráðherra. „Það er enginn vafi á því að menn munu fara þar yfir stjórn- arskrána að því er varðar forset- ann í ljósi þeirra atburða sem nú hafa verið,“ segir Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins. Aðspurður hvort ætlunin væri að færa þetta vald algjörlega frá forseta og til þingsins sagðist Halldór vilja fá það staðfest að hér sé þingræði. „Ég hef alltaf litið svo á að lög- gjafarvaldið væri alfarið hjá þinginu og hér væri þingræði. Ég tel alveg nauðsynlegt að fara yfir þetta mál í þessu ljósi. Eigi að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um mál í landinu þá þarf að setja um það sérstakar reglur þannig að það sé annað hvort tiltekinn fjöldi kjósenda eða tiltekinn fjöldi þing- manna sem geti farið fram á hana,“ segir Halldór. „Menn hafa almennt ekki gert ráð fyrir því í íslenskum stjórn- málum að þetta geti komið upp. Til dæmis gerir Ólafur Jóhannes- son í sínu fræðiriti nánast ekki ráð fyrir því að þetta geti gerst,“ segir Halldór. Halldór staðfesti að til greina kæmi að í lögum um þjóðar- atkvæðagreiðslu væri sett ákvæði um að þrír fjórðu hluta kjósenda yrðu að taka þátt í henni svo hún teldist gild. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki líklegt að þjóðar- atkvæðagreiðslan muni fara fram fyrr en um mánaðamót júlí-ágúst. Ekki þykir heppilegt að hafa þjóð- aratkvæðagreiðsluna samhliða forsetakosningum. Ríkisstjórnin getur þó ekki látið líða of langt á milli kosninganna því samkvæmt stjórnarskrá ber að halda þjóðar- atkvæðagreiðslu svo fljótt sem verða má eftir synjun laganna. sda@frettabladid.is 2 5. júní 2004 LAUGARDAGUR LÖGREGLA Tveir menn um þrítugt voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst við húsleitir. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fannst talsvert magn af amfetamíni og lítilræði af hassi. Hann vildi ekki gefa upp nákvæmt magn fíkniefnanna að svo stöddu. Annar mannanna var úr- skurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald en hinum var gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Mennirnir hafa báðir komið áður við sögu lögreglu. Árvekni lögreglumanna úr al- mennu deild lögreglunnar leiddi til upphafs rannsóknarinnar, að sögn Ásgeirs. Í framhaldinu voru gerðar húsleitir sem urðu til þess að enn meira magn fíkni- efna fannst. ■ Málskotsréttur verði aflagður Ríkisstjórnarflokkarnir telja að í ljósi ákvörðunar forseta eigi að afnema málskotsrétt forseta og þingræði verði tryggt. Endurskoðun stjórnar- skrárinnar stendur þegar yfir samkvæmt óskum forsætisráðherra. Afmæli Reykjavíkurlistans: Ekkert málavafstur STJÓRNMÁL „Það var ein margra hugmynda til að fagna þessu af- mæli að halda málþing en svo reyndist ekki áhugi fyrir því en því meiri fyrir ballinu um kvöld- ið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, vegna málþings sem Reykjavík- urlistinn ætlaði að efna til í dag. Listinn fagnar tíu ára afmæli sínu í dag og stendur til að halda dans- leik af því tilefni á Hótel Borg. Katrín segir þetta engin stórtíð- indi og listinn sé ekki að liðast í sundur með þessari ákvörðun. „Mörgum fannst nóg komið af alls kyns málavafstri og því varð úr að blása þetta af.“ ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ KJARAMÁL „No comment.“ Í dag keppir íslenska landsliðið í knattspyrnu vin- áttuleik við Englendinga, Atli Eðvaldsson er fyrr- verandi landsliðsþjálfari. SPURNING DAGSINS Atli, ertu ekki svekktur að vera ekki á leiknum England - Ísland? SAMNINGAR KYNNTIR Ríkissátta- semjari hefur fundað með Verka- lýðsfélagi Akraness og verkalýðs- félaginu Vöku á Siglufirði vegna stofnanasamninga sem starfsfólk sjúkrastofnana staðanna felldi. Fundir voru árangursríkir og verða samningarnir kynntir félagsmönn- um á mánudag á Akranesi og þriðjudag á Siglufirði. Kosningar starfsmanna verða í kjölfarið. Lögregla fann talsvert af amfetamíni: Tveir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamáls Voðaskot á Selfossi: Byssueig- andi verður sektaður VOÐASKOT Eigandi byssunnar sem skot hljóp úr sem olli láti Ás- geirs Jónsteinssonar á Selfossi um miðjan mars þarf að greiða sekt eins og aðrir sem ekki geyma skotvopn sín, eins og vopnalög kveða á um. Að sögn Ólafs Helga Kjartans- sonar sýslumanns er þess enn beðið að krufningarskýrsla komi í hendur lögreglunnar á Selfossi. Hann segir að beðið hafi verið um frekari rannsóknir og niðurstöður úr þeim séu ekki komnar. ■ Bifhjólaslys í Garði: Slasaðist alvarlega LÖGREGLUMÁL Alvarlegt bílslys átti sér stað á Garðsbraut í Garði um níuleytið í gærkvöld þegar harður árekstur varð milli fólksbíls og bif- hjóls. Slasaðist ökumaður bifhjól- sins alvarlega og var fluttur með hraði á Landspítalann í Fossvogi. Ekki var orðið ljóst hversu alvarleg meiðsl hans voru þegar Fréttablaðið fór í prentun né heldur hver tildrög slyssins voru en lögreglan í Kefla- vík vinnur að rannsókn málsins. ■ HOWARD OG BUSH Í fyrsta sinn í sögunni hefur forseti Banda- ríkjanna lýst yfir stuðningi við erlendan frambjóðanda. Ástralía: Vill draga hermenn frá Írak ÁSTRALÍA Leiðtogi ástralska Verka- mannaflokksin, Mark Latham, hefur sagt að komist hann í stól forsætisráðherra í kosningum sem fram fara innan tíðar í land- inu muni hann draga allt herlið Ástrala frá Írak. George Bush hefur af þessu tilefni lýst yfir stuðningi við núverandi forsætis- ráðherra, John Howard, en það er algjört einsdæmi að forseti Bandaríkjanna styðji frambjóð- anda í öðru ríki. Sagði Bush að drægi Ástralía sitt lið til baka hefði það geigvænlegar afleiðing- ar. ■ JÁTAÐI BÍLÞJÓFNAÐ Lögreglan á Ísafirði handtók í gær mann á fertugsaldri. Við yfirheyrslur ját- aði maðurinn að hafa stolið bíl í Hnífsdal í fyrrinótt. Þaðan ók hann bílnum að skíðaskálanum í Tungudal og braust þar inn. Rúða í útidyrahurð skíðaskálans var brotin en ekki var hægt að sjá að nokkru hefði verið stolið eða aðr- ar skemmdir verið unnar. Skemmdir voru hins vegar á bíln- um sem maðurinn stal. Talið er að bílnum hafi verið ekið utan í. M YN D /A P GEIR H. HAARDE „Ég tel eðlilegt eftir þá synjun sem nú er orðin staðreynd að fella brott þetta ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar, enda hafa flestir talið að það væri í reynd dauður bókstafur, auk þess sem það stríðir gegn meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um þingræði.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Ég vil fá það staðfest að hér sé þingræði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri alfarið hjá þinginu og hér væri þingræði. Ég tel alveg nauðsynlegt að fara yfir þetta mál í þessu ljósi.“ Klafi leiðréttir laun: Rangtúlk- uðu kjara- samning KJARAMÁL Tveir starfsmenn fyrir- tækisins Klafa á Grundartanga hafa fengið um 350 þúsund hvor í leiðrétt laun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir for- svarsmenn Klafa hafa talið sig geta greitt eftir tveimur samningnum. Mennirnir hafi því verið á tæplega tuttugu þúsund krónum lægri launum en aðrir starfsmenn fyrirtækisins. Smári Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Klafa, segir að túlkun á samn- ingnum hafi verið misjöfn en málin hafi verið leyst í góðu. Um heiðurs- starfsmenn sé að ræða sem hann voni að vinni sem lengst hjá fyrirtækinu. ■ FÍKNIEFNI Árvekni lögreglumanna úr almennu deild lögreglunnar varð til að málið var rann- sakað. Myndin er ekki tengd fréttinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.