Fréttablaðið - 10.06.2004, Síða 25

Fréttablaðið - 10.06.2004, Síða 25
FIMMTUDAGUR 10. júní 2004 Ánægðustu viðskiptavinirnir! Viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni Útlán eru háð lánareglum SPH Viltu gera draumaferð þína að veruleika? • Hagstæðari kjör en á raðgreiðslu- samningum • Lán til allt að 4 ára • 50% afsláttur af lántökugjaldi til 1.9.2004 Þú getur fengið allar nánari upplýsingar á www.spk.is eða hjá þjónustufulltrúum okkar FERÐALÁN SPK Sími 515 1950 • www.spk.is Úrval-Útsýn hefur hafið samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Octopustravel og er með skrifstofur í London, New York, Osaka og Hong Kong. Með þessu fyrirtæki er hægt að bóka gisti- staði og skoðunarferðir um allan heim á netinu. Octopustravel býður vandaða gistingu á góðu verði um allan heim og hefur gert samninga við 19.000 hótel í 3.300 borgum og bæjum í 112 löndum. Einnig er hægt að bóka 1.700 skoðunarferðir í öllum verðflokkum og hefur Oct- opustravel látið skrifa ferðahand- bækur um 200 vinsælustu áfanga- staði heims til að auðvelda við- skiptavininum valið. Vefsíðan octopustravel.com hefur það markmið að auðvelda viðskiptavininum að bóka ferðir og er mjög þægilegt að fikra sig áfram á síðunni og bóka gistingu og ferðir sem hentar. Vefsíðan er öll á ensku og eru mjög ítarlegar lýsingar á öllum gististöðunum sem í boði eru og fylgja myndir yf- irleitt með. Einnig er hægt að sjá staðsetningu á vinsælustu gisti- stöðunum á þar til gerðu korti. Allar leiðbeiningar er að finna á vefsíðunni en einnig er hægt að hafa samband við Úrval-Útsýn á urvalutsyn.is ■ Tilvalið er að skella sér í bíltúr upp í Borgarfjörð um helgina því Borgfirð- ingahátíð hefst þar í dag og stendur fram til sunnudags. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi því margt verður til skemmtunar. Á föstudeginum les Þórarinn Eldjárn upp úr bók sinni um Hvítárvallabarón- inn í Safnahúsi Borgarfjarðar. Þar verð- ur einnig sýning á munum Hvítárvalla- barónsins. Um kvöldið sama dag verður hið sívin- sæla baðstofukvöld á Bifröst. Á laugar- dagsmorgninum verður morgunganga á Hafnarfjall og um daginn verður markaðstorg með tilheyrandi stemn- ingu á Rauða torginu sem er gamla KB planið. Um kvöldið verður svo slegið upp borg- firskum sveitaböllum sem verða í Búð- arkletti í Borgarnesi og Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Á sunnudeginum verður Sparisjóðshlaupið, útreiðartúr verður frá Bjarnastöðum og vatnasport á Skorra- dalsvatni ásamt mörgu fleiru. Þeim sem vilja kynna sér dagskrána betur er bent á heimasíðuna borgarbyggd.is [ BORGARFJARÐARHÁTÍÐ ] Fjallganga og sveitaböll Baula í Borgarfirði. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn: Í samstarf við alþjóðlegt ferðaþjónustufyrirtæki Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.