Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 2

Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 2
2 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR VÍSITALA NEYSLUVERÐS „Það munar aðallega um hvað húsnæðisverð hefur verið að hækka mikið,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- banka Íslands. Neysluvöruverðs- vísitalan hækkaði um 0,77 prósent milli mánaða og hefur hækkað um 3,9 prósent síðastliðna tólf mánuði. „Það eru almennar hækkanir á mörgum liðum en þessi hækkun á húsnæðisverði er út úr kortinu,“ segir Edda Rós. Að sögn Eddu Rósar hefur verð á fasteignum hafa tekið mikinn kipp síðustu þrjá mánuði. Hækkunin nemur tæpum sex prósentum sem er 25 prósent hækkun á ársgrundvelli. Edda Rós segist þó gera ráð fyrir því að vísitalan sé búin að ná hámarki sínu í bili. „Í næsta mán- uði kemur væntanlega inn ein- hver bensínlækkun og því ætti að draga úr hækkun vísitölunnar. Þrátt fyrir það eigum við von á að vísitalan verði jafnvel svona há næsta hálfa árið.“ Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu á síðustu dögum kemur þó ekki inn í þessa nýjustu mælingu Hag- stofunnar á neysluvöruverðsvísitöl- unni, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Haldi lækkun- in áfram getur það dregið úr verð- lagshækkun ársins að því er fram kemur í vefriti ráðuneytisins. ■ RÍKISÚTVARPIÐ Eftirlitsstofnun evr- ópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur til skoðunar kæru vegna reksturs Ríkisútvarpsins á ruv.is. Þetta er önnur kæran á hendur RÚV sem ESA hefur til skoðunar. Fyrri kæran barst frá Norðurljós- um þar sem óskað var eftir því að kannað yrði hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftar- gjöld auk þess að fá rekstrarfé af auglýsingatekjum. Samkvæmt upplýsingum frá ESA er verið að skoða starfsemi RÚV í ljósi kær- anna tveggja og einnig út frá ný- legum tilmælum stofnunarinnar um rekstur almenningsútvarps. Þá sendi Umboðsmaður Al- þingis frá sér álit í gær vegna kvörtunar varðandi fjármögnun RÚV á vef sínum. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki lagaheimild til að selja auglýsingar á heimasíðu sinni. Taldi umboðsmaður einnig verulegan vafa leika á því að gerð og birting efnis á heimasíðu RÚV sem sérstaklega væri framleitt fyrir vefinn gæti talist til „út- varpsstarfsemi“ eins og það hug- tak yrði skýrt með hliðsjón af út- varpslögum. Samkeppnisstofnun hefur ein- nig málefni RÚV til skoðunar. Fékkst það staðfest hjá stofnun- inni að kæra hefði borist vegna starfsemi RÚV á auglýsinga- markaði fyrir ári síðan. RÚV hafði frest til 23. apríl til að skila athugasemdum vegna kærunnar. Samkeppnisstofnun vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að úrskurður lægi ekki fyrir fyrr en með haustinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Markús Örn Antons- son útvarpsstjóra í gær. Þá feng- ust þau svör frá menntamálaráðu- neytingu að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra væri úti á landi og hefði ekki kynnt sér innihald álits um- boðsmanns. sda@frettabladid.is Forsetakosningar: Kerry með 51 prósent BANDARÍKIN, AP John Kerry, forseta- frambjóðandi demókrata, fengi 51 prósent atkvæða en George W. Bush Bandaríkjaforseti 44 prósent ef for- setakosningarnar í Bandaríkjunum færu fram nú samkvæmt skoðana- könnun Los Angeles Times. Þegar Ralph Nader, sem hyggst bjóða sig fram sem óháður, er með í könnuninni minnkar fylgi bæði Kerry (í 48 prósent) og Bush (í 42 prósent). Óvíst er hvort Nader tak- ist að fá nafn sitt skráð á kjör- seðilinn. Takist það ekki þurfa kjós- endur að skrifa nafn hans sjálfir á seðilinn sem er líklegt til að fækka atkvæðum sem hann fær. ■ MÆTT Á KJÖRSTAÐ Innan við fjórðungur Breta kaus í Evrópu- kosningunum fyrir fimm árum. Evrópukosningar: Dregur úr kjörsókn BRUSSEL, AP Bretar og Hollending- ar urðu fyrstir til að greiða at- kvæði um hverjir sitja á þingi Evrópusambandsins næstu fimm árin þegar Evrópukosningar fóru fram í löndunum tveimur í gær. Fram á sunnudag ganga svo íbúar hinna 23 aðildar- ríkja Evrópu- sambandsins að kjörborðinu. Kjörsókn hef- ur farið minnk- andi í hverjum kosningum frá því að þær voru fyrst haldnar árið 1979. Þá greiddu tæplega tveir af hverjum þremur kjósendum í þeim níu ríkjum sem þá voru aðilar að því sem nefndist Evrópubandalagið. Fyrir fimm árum fór kjörsóknin í fyrsta skipti undir 50 prósent. ■ KOSNINGA- ÞÁTTTAKA FRÁ UPPHAFI 1979 63,0% 1984 61,0% 1989 58,5% 1994 56,8% 1999 49,4% ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Þetta var afgangurinn úr flöskunni sem ég notaði síðast þegar átti að stinga mér í fangelsi í sextán ár.“ Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi færði Mark- úsi Erni Antonssyni forláta tómatsósuflösku að gjöf í fyrradag. Athygli vakti að lítið var eftir í flöskunni. SPURNING DAGSINS Ástþór, af hverju var tómatsósuflask- an næstum tóm? Maður á þrítugsaldri: Dæmdur í fangelsi fyrir vopnað rán DÓMSMÁL Tuttugu og fimm ára maður var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær, fyrir vopnað rán og önnur þjófnaðarbrot. Fjórar ákærur á hendur manninum voru sameinað- ar. Maðurinn réðst inn í verslun 10- 11 við Arnarbakka og hótaði starfsmanni með hníf. Hann sagð- ist ætla að stinga starfsmanninn með hnífnum opnaði hann ekki sjóðsvélina og afhenti honum pen- inga. Hann komst á brott með 28 þúsund krónur. Þá var hann einnig ákærður fyrir nokkra þjófnaði úr verslunum og nokkur innbrot í bíla. Maðurinn játaði flestöll brot- in en þau sem hann gekkst ekki við var hann fundinn sekur um. Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki og hefur hlotið fimm refsi- dóma frá árinu 1997, fyrir stór- fellda líkamsárs, hótun, þjófnað, fjársvik, gripdeild, skjalafals og fíkniefnabrot. ■ BANDARÍKIN, AP Mál Miðausturlanda voru í brennidepli á leiðtogafundi átta stærstu iðnríkja heims. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lagði áherslu á að vinna stefnu sinni í Írak og hugmyndum um lýð- ræðisvæðingu Miðausturlanda fylgis en varð lítið ágengt, sérstak- lega í Íraksmálum. Frakkar og Þjóð- verjar neita sem fyrr að senda her- lið til Íraks. Bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kváðust þó reiðubúnir að ræða hlut- verk Atlantshafsbandalagsins í Írak nánar en Bush vill auka hlutverk þess. Tillögur Bush um að ýta undir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum voru samþykktar en þó ekki fyrr en þær voru tengdar tilraunum til að koma á friði milli Ísraela og Palest- ínumanna. Einarður stuðningur Bush við Ísraela var gagnrýndur og efasemdum var lýst um að hægt væri að yfirfæra vestrænt lýðræði á arabalöndin. Einnig hvöttu þjóðaleiðtogarnir til þess að hjálpargögn yrðu send til hrjáðra íbúa Darfur-héraðs í Súdan. ■ Uppköst og niðurgangur: Bráðsmitandi veirusýking HEILBRIGÐISMÁL Greining sýna frá sjúklingum sem veikst höfðu á Húsafelli leiddi í ljós að þeir höfðu smitast af svonefndri Noro- veiru. Veiran er bráðsmitandi og berst milli manna með saurmeng- uðum neysluvörum og vatni, að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu sóttvarnarlæknis og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Einkenni eru kviðverkir, uppköst, niðurgangur og hiti. Fullfrískt fólk nær sér alla jafna á einum til tveimur sólarhringum. Ekki er vitað um upptök sýkingarinnar sem varð í Húsafelli. ■ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Forstöðumaður greiningardeildar Lands- bankans segir hækkun húsnæðisverðs aðalástæðu þess að neysluvöruverðs- vísitalan hækkaði mikið milli mánaða. Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans um aukna verðbólgu: Vísitalan búin að ná hámarki NETSÍÐAN RUV.IS Samkvæmt upplýsingum frá ESA er verið að skoða starfsemi RÚV í ljósi tveggja kæra og einnig út frá nýlegum tilmælum stofnunarinnar um rekstur almenningsútvarps. Rætt um málefni Miðausturlanda á fundi átta stærstu iðnríkja heims: Bush gagnrýndur ÁST OG MÓTMÆLI Stjórnleysingjar efndu til mótmæla meðan á fundinum stóð. Ástin virtist þó ekki verða útundan. Ríkisútvarpið kært til ESA vegna ruv.is Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins hefur borist kæra á hendur Ríkisútvarpinu vegna reksturs ruv.is. Samkeppnisstofnun er einnig að skoða Ríkisútvarpið. ÞRIGGJA BÍLA ÁREKSTUR Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Austursíðu á Akureyri í hádeginu í gær. Engin meiðsl urðu á fólki en nokkurt eignartjón varð. EKIÐ Á SAUÐFÉ Ekið var á fimmtán lömb í umdæmi lögregl- unnar í Búðardal í síðustu viku. Ekið var á þrjú þeirra í fyrradag. Að sögn lögreglunnar hafa aðeins þrír ökumannanna gefið sig fram. Annars hafa lömbin fundist dauð eða limlest út í vegarkanti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.