Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 4

Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 4
4 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR Rúmlega fertugur maður dæmdur fyrir kynferðisbrot: Hæstiréttur mildaði Ökuníðingur á ofsahraða: Eltur á 200 km hraða DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi rúmlega fertugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í október á síðasta ári. Fram kemur í dómi Hæsta- réttar að sakfelling hafi verið takmarkaðri en í héraði vegna ónákvæms orðalags í tilteknum ákæruliðum og vegna ein- dreginnar neitunar mannsins. Hann var sakfelldur fyrir að hafa káfað margoft á stúlkunni. Brotin framdi hann frá árinu 1995 til ársins 2000. Stúlkurnar eru fæddar árið 1987 og 1988. Í dómnum segir að brotin sem hann er sakfelldur fyrir séu alvarleg. Hann hafi með þeim rofið fjölskyldutengsl og brotið gegn trúnaðartrausti stúlkn- anna sem hann hafði uppeldis- og umsjárskyldur við. Þá er hann ekki talinn hafa neinar málsbætur. Maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu en ekki þótti koma til álita að skilorðs- binda dóminn vegna eðlis brot- anna. Þá var hann var einnig dæmdur til að greiða stúlkunum samtals eina milljón króna í bætur. ■ Mikill meirihluti á móti lögunum Um 71 prósent af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðs- ins ætla að greiða atkvæði á móti fjölmiðlalögunum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið verði í byrjun ágúst. KÖNNUN Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjöl- miðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráð- gert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Frétta- blaðið gerði um síðustu helgi. Fjölmiðlalögin voru samþykkt á Alþingi 24. maí en í síðustu viku synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þeim staðfestingar. Lögin eru samt sem áður í gildi og verða í gildi þar til þjóðartkvæðagreiðslan fer fram. Hafni þjóðin þeim í ágúst munu þau falla úr gildi en verði þau samþykkt munu þau gilda áfram. Samkvæmt könnuninni ætla um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu að greiða atkvæði gegn lögunum en 29 prósent með þeim. Alls tóku 73 prósent fólks afstöðu í könnuninni. Af þeim sem ekki tóku afstöðu segjast 23 prósent vera óákveðin eða neita að svara og um fjögur prósent segjast ekki ætla að kjósa. Fleiri konur en karlar segjast ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðla- lögunum en ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Fréttablaðið hefur þrisvar áður spurt fólk um málið. Í lok apríl voru ríflega 77 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg fjölmiðlafrumvarpinu. Eftir þá könnun gerði ríkisstjórnin tvisvar breytingar á frumvarp- inu. Eftir fyrstu breytinguna sýndi skoðanakönnun blaðsins að tæplega 83 prósent væru á móti frumvarpinu. Samkvæmt skoð- anakönnun blaðsins, sem gerð var fáeinum dögum áður en Alþingi samþykkti lögin, var tæplega 81 prósent á móti frum- varpinu. Könnunin var gerð síðastliðna helgi. Hringt var í 800 manns og var skiptingin jöfn milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Ef þjóðaratkvæða- greiðsla um fjölmiðlalögin færi fram nú; myndir þú greiða atkvæði með lögunum eða á móti þeim? trausti@frettabladid.is LÖGREGLA Lögreglan í Kópavogi og Hafnarfirði veitti manni á fimm- tugsaldri eftirför suður eftir Reykjanesbraut í fyrrinótt. Maður- inn sinnti engum stöðvunarmerkj- um og ók á allt að 200 kílómetra hraða. Til að stöðva ferðir mannsins þurfti að aka einum lögreglubílnum utan í bíl mannsins á Strandarheiði. Að sögn lögregluvarðstjóra í Kópavogi varð lögreglan fyrst vör við ferðir mannsins á Reykjanes- braut á móts við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Hann sinnti ekki stöðvunar- merkjum lögreglu og hófst þá eftir- förin. Afturhjólbarði á bíl mannsins sprakk án þess að það hefði áhrif á ofsaaksturinn. Bíll hans var fram- drifinn og virtist hann geta haldið áfram þrátt fyrir sprungið aftur- dekk. Maðurinn lagði marga í hættu með ofsaakstri sínum. Meðal annars tók maðurinn fram úr farþegarútu og þeyttist hlutur úr hjólabúnaði bílsins í framrúðu rútunnar. Skammt frá Strandarheiði tókst að stöðva manninn með því að lög- reglubíl var ekið utan í bifreið hans. Á endanum hafnaði bíll mannsins utan vegar. Að sögn lög- reglu var maðurinn hvorki undir áhrifum áfengis né lyfja en að lok- inni eftirför var hann færður í fangageymslur lögreglunnar í Kópavogi. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær. ■ Réttarhöldum yfir barnaníðingi að ljúka: Neitar ásökunum BELGÍA, AP Belgíski barnaníðingur- inn Marc Dutroux neitaði morð- ákærum er hann kom í síðasta sinn fyrir rétt í gær. Dutroux neitaði því alvarlegustu at- riðunum sem hon- um eru gefin að sök en hann er meðal annars ákærður fyrir barnanauðganir, mannrán og morð. „Ég er ekki morðingi,“ sagði Dutroux, sem gef- ið er að sök að hafa rænt sex stúlkum og vera valdur að dauða fjögurra þeirra. Sagðist Dutroux sjá mikið eftir gerðum sínum og viðurkenndi að bera ábyrgð á láti fjögurra fórnarlamba sinna. Dutroux játaði þó að hafa rænt og misnotað kynferðislega tvær stúlkur sem bjargað var lifandi úr kjallara Dutroux skömmu áður en hann var handtekinn í ágúst 1996. ■ Notar þú tóbak reglulega? Spurning dagsins í dag: Óttastu aukna verðbólgu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 72% 28% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is MINNINGABÓK UM REAGAN Bókin lá frammi í sendiráði Bandaríkjanna á Laufásvegi. Forsætisráðherra og frú verða viðstödd útför Ronalds Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, í dag. Ronald Reagan jarðsettur: Davíð við útförina JARÐAFÖR Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða við útför Ronalds Reagans sem var fertug- asti forseti Bandaríkjanna. Hann verður jarðsettur í Washington í dag. Forsætisráðherra hefur þegar sent frú Reagan samúðarkveðju. Fjölmargir lögðu leið sína í sendiráð Bandaríkjanna og vottuðu Ronald Reagan, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, virðingu sína. Hann lést á laugardaginn 93 ára að aldri. Minningabók lá frammi í sendiráðinu þriðjudag og miðviku- dag og sagði Linda Hartley, menn- ingarmálafulltrúi sendiráðsins, að margir hafi skrifað nafn sitt í bók- ina og þónokkrir hafi skrifað hjart- næm orð og klausur með til minn- ingar um hann. ■ edda.is Allir út að leika Þessi fallega bók geymir skemmtilega söngvaleiki sem börn á öllum aldri hafa um árabil leikið jafnt úti sem inni. Sumir leikirnir hafa gengið kynslóð fram af kynslóð en aðrir eru nýrri. Bókin er ómissandi í skólum, leikskólum og heimahúsum. Andstaðan við fjölmiðlalögin hefur minnkað: Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér meira KÖNNUN Andstaðan við fjölmiðla- lögin hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var um síðustu helgi. Samkvæmt henni segjast um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum í þjóðar- atkvæðagreiðslu en í fyrri könn- unum blaðsins hefur andstaðan við málið mælst á bilinu 77–83 prósent. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist telja að ýmsar ástæður séu fyrir minnkandi andstöðu við lögin. „Eftir að forsetinn synjaði lögunum staðfestingar er um- ræðan orðin öðruvísi en áður – hún er flóknari,“ segir Gunnar Helgi. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka beitt sér meira í mál- inu undanfarið. Forsætisráð- herrann hefur átt nokkuð góða viku og kom til dæmis nokkuð vel út í nýlegu viðtali í Kastljósi og það má gera ráð fyrir því að þetta hafi þjappað sjálfstæðis- mönnum meira saman í málinu.“ Gunnar Helgi segir að eflaust séu til dæmi um fólk sem sé móti lögunum en líka á þeirri skoðun að forsetinn hafi ekki heimild eða eigi ekki að synja lögum staðfestingar, því vilji það ekki greiða atkvæði gegn lögunum. ■ GUNNAR HELGI KRISTINSSON Gunnar Helgi segir að ýmsar ástæður séu fyrir minnkandi andstöðu við fjölmiðla- lögin. Umræðan um málið sé orðin flókn- ari. TILKYNNT UM SYNJUN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar staðfestingar. HVERNIG ÆTLAR FÓLKIÐ AÐ KJÓSA? Mikill meirihluti er andvígur lögunum. Með lögunum 29% Á móti lögunum 71% ■ EVRÓPA TRÚA KÚTSJMA EKKI Úkraínskir stjórnarandstæðingar hafa vísað á bug sem blekkingum staðhæfing- um Leoníds Kútsjma forseta um að hann ætli sér ekki að gefa kost á sér í þriðja sinn í haust. Stjórn- lagadómstóll hefur úrskurðað að honum sé það heimilt þrátt fyrir bann við að forseti gegni embætt- inu lengur en tvö kjörtímabil. EFLA LÍFRÆNA RÆKTUN Bændur í aðildarríkjum Evrópusambandsins mega eiga von á auknum styrkjum til lífrænnar ræktunar. Franz Fischler sem fer með landbúnað- armál í framkvæmdastjórn ESB segir vilja fyrir því að auka styrki til framleiðslunnar og kynna hana betur fyrir neytendum. ■ EVRÓPA GLÆPAMENN GRUNAÐIR Austur-evrópsk- ir glæpamenn eru grunaðir um að hafa skotið tvo spænska lögreglumenn til bana á hraðbraut í norðurhluta landsins á miðvikudag. Í fyrstu var talið að baskneskir aðskilnað- arsinnar hefðu myrt lögreglu- mennina en það þykir nú ólíklegt. DUTROUX Belginn játaði að hafa rænt og misnotað kyn- ferðislega tvær unglingsstúlkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.