Fréttablaðið - 11.06.2004, Síða 10
11. júní 2004 FÖSTUDAGUR
Ákærður fyrir
þrjár líkamsárásir
Stefán Logi Sívarsson hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir þrjár
líkamsárásir á tveimur dögum, þar af eina sérstaklega hættulega.
Stefán var á reynslulausn þegar hann framdi árásirnar.
DÓMSMÁL Stefán Logi Sívarsson
hefur verið ákærður af ríkissak-
sóknara fyrir þrjár líkamsárásir
sem hann framdi á tveimur dög-
um í apríl síðastliðnum. Ein lík-
amsárásin er sögð hafa verið
sérstaklega hættuleg. Hinar
tvær líkamsárásirnar framdi
Stefán Logi í félagi við mann á
þrítugsaldri sem einnig er
ákærður. Ákæran var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Stefán Logi var á ný kominn
úr fangelsi og var á reynslulausn
þegar hann réðst á sextán ára
dreng á heimili sínu. Hann sló
drenginn með krepptum hnefa í
andlit og maga svo drengurinn
féll í gólfið. Síðan sparkaði hann
í kvið drengsins þar sem hann lá
á gólfinu með þeim afleiðingum
að milta drengsins rifnaði.
Drengurinn hlaut við árásina
lífshættuleg innvortis meiðsl.
Rétt rúmum sólarhring síðar
réðst Stefán Logi ásamt félaga
sínum á mann sem lá í sófa. Þeir
slógu manninn mörg högg í höf-
uð og líkama. Þá sveigði Stefán
Logi aftur einn fingur mannsins
og beit hann í eyrað. Maðurinn
sem varð fyrir árásinni hlaut bit-
sár, mar, bólgur og fleiri áverka.
Seinna sama dag slógu þeir og
spörkuðu í stúlku sem var með
þeim í bíl. Stúlkan tognaði á öxl
og hlaut yfirborðsáverka víða
um líkamann. Þá er Stefán Logi
ákærður fyrir umferðarlagabrot
eftir að hafa ekið bíl réttinda-
laus. Bílnum ók hann á kyrr-
stæðan bíl sem kastaðist á annan
bíl. Stefán er sakaður um að hafa
keyrt viðstöðulaust á bílana.
Eftir að Stefán Logi réðst á og
stórslasaði sextán ára drenginn
fór lögreglan í Reykjavík fram á
gæsluvarðhald yfir honum en
dómari taldi ekki málsástæður
til þess og var honum því sleppt
lausum. Rétt um sólarhring síð-
ar framdi hann tvær líkams-
árasir í félagi við annan mann.
Stefán hlaut tveggja ára fang-
elsisdóm fyrir líkamsárás árið
2002, svokallaða Skeljagranda-
árás, auk annarrar líkamsárásar
sem hann framdi sama dag.
Hann ásamt bróður sínum sló
margsinnis fórnarlambið í andlit
og líkama með krepptum hnef-
um og bareflum, stakk hann og
skar með eggvopnum og mis-
þyrmdi honum með öðrum
hætti.
hrs@frettabladid.is
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
Opið
laugardag
10-14.30
Opið
laugardag
10-14.30
GRILL TILBOÐ
HUMAR STÓR OG FLOTTUR
TÚNFISKSTEIKUR 2.350
GRILLPINNAR 1.690
LAXASTEIK, BEINLAUS
1.290
– hefur þú séð DV í dag?
Skeljagrandabróðir ákærður:
Barði konu
og beit af
eyra
VIÐSKIPTI Eimskipafélag Íslands
hefur gert samninga um smíði
tveggja frystiskipa og er kaup-
verð þeirra samtals um tveir
milljarðar króna. Skipin verða
smíðuð í Noregi og afhent haustið
2005 og í júní 2006, en stefnt er að
því að þau verði í vikulegum áætl-
anasiglingum milli Noregs, Bret-
lands og Íslands. Forstöðumaður
kæli- og frystiskipaþjónustu Eim-
skips mun í kjölfarið flytja til
Noregs en viðskiptavinir á Íslandi
geta enn sótt þjónustu sína til
Eimskips á Íslandi. ■
Eimskipafélag Íslands:
Kaupir tvö frystiskip
NÝJU FRYSTISKIPIN
Skipin verða 80 metra löng og 16 metra
breið.
STEFÁN LOGI ÁSAMT BRÓÐUR SÍNUM Í RÉTTARSAL
Myndin var tekin af bræðrunum þegar réttað var yfir þeim vegna stórfelldrar líkamsárásar
sem kölluð var Skeljagrandaárásin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Skaðabótamáli Austurbakka gegn eigendum Nanoq:
Vísað frá fyrir Hæstarétti
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað
frá skaðabótarmáli því er Austur-
bakki hf. höfðaði gegn fyrrverandi
eigendum útivistarverslunarinnar
Nanoq í Kringlunni en áður hafði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt
mennina til greiðslu skaðabóta að
upphæð 9,2 milljónir króna.
Forsendur skaðabótahöfðunar
Austurbakka voru að eigendur
Nanoq, þeir Jóhannes Rúnar Jó-
hannesson og Þorbjörn Stefánsson,
hefðu keypt talsvert af vörum af
Austurbakka rétt áður en gjald-
þrotabeiðni kom fram og þannig
vitað allan tímann að ekki kæmi til
greiðslu viðkomandi vara.
Hæstiréttur mat það svo í dómi
sínum að ekki lægju fyrir næg gögn
í málinu til að unnt væri að meta
hvort eigendunum hefði verið skylt
að krefjast skipta á búi Nanoq fyrr
en raun bar vitni eins og lögmenn
Austurbakka vildu meina. Þótti
óhjákvæmilegt að vísa málinu því
sjálfkrafa frá Hæstarétti. ■
VERSLUNIN NANOQ
Skaðabótakröfu Austurbakka á hendur eigendum þess var vísað frá Hæstarétti.