Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 12
11. júní 2004 FÖSTUDAGUR Hjónaböndum fækkar á landinu Félagsfræðingur segir menntun helstu ástæður þess að fólk sé eldra en áður þegar það giftist. Streita geti þó valdið því að fólk skilji. Þriðjungur fólks sem skildi á síðasta ári hafði aðeins verið gift í sex ár eða skemur. HJÓNABÖND Þriðjungur þeirra sem skildi að lögum árið 2003 höfðu verið í hjónabandi skemur en í sex ár. Tíðni lögskilnaða hefur lít- ið sem ekkert breyst í þrjátíu ár en hjónaböndum fækkar. Guð- björg Linda Rafnsdóttir, félags- færðingur og kennari við Háskóla Íslands, segir hjónaskilnaði ekki alltaf neikvæða. Að geta skilið og tekist á við lífið sé mikið frelsi. Guðbjörg segir ekkert eitt einfalt svar við því af hverju fólk skilur. „Fólk er ekki eins háð því peningalega að búa sam- an eins og fyrir 1970.“ Guðbjörg segir að þá hafi orðið algengara en ekki að konur væru á vinnu- markaði. „Það gerði konum og körlum auðveldara um vik að ákveða að skilja.“ Guðbjörg seg- ir þó neikvætt þegar lífsstíls- streita valdi skilnaði. „Að vinna mikið og eiga mikið af efnahags- legum gæðum, stunda líkams- rækt og gera hluti fyrir sjálfan sig hlýtur að kalla fram streitu. Ég held að stór hluti fólks sé að kikna undan álagi.“ Á vef Hagstofunnar kemur fram að 1.473 pör gengu í hjóna- band í fyrra sem er 173 pörum færra en árinu áður. Guðbjörg veltir því fyrir sér hvort auglýs- ingar og sjónvarpsþættir hafi áhrif á fólk. „Maður heyrir ungt fólk tala um að það hafi ekki efni á að halda þá tegund af veislu sem að þjóðfélagið bendir á að sé venjan í dag.“ Fyrir þrjátíu árum gengu 8,8 á hverja þúsund íbúa landsins í hjónagand en í fyrra aðeins 5,1 hverra þúsunda landsmanna. Guð- björg segir marga hafa bent á það á undanförnum árum að það geti verið óhagstætt fyrir ákveðinn hóp fólks að vera í hjónabandi. „Ef fólk sér að það tapi efnahags- lega á því að vera í hjónabandi þá getur það verið dálítið langsótt að gifta sig.“ Guðbjörg segir einnig að hérlendis hafi það ekki þótt tiltökumál að mæður væru einar með börn. Árið 1973 giftust 378 stúlkur á aldrinum 15–19 ára sig og 87 piltar kvæntust en aðeins ellefu stúlkur á sama aldri í fyrra og þrír piltar. Guðbjörg segir kröfu um menntun mikla. „Menntunar- stig þjóðarinnar, sér í lagi kvenna, hefur hækkað sem gerir það að verkum að fólk fer ekki eins snemma í brauðstrit.“ gag@frettabladid.is ÚTSÖLUSTAÐIR Hárgreiðslust. Passion - Akureyri Stúdíó 1 - Snyrtivöruv. - Kópavogur Lyf og Heilsa - Keflavík Lyf og Heilsa - Dalvík Lyf og Heilsa - Hveragerði Lyf og Heilsa - Mjódd Lyf og Heilsa - Glerártorgi - Akureyri Lyf og Heilsa Apótekarinn - Akureyri HÁRLITUR Í FÁNALITUNUM FYRIR 17 JÚNÍ hárskol - hárvax GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR Margir sækjast eftir efnahagslegum gæðum sem getur valdið lífsstílsstreitu, segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó oft grundvöllur skilnaða. Ungt fólk bíði hugsanlega með giftingu vegna kostnaðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R EU TE R S TÖLVUR OG TÆKNI Í sumarlok er von á íslenskumælandi talgervli í farsíma sem gagnast getur blindum og sjón- skertum. Með hjálp búnaðarins geta blindir og sjónskertir þá nýtt sér til fulls þá kosti sem farsímatæknin hefur í för með sér, svo sem SMS eða MMS smáskilaboð sem síminn les þá upphátt fyrir notandann. Hartmann Kr. Guðmundsson, for- stöðumaður Örtækni, segir að geng- ið hafi verið frá samningi við spæn- ska fyrirtækið Code Factory sl. þriðjudag og að til standi að taka í notkun Mobilespeak-talhugbúnað fyrirtækisins. Að baki Örtækni við samningagerðina standa svo Ör- yrkjabandalag Íslands og Blindra- félagið. „Við höfum skipt við annað fyrirtæki, en hættum við að taka inn íslenskan búnað frá þeim vegna ákveðinna samskiptaörðugleika,“ sagði hann, en bætti við að ensku- mælandi útgáfa þess búnaðar hafi áður verið sett í tvo farsíma, hjá Helga Hjörvar alþingismanni og Arnþóri Helgasyni, framkvæmda- stjóra Öryrkjabandalags Íslands. Mobilespeak-búnaðinn er hægt að nota í flesta farsíma með Symbian- stýrikerfi, en sérstaklega er mælt með Nokia 6600 farsímanum. Ekki skiptir máli við hvaða fjarskipta- fyrirtæki notandinn skiptir. ■ Íslenskumælandi talgervill í farsíma: Gagnast blindum og sjónskertum MEÐ BÚNAÐ FYRIR FATLAÐA Hartmann Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Örtækni, segir að hjá fyrirtækinu sé að finna margvíslegan búnað sem hjálpi fötluðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.