Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 156 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 49 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 16 stk. Húsnæði 32 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 5 stk. Seiðandi sumarilmur BLS. 3 Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 11. júní, 163. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.01 13.27 23.55 Akureyri 1.54 13.12 24.34 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég á mjög fallega íbúð sem mér líður afskaplega vel í. Hún er reyndar frekar lítil en þröngt sitja sáttir,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona sem fjárfesti í lítilli íbúð í miðbænum fyrir sex árum. Þar býr hún með unnusta sínum og barni og unir sér vel. „Við erum búin að gera mikið fyrir þessa íbúð og hún er orðin mjög krúttleg. Við tókum til dæmis eldhúsið allt í gegn og ég hand- málaði flísarnar sjálf í innréttingunni.“ Bryndís er ekki í vanda þegar hún er spurð um uppáhaldshúsgagnið. „Maður- inn minn er uppáhaldshúsgagnið mitt. Hann fellur svo afskaplega vel inn í um- hverfið,“ segir Bryndís og hlær en segir svo að númer tvö á listanum sé sófinn hennar. „Ég á alveg frábæran, eldgamlan sófa sem er cappuccino-brúnn á litinn og úr gervileðri. Mér brá alveg svakalega þegar faðir unnusta míns gaf okkur þetta ferlíki því mér fannst hann svo voðalega ljótur,“ segir Bryndís, en bætir svo við að hún hafi dubbað aðeins upp á sófann og tekið hann í smá andlitslyftingu. „Ég ætl- aði mér fyrst að klæða sófann sem hefði náttúrlega kostað mig morðfjár og því hætti ég snarlega við þá hugmynd. Í stað- inn skellti ég mér í IKEA, keypti tvö teppi og nokkra púða og nú er sófinn voða fínn og mér dettur ekki í hug að losa mig við hann.“ ■ Dittað að gömlum húsgögnum: Tók sófann í andlitslyftingu Bryndís og maðurinn hennar tóku sófann sinn í andlitslyftingu og eru nú mjög ánægð með hann. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TÍSKU M. Benz SLK 200 K model ‘05. Nýr bíll til afhendingar strax. Bið er eftir þess- um bílum í Evrópu. Bíllinn er til sýnis að Skúlagötu 17. Verð með þessum búnaði 6,9 milljónir. Snorrabraut 56 Til leigu 135 fm gott verslunarhúsnæði. Laust strax. Upplýsingar veitir Jón Bjarni í síma 861 5601. Hjólhýsi 1990. Enskt lúxus með öllu. Uppl. í s. 892 0066. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Tónlistarmaðurinn Sean Combs, eða P. Diddy eins og flestir þekkja hann, hlaut á dögunum verðlaun frá ráði bandarískra fata- hönnuða. Hönnuð- irnir kusu Combs besta karlhönnuð á þessu ári fyrir Sean John fatalínuna hans. Combs hefur verið tilnefndur fjórum sinnum áður en þetta er í fyrsta sinn sem hann vinn- ur til verðlaunanna. Hinnni fimmtán ára Ester Keate hefur nú verið skellt í módelbransann og halda fróðir menn í tískubransanum því fram að hún sé næsta Kate Moss. Ester er Lundúnabúi og rak fatahönnuður augun í hana þegar hún tók þátt í mót- mælum gegn stríði í borginni. Nú þegar hefur Ester setið fyrir fyrir tímaritið Vogue en því miður verður tískubransinn að- eins að sitja á hakanum þar sem Ester er upptekin í skólan- um eins og stendur – enda bara fimmtán ára. Noa Fleur ilm- vatn og body lotion eru vörur sem hafa bæst við Cacharel-línuna frá Lancóme. Þetta er sannkallaður blómailmur enda er ilmvatnið í bleikum umbúðum með blóm- um á og opnast umbúðirnar eins og blómkróna. Body lotion umbúðirnar eru líka bleikar og ekki skemmir fyrir að glimmer er í body lotioninu. Noa Fleur tilheyrir sömu ilmfjölskyldu og Noa Topp ilmurinn og er freist- andi og tælandi blómailmur með flauelskenndan tón. Biotherm Biopur Instant Touch Pore Refiner er það nýjasta í Biopur-línunni frá Lancôme. Varan dregur saman opnar svitaholur og gerir yfir- bragð húðarinnar fínna. Hægt er að nota vöruna af og til eða sem tveggja vikna með- ferð. Efninu er dúppað á nef, enni og höku fyrir raka- krem og undir farða.Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is tiska@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.