Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 11. júní 2004 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Fléttubrauð með grilluðu grænmeti Nú til dags er hægt að kaupa allskyns ljúffeng brauð sem fyllt eru og krydduð með hverskonar góðgæti. Við getum gert brauð sem er enn- þá betra. Grillað grænmeti er frábært með brauði. Ef gott salat er haft með þessu brauði verður úr hin ágætasta máltíð. Skerið grænmetið og setjið í skál og marínerið það í um 10 mínút- ur í tvær msk. af ólífuolíu og eina msk. af sojasósu. Grillið grænmetið því næst (hægt að gera í ofni en útigrill er langbest). Ágætt er að þræða grænmetið á grillteina til þess að auðvelda grillunina. Setjið grillað grænmetið til hliðar og útbúið brauðið. Leysið gerið upp í vel volgu vatni, blandið hveiti og salti saman við vatnið í stórri skál. Látið hefast í 20–30 mínútur. Hnoðið deigið í skál- inni og bætið hveiti við þar til deigið er orðið eins og deig á að vera. Takið þá um helminginn af deiginu, fletjið það út og setjið í botninn á stóru hringlaga kökuformi. Skiptið afganginum af deiginu í þrennt og búið til úr því þrjár lengjur sem fléttaðar eru saman og fléttan er svo lögð eftir jaðri brauðsins. Penslið botn og jaðar brauðsins með ólífuolíu. Raðið grænmetinu á botninn og dreifið rifnum osti og muldum geitaosti yfir. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í 20 mínútur. Kostnaður um 600 kr. Kynn ingar verð á vö ldum v ínum í jún í . með gr i l lmatnum Vínið Njót ið góðra v ína með gr i l lmatnum í sumar. Nýr bæk l ingur kominn í V ínbúð i rnar. Spænsk vín eiga almennt vel við grillmat enda Spánverjar mikið fyrir að grilla. Vinsælustu vín Spánar koma frá héraðinu Rioja og eru jafnan úr þrúgunni tempranillo, höfuðþrúgu Spánar. Vínhúsið Lagunilla framleiðir ýmsar tegundir vína og fer flokkun þeirra eftir því hversu lengi þau hafa fengið að þroskast í eikartunnum og verið geymd á flöskum. Lagunilla Reserva er fallega rautt með brúnum blæ og angan af expressokaffi. Vínið er látið vera á stór- um ámum í 12 mánuði til að ná stöðugleika og í eikartunnum í 36 mánuði. Það er mestan part úr tempranillo-þrúgunni en þó blandað aðeins með öðrum staðbundnum þrúgum. Á vel við með grilluðu kjöti þar sem eikin og kryddið vinna með grill- bragðinu og ávöxturinn í víninu kallar kjötbragðið fram. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúðum 1.290 kr. Lagunilla Reserva: Spænskt grillvín Vín með grillmatnum Bach Vino de Mesa er besta kassavínið í Vínbúðum hérlendis að mati Þorra Hringssonar vínrýnis, sem gerði úttekt á kassavínum í nýjasta hefti Gestgjafans. Þorri segir Bach henta vel með rauðu kjöti og með grilluðum mat. Bach Vino de Mesa er frá Penedès-héraðinu á Spáni. Það er blanda af hinni spænsku tempranillo í bland við merlot og cabernet sauvignon. Vínið er fal- lega tært með örlitlum bláma. Ilmurinn er ávaxtaríkur og opinn með smá sætu. Bragðið er frekar sætt og með þægilegum ávexti. Það á ekki síður við með ljósu kjöti en rauðu og eins og hæfir suðrænu víni virkar það vel eitt og sér og með smáréttum. Gott vín í sumarbú- staðinn. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 3.390 kr. Bach: Besta kassavínið Kassavín Woodbridge-vínin frá víngerðarmeistaranum Robert Mondavi eru mýkri en algengt er um vín frá Kaliforníu og prýðileg matar- vín. Woodbridge Cabernet Sauvignon er djúpkryddað með keim af súkkulaði og anís sem gefur víninu lakkrískenndan þokka. Vínið er þroskað í litlum eikartunnum sem gefa víninu mjúkan eikarkeim og langt lifandi eftirbragð. Vínið hentar vel með steikum og vel krydduðum kjúklingi. Yndislegt með súkkulaði og eftirréttum. Sérstaklega gott með ostum. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúðum 1.090 kr. Woodbridge Cabernet Sauvignon: Mjúkt frá Mondavi Vín með grillmatnum Brauðdeigið: 4 bollar hveiti 1 pk. þurrger 11/2 bolli vatn 1 tsk salt [ samtals um 60 kr. ] Fylling t.d.: 1 rauður laukur (skorin í fleyga) 1/2 rauð paprika (skorin í strimla) 1/2 gul paprika 1/2 eggaldin (skorið eftir endilöngu) 4-5 msk. ólífuolía (Má vera krydduð með t.d. hvítlauk eða basil.) 1 msk. sojasósa 100 g rifinn ostur 20 g franskur geitaostur (má sleppa) [ samtals um 500 kr. ]

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.