Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 24
Þó að sólargeislarnir séu vissulega
kærkomin tilbreyting hér á landi geta
þeir jafnframt valdið skemmdum á
húsgögnum, parketti og sjónvarps-
skjám ef ekki er vel að gætt.
Verslunin Sólargluggatjöld hefur til
sölu svokölluð screen-gluggatjöld sem
eru með 95 prósent hitavörn, sem
þýðir að aðeins fimm prósent af geisl-
un sólarinnar nær inn fyrir gluggann, í
raun og veru aðeins sem birta. Þessi
gluggatjöld vernda því húsgögn og
parkett og eru með sérstaka glampa-
vörn sem verndar bæði sjónvarpsskjái
og tölvuskjái.
Hægt er að velja úr annað hvort dökk-
um litum eða ljósum og veita ljósu
efnin betri hitavörn, en hægt er að sjá
meira út um dökku efnin. Þessi
gluggatjöld eru til í svörtu, dökkgráu,
ljósgráu, drapplituðu og hvítu og eru
tvímælalaust vinsælustu gluggatjöldin
í Sólargluggatjöldum um þessar
mundir. Bæði er hægt að fá glugga-
tjöldin sem rúllugardínur og fleka.
Screen-gluggatjöldin eru úr svoköll-
uðu glertrefjaefni sem veitir hitavörn
og að sögn starfsmanna Sólarglugga-
tjalda eru gluggatjöld úr glertrefjaefni
betri en gluggatjöld úr polyester þar
sem þau síðarnefndu veita frekar litla
hitavörn.
Verslunin Sólargluggatjöld er í Skeif-
unni 11 í Reykjavík.
Kartöflupressa er einfalt áhald sem gott er að grípa til við
matreiðsluna því með stöppuðum kartöflum með smá smjöri
má gera hvunndagsmatinn að sannkallaðri sælkeramáltíð.
Þessi fæst hjá Einari Farestveit og er einkar stílfalleg.
- B e t r a v e r ð b e t r i g æ ð i - - B e t r a v e r ð b e t r i g æ ð i -
Iðnbúð 1 · 210 Garðabæ
s: 565-8060 · fax:565-8033
Gardínustangir
Sérsmíði
Gjafavara
Smíðajárn
Sumarið er tíminn til að gifta sig.
Sólin sest aldrei, allir eru glaðir
og léttir í lund.
Júní, júlí og ágúst eru vinsæl-
ustu mánuðir ársins til giftinga
svo nú er mikil blómatíð
framundan fyrir alla þá sem
koma nálægt undirbúningi og
framkvæmd fallegs brúðkaups.
Gifting heimafyrir verður vin-
sælli með hverju árinu. Misjafnt
er hvaða háttur er hafður á, sum-
ir halda athöfnina hátíðlega í
kirkju og bjóða svo heim til veis-
lu eftirá, aðrir fara alla leið, fá
prestinn heim og sverja hjúskap-
areiðinn á pallinum út í garði.
Það er að mörgu að huga þeg-
ar góða veislu gjöra skal og sér-
staklega vill maður vanda sig
þegar heimilið er veislusalurinn.
Sé heimabrúðkaup á döfinni er
viðeigandi að kíkja
við í verslun-
ina Unika í
Fákafeni 9
því hún býður
uppá ótrúlega
marga fallega
heimilisskraut-
muni sem henta
frábærlega sem
skreyting í brúð-
kaupsveislu.
Silkiblóm eru
til í mörgum út-
færslum, í
krönsum, lengj-
um og vöndum
og ekki má gleyma brúðarblóma-
sveignum sem Unika leigir út og
myndi sóma sér vel í hvaða garð-
brúðkaupi sem er.
Úrvalið af borðskrauti, kert-
um og kertastjökum er fjölbreytt,
og þó að brúðkaup sé ekki í nánd
fer þetta skraut vel við hvers
kyns sumarveislur.
Fyrir utan skreytiefni og
gjafavöru býður Unika líka uppá
húsgögn, vefnaðarvörur, ljós og
ýmsan annan heimilisvarning. ■
Guðrún Helgadóttir rithöfundur býr svo vel að eiga
ekki bara eitt sófamálverk heldur tvö:
„Yfir sófanum í stofunni minni hangir afskaplega
falleg mynd frá Hafnarfirði eftir hann Magnús
frænda minn Tómasson. Það eru yfir 40 ár síðan
hann Magnús gaf mér þessa mynd sem er ein af hans
fyrstu myndum og máluð með olíukrít en Magnús
var nýbúinn að haldið sína fyrstu sýningu þegar
hann gaf mér myndina, þá kornungur maður og ef ég
man rétt enn í menntaskóla. Við hliðina á henni er
mynd eftir Sigurborgu Stefánsdóttur, svokölluð
„collage-mynd“ sem ég hef ekki hugmynd um hvað
heitir á íslensku. Þá mynd eignaðist ég á mjög sér-
kennilegan hátt; ég keypti happdrættismiða af nem-
endum Myndlista- og handíðaskólans til að styrkja
þá góðu stofnun og vann myndina. Og ég hafði sér-
staklega gaman af því að það skyldi einmitt vera Sig-
urborg sem hafði gert myndina því hún er mikil vin-
kona sonar míns og tengdadóttur. Þessar myndir eru
mér báðar mjög kærar og miklar eftirlætismyndir
og hafa alltaf verið yfir sófanum, sama hver sófinn
er og í hvaða húsi. Yfir sófanum er heiðurssess í
hverri stofu. Eina mynd í viðbót er svo að finna í
stofu minni sem ég hef miklar mætur á og það er
leirmynd eftir Rúnu og Gest. Þetta er mynd af rauð-
um höndum með rauða fána og þau hjónin sendu mér
hana þegar borgarstjórnin í Reykjavík féll árið 1978
Mér þykir afskaplega vænt um allar þessar
myndir og ég get verið nokkuð viss um að þær eru
ekki falsaðar því þær koma allar beint frá listamönn-
unum sjálfum,“ segir Guðrún að lokum. ■
Heimabrúðkaup:
Góða veislu gjöra skal
Blómaskraut á dúk
590 krónur.
Glös 1.480 krónur, undirdiskar 1.280, kertastjaki 8.600, servíettuhringir 290
krónur, fiðrildi 280, 580 og 1480 krónur.
Skál
3.980 krónur
og jarðarber
150 krónur.
Flotglös 250 krónur og
vatnaliljur 380 krónur.
[ GLUGGATJÖLD MEÐ HITAVÖRN ]
Vernda
húsgögn og
sjónvarpsskjái
Guðrún Helgadóttir með sófamálverkin sín.
Sófamálverkið:
Tvö málverk og leirmynd að auki
Myndin frá því að borgarstjórnin féll 1978.