Fréttablaðið - 11.06.2004, Page 25
Það má ekki... Hér eru endurútgefin hin vinsælu ljóð Sveinbjörns
I. Baldvinssonar með gullfallegum litmyndum eftir Önnu V.
Gunnarsdóttur. Meðal annars má finna í bókinni hið sívinsæla lag
um það sem er bannað og ljóðið um blómavasann. Með bókinni
fylgir geisladiskur með lögunum úr bókinni. Upprunalegt verð er
kr. 2.980. Tilboðsverð á barnabókamarkaði Krakkafjörs er kr. 790,
sem er 73% afsláttur frá upprunalegu verði.
33%afsláttur
25%afsláttur 3.9 2.9
2.999 1.999
„Ég hef gengið með þessa hug-
mynd í maganum í mörg ár,“ seg-
ir Edda Sif Sigurðardóttir, sem er
að láta draum rætast og opnar nú
verslunina Kids.is í Askalind 4 í
Kópavoginum. Eins og nafn
verslunarinnar gefur til kynna þá
er hún líka opnuð á vefnum.
Fyrst í stað verður verslunin ein-
ungis með leikföng en kemur síð-
an til með að bæta við fatnaði.
„Með því að opna vefverslun er
verið að auka þjónustu við fjöl-
skyldufólk þar sem oft er heilmik-
ið mál að fara út að versla með
börnin. Fólki gefst þannig tími til
að skoða og kaupa vörurnar á
þeim tíma og við þær aðstæður
sem þeim hentar. Jafnframt er
vefverslun góður kostur fyrir
landsbyggðarfólk og aðra sem
eiga ekki færi á því að komast í
verslunina sjálfa,“ segir Edda.
Leikföngin sem Kids.is selur
hafa flest ekki verið fáanleg á Ís-
landi áður. Meðal þeirra má nefna
skemmtilega hjólabíla úr stáli
sem eru knúnir af fótafli. Bílarnir
eru gjarnan litlar eftirlíkingar af
fallegum sportbílum, blæjubílum,
slökkviliðsbílum og jafnvel flug-
vélum. „Það er svo skemmtilegt
að allir pabbar sem sjá þessa bíla
heillast alveg af þeim,“ segir Edda
og hlær. Bílana segir hún vera
mjög vandaða og þeir eiga að end-
ast barn fram af barni, en hún
leggur mikla áherslu á að þau leik-
föng sem hún selur séu vönduð og
sígild og dugi lengi.
„Ég hugsa fyrst og fremst um
gæði og endingu við val á þeim
vörum sem ég hef fram að bjóða.
Leikföngin eiga að þola
notkun og leik án þess
að eyðileggjast eða
verða að drasli undir
eins. Einnig er mikil-
vægt að þau séu
skemmtileg, sniðug og
heillandi fyrir börnin,“
segir Edda, sem er sjálf þriggja
barna móðir og hefur góða inn-
sýn í hvað börnin vilja. Verslunin
verður opnuð 1. júlí og samhliða
glæsileg vefverslun áwww.kids.is.
Kynnir er Stefán Sturla Sigurjónsson
sem Trjálfur eða Venni. Hann segir
líka sögur inn á milli. Úti eru grill,
tjöld, hoppukastalar, sniglarnir o.fl.
Edda Sif kynnir og selur sérstaka hjólabíla á sýningunni Krakkafjör. Hér er hún ásamt Lúkasi Breka syni sínum í hjólaflugvél.
Verslunin Kids.is:
Bílar sem heilla alla pabba
LAUGARDAGUR
Kl. 11:00 Húsið opnar.
Kl. 11:30 Opnun sýningarstjóra.
Trjálfur býður gesti vel-
komna.
Kl. 12:00 Íþróttafélagið Björk.
Trjálfur / Venni.
Kl. 13:00 Söngskóli Maríu og Siggu.
Ungir listamenn troða upp
ásamt því að krakkar úti í
sal fá að koma á svið og
spreyta sig.
Kl. 14:15 Sögustund með Stefáni S.
Sigurjónssyni (Trjálf-
ur/Venni).
Kl. 15.00 Íþróttafélagið Björk.
Kl. 15:30 Tónastöðin.
Kl. 16:00 Söngskóli Maríu og Siggu.
Kl. 17:00 Íþróttafélagið Björk.
Kl. 17:45 Trjálfur kveður.
SUNNUDAGUR
Kl. 11:00 Húsið opnar.
Kl. 11:30 Íþróttafélagið Björk.
Kl. 12:00 Tónastöðin.
Kl. 12:50 Söngskóli Maríu og Siggu.
Ungir listamenn troða upp
ásamt því að krakkar úti í
sal fá að koma á svið og
spreyta sig.
Kl. 14:00 Sunnudagaskóli (Trúðar og
fjör).
Kl. 14:45 Íþróttafélagið Björk.
Kl. 15:20 Sögustund með Stefáni S.
Sigurjónssyni (Trjálf-
ur/Venni).
Kl. 16:10 Söngskóli Maríu og Siggu.
Kl. 17:00 Íþróttafélagið Björk.
Kl. 17:45 Trjálfur kveður.
Krakkafjör
í Perlunni
☺