Fréttablaðið - 11.06.2004, Side 26

Fréttablaðið - 11.06.2004, Side 26
2 11. júní 2004 FÖSTUDAGUR Blátt áfram er forvarnar- og fræðsluverkefni sem tekur á kyn- ferðislegu ofbeldi gagnvart börn- um. Með verkefninu er ætlunin að fræða fólk um afleiðingar kyn- ferðislegs ofbeldis gagnvart börn- um og hvernig grípa má inn í ef grunur er um að slíkt atferli sé til staðar. Svava Björnsdóttir, sem stýrir verkefninu, segir að áhersla verði lögð á að upp- fræða alla þá sem vinna með börnum og þar á meðal aðstandendur og kennara barna. Mark- miðið er þan- nig að setja ábyrgðina yfir á þá fullorðnu með því að auðvelda þeim að leita svara við spurning- um sem gætu komið upp eins og til að mynda hvert eigi að leita, hver séu merkin og hvað eigi að gera þegar grunur leikur á kyn- ferðislegri misnotkun barns. Mik- ið af því upplýsinga- og fræðslu- efni sem til er í dag í tengslum við kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er að miklu leyti fyrir börnin og hvernig þau geta geta passað sig sjálf. Hinsvegar tekur hún fram að allt efni sem verkefn- ið Blátt áfram mun gefa út muni einnig nýtast börnum allt niður að níu ára aldri. „Með forvarnavinnu eins og þessari er markmiðið að koma í veg fyrir vandamál á fullorðinsár- um hjá þeim börnum sem verða fyrir þessari ógæfu á barnsaldri. Vandamál eins og þunglyndi, drykkja, eiturlyfjaneysla, vændi, ofbeldi og fleira. Við teljum þetta verkefni vera skref í rétta átt,“ segir Svava. Hún segir meginmark- miðið vera að kenna full- orðnum að verja börnin með þekkingu. Auk þess að opna umræðu um málefnið í samfélaginu á jákvæðan hátt og breyta lög- gjöf hegning- arlaga á Ís- landi. „Á Krakka- fjöri erum við að kynna okk- ur og minna á að ræða þarf þessi mál við börnin áður en þau eru send á sumarnám- skeiðin,“ segir Svava. Á sýningunni verða til sölu hálsbönd fyrir lykla og farsíma og á þau er prentað hjálparnúmer neyðarlínunnar og hjálparsími Rauða krossins svo börnin viti hvert þau geta leitað í neyð. ■ „Hugmyndin með þessari sýningu er að taka saman það sem markaðurinn er með í boði fyrir börn og gera úr því skemmtilega upplifun fyrir alla fjölskylduna,“ segir Baldvin Baldvinsson, sýningarstjóri Krakka- fjörs í Perlunni, sem haldin er nú helgina 12. og 13. júní. Baldvin rekur jafnframt ásamt konu sinni Betri stofuna auglýsingastofu og innflutningsfyrirtækið Propaganda-sýningarkerfi en hjá þeim kviknaði hug- myndin að Krakkafjöri upphaflega. Baldvin segir þessa sýningu frábrugðna þeim sem fólk á að venjast fyrst og fremst vegna þess að aðgangur er ókeypis og auk þess sem margir kynn- ingaraðilar selja vöru sína á staðnum. Hefðin er að fólk borgi sig inn á sýningar sem þessar en ákveðið var að standa þannig að málum að ekki þyrfti að krefjast aðgangseyris. „Þetta er því ekki þannig að fólk komi og borgi inn fyrir alla fjölskylduna og fari svo bara heim með bæklinga í poka. Hér fær fólk að kynnast vörunum, upplifa skemmtun og getur svo keypt vöruna á staðnum en þarf ekki að leita hennar annars staðar,“ segir Baldvin. Í grunninn er þetta hefðbundin kynningarsýning, en með öðrum áherslum. Meðal þess sem verður að finna á sýningunni eru bækur, hljóðfæri, fatnaður, sælgæti og leikföng, auk þess sem starfsemi barna- kirkju, leikjanámskeiða, söngskóla og ungmenna- samtaka er kynnt. Jafnframt mun sýningin ekki að- eins fara fram innandyra heldur verður heilmargt í boði úti við Perluna þar sem sem áherslan er lögð á leik í hoppköstulum, grill og ýmsa útiskemmtun. Vefsíðan krakkafjor.com hefur verið sett upp í tengslum við Krakkafjör þar sem finna má meðal annars dagskrá sýningarinnar. ■ Söngskóli Maríu og Siggu: Sjálfstraust í fyrirrúmi „Við leggjum mikið upp úr að efla og styrkja sjálfstraust hjá nemendum okkar,“ segir María Björk Sverrisdóttir hjá Söngskóla Mar- íu og Siggu, sem hefur starfað í ein 12 ár. Hún segir framkomu og öryggi skipta máli og er þess vegna ekki bara verið að kenna söng og söngtækni í skólanum. „Ég hef séð stórkostlegar breytingar hjá mörgum börn- um. Sum þeirra mæta grátandi í fyrsta tíma en enda svo veturinn syngjandi upp á sviði fyrir framan fullt af fólki eins og ekkert sé. Við viljum gera allt til að styrkja sjálfstraust barnanna því það nýtist þeim vel á öðrum sviðum og hjálpar þeim að tjá sig ófeimin,“ segir María. „Áherslan er á popp- og dægurlagasöng og á námskeiðunum geta nemendur sungið og valið úr yfir 1000 lögum sem skólinn hefur innan handar. Þarna eru öll nýjustu inn- lendu og erlendu lögin ásamt eldri og þekktari lögum. Þannig að allir finna ætíð lög við sitt hæfi. Auk þess sem við höfum hjá okkur þjóðþekkta söngvara,“ segir Mar- ía. Skólinn starfar aðeins á veturna og á hverri önn fær hann til sín þekkta gesta- kennara. Þar má meðal annara nefna Birgittu Haukdal og Jónsa. Á krakkafjöri mun söngskóli Maríu og Siggu verða með kynningu á starfsemi skólans ásamt því að nemendur frá skólanum munu koma og syngja. Einnig geta gestir sýningarinnar sem hafa mikinn áhuga á því að syngja fengið að prófa sig á sviðinu í Perlunni. „Fólki er velkomið að stíga á svið hjá okkur og láta reyna á hæfileika sína,“ segir María. ■ Íþróttamiðstöðin Björk í Hafnar- firði er einna þekktust fyrir fim- leikafélag sitt og státar af stærstu og fullkomnustu fim- leikahöll sem finnst á Norður- löndum. Hins vegar er margt annað í boði í íþróttamiðstöðinni og er þar stór og mikill klifur- veggur. Hallgunnur Skaptason hjá Björk segir vegginn vera stolt miðstöðvarinnar, enda sé hann gríðarlega stór og alveg frábær fyrir alla sem vilja stunda klifur, sama á hvaða aldri og getustigi þeir eru. Hann nýtist bæði börn- um og fullorðnum og þeim sem taka klifuríþróttina alvarlega. Hún segir forsvarsmenn Bjarkar að sjálfsögðu vera einnig mjög stolta af fimleikafólki sínu og þeirri aðstöðu sem því býðst en vill taka fram að hjá Björk sé margt annað í boði en bara fim- leikar. Hallgunnur segir félagið skipt- ast í fjórar deildir sem eru fim- leikar, tae kwon do, íþróttaskóli og klifur. Fimleikadeildin er einna fjölmennust en þar eru um 1.100 iðkendur samanlagt í öllum deild- um á aldrinum þriggja til 40 ára. Í sumar verða íþróttanám- skeið fyrir krakka á aldrinum 6 til 12 ára og verða þau mjög fjöl- breytt. Þau munu samanstanda af fimleikum, gönguferðum, leikj- um og fleiru en einnig verður boðið upp á trampólín og klifur- námskeið. ■ Svava og Sigríður Björnsdætur vilja vekja forráðamenn barna til umhugsunar varðandi kynferðislegt ofbeldi á börnum. Ungmennafélag Íslands: Blátt áfram Krakkafjör í Perlunni: Upplifun og skemmtun fyrir alla fjölskylduna Íþróttamiðstöðin Björk: Ekki bara fimleikar María Björk og Sigga Beinteins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.