Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 43
23FÖSTUDAGUR 11. júní 2004
Hver?
Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá
Snerpu á Ísafirði og stjórnarmaður í Int-
er sem er samtök netþjónustufyrirtækja.
Hvar?
Ég er á Ísafirði í vinnunni.
Hvaðan?
Ég er frá Þingeyri. Þar er ég fæddur og
uppalinn.
Hvað?
Ég hef gagnrýnt Símann. Ég vil meina að
Síminn misnoti markaðsráðandi stöðu
sína.
Hvernig?
Með því að fylgja ekki ákvörðunum
Samkeppnisstofnunar og hann notfærir
sér að Samkeppnisstofnun þarf langan
tíma til málsmeðferðar.
Hvers vegna?
Það skiptir máli fyrir fjarskiptaiðnaðinn
að það verði ekki frekari samþjöppun
en orðin er á markaðnum en stærri aðil-
ar eru að éta upp smærri aðila. Ég tel
hins vegar nauðsynlegt að viðhalda
þessari flóru.
Hvenær?
Ávallt.
PERSÓNAN
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON
Borgarstjóri Reykjavíkur var í sólskinsskapi í góða veðrinu á þriðjudaginn þegar hann mætti
með blóm á Skólavörðustíginn. Tilefnið var að Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gera Skóla-
vörðustíg að blómagötu og því færðu fulltrúar borgarinnar íbúum og fyrirtækjum við þenn-
an lista-, menningar- og ferðamannastíg blóm og mold í potta sem þeir höfðu meðferðis.
■ ÞETTA GERÐIST
1509 Hinrik VIII Englandskonungur
kvænist Katrínu af Aragon.
1798 Napóleon Bónaparte hertekur
Möltu.
1903 Alexander og Draga, konungs-
hjón Belgrad, eru myrt af liðs-
mönnum serbneska hersins.
1930 William Beebe setur met í djúp-
sjávarköfun við strendur
Bermúda.
1963 Dr. Martin Luther King jr. er tek-
inn til fanga fyrir tilraun til að
komast inn á veitingastaði í
Flórida.
1967 Ísrael og Sýrland samþykkja skil-
yrði Sameinuðu þjóðanna fyrir
vopnahléi.
1991 Eldgos hefst í Pinatubo-fjalli á
Filippseyjum.
1993 Risaeðlustórmynd Steven Spiel-
berg, Júragarðurinn, er frumsýnd
í Bandaríkjunum.
1999 Austin Powers: The Spy Who
Shagged Me, með Mike Myers í
aðalhluverki, er frumsýnd í
Bandaríkjunum.
2001 Timothy McVeigh, sem dæmdur
var fyrir sprenginguna í Okla-
homa-borg, er líflátinn í ríkis-
fangelsinu í Terre Haute í
Indiana.