Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 11.06.2004, Qupperneq 46
11. júní 2004 FÖSTUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli STUÐ MILLI STRÍÐA BIRGIR ÖRN STEINARSSON VELTIR ÞVÍ FYRIR SÉR HVORT TÓNLIST HAFI ÁHRIF Á HEGÐUN HANS. ■ Falinn boðskapur í tónlist? Ég er ekki alveg í jafnvægi þessa dagana. Ég varð fyrir því óhappi á dögunum að setja gamlar plötur N.W.A. á fóninn. „Fuck the Police“ ómaði í eyrunum á mér og allt í einu fann ég fyrir sterkum hvötum til þess að kaupa nælonsokkabuxur, saga hlaupið af haglabyssunni minni og ræna næsta KB banka. Auðvitað reyndi ég öll ráð til þess að bæla þessar hvatir niður í mér. Prófaði til dæmis að setja Rammstein og Marilyn Manson á fóninn, en áttaði mig ekki fyrr en ég var kominn hálfa leið upp í Smára- lind með haglarann! Fannst þá kominn tími til þess að róa mig aðeins niður. Setti Sigur- Rós og The Cure á fóninn. Vann þann stóra í Lottó rétt áður en ég lagði á þetta ráð og var því alveg í skýjunum. Þegar tónarnir svifu á mig fylltist hjarta mitt þó þvílíkri sorg. Í dag þakka ég almættinu fyr- ir það að hafa ekki enn verið búinn að kaupa skot í byssuna. Auðvitað var eina ráðið við þessu að stilla bara á FM957 og komast í djammgírinn! Þar var svo mikið sungið um bólfarir og flottheit að leiðin lá beinustu leið í ljósabekk- inn, svo í ræktina að pumpa. Ég rétt náði svo að stoppa mig áður en ég fór með eina 16 ára heim af Felix. Þessu fylgdi auðvitað þvílíkt svartnætti og því var lítið annað að gera en að sökkva sér djúpt í dauðarokkið. Féll fyrir black- metalsveit frá Noregi og áttaði mig ekki á áhrifum þess fyrr en löggan stoppaði mig með bensínbrúsa fyrir framan Hallgrímskirkju sem ég var staðráðinn í að brenna til grunna. Lítið annað að gera núna en að reyna finna sálarró í plötum Richard Clayderman eða slökunar- tónlist Frikka Karls. Ef það virkar ekki, hef ég ákveðið að hætta að hlusta á tónlist og snúa mér alfarið að tölvuleikjum. ■ Vá! Ó, þetta ert... þú. Við hverju bjóstu? Ég var að vonast til að þetta væri selur. Pabbi! Pabbi! Ég kenndi Hanna mannasiði! Í alvöru? Sjáðu! Rooooooop! Afsakið! Taa- Daaa! *Andvarp* Gelt Gelt Hífopp æpti karlinn… ÚPPS! Þetta er víst frændi Lassíar, en því miður hættu þessir þættir fljótlega! Þeir segja að hann hafi leiðst út í harðari efni en hundamat! Heldurðu að það sé góð hugmynd að við byrjum að umgangast hvort annað aftur, eftir að þú ert komin með gæja? Þú þarft kvenkyns fyrir- myndir, Rocky! Getum við alls ekki verið vinir? Þú meinar eins og Jerry Sein- feld og Elaine? Meira kannski eins og Charlie Babbitt og Rainman… Ef þú umgengst bara aðra karla breytistu í svona gaur sem skrifar til Bleikt og Blátt og spyrð af hverju konur séu svona tregar til að fara í rúmið með þér þó þú splæsir á barnum! Þú vilt sem sagt að ég splæsi ekki á þig? Mér sýnist þetta vera vonlaust tilfelli...

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.