Fréttablaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 11. júní 2004
Wayne Rooney gerir auglýsingasamning við Nike:
Þokkalegur í þrívídd
FÓTBOLTI Unglingsstaulinn Wayne
Rooney, leikmaður Everton og
enska landsliðsins, er þegar byrj-
aður að maka krókinn allverulega
þótt ungur og óharðnaður sé.
Þessi átján ára fagri foli, gerði
nýverið samning við íþrótta-
vöruframleiðandann Nike sem
metinn er á fimm milljónir punda
í það minnsta.
Samningurinn er til tíu ára og
virði hans eykst í takt við mögu-
lega velgengni Rooneys.
Hann mun koma fram í auglýs-
ingaherferð á vegum Nike sem
verður í þrívídd og mun hefja
göngu sína í þessari viku.
Wayne Rooney er yngsti
leikmaður sem skorað hefur fyrir
landslið Englendinga en það gerði
hann gegn Makedóníu í hitteð-
fyrra en þá hafði vist hans á Hótel
Jörð talið 17 ár og 317 daga.
Hann bætti við tveimur mörk-
um í markasafn sitt um síðustu
helgi gegn okkur Íslendingum og
Englendingar binda miklar vonir
við að hann geri stóra hluti á EM í
Portúgal.
Rooney hefur verið orðaður við
stórlið Manchester United og
Chelsea en forráðamenn Everton
blása á allar slíkar sögusagnir.
Þeir segja að Rooney muni skrifa
undir nýjan fimm ára samning við
Everton í sumar og fullyrða að
þeir muni ekki selja hann þrátt
fyrir hrikalega skuldastöðu
félagsins. ■
LEIKIR
19.15 Fram og Grótta mætast á
Laugardalsvelli í 32 liða úrslitum
VISA-bikars karla í knattspyrnu.
19.15 Fylkir og ÍH mætast á
Fylkisvelli í 32 liða úrslitum VISA-
bikars karla í knattspyrnu.
19.15 Afturelding og Haukar
mætast á Varmárvelli í 32 liða
úrslitum VISA-bikars karla í
knattspyrnu.
19.15 Reynir S. og Þór Ak. mætast á
Sandgerðisvelli í 32 liða úrslitum
VISA-bikars karla í knattspyrnu.
19.15 Tindastóll og KA mætast á
Sauðárkróksvelli í 32 liða úrslitum
VISA-bikars karla í knattspyrnu.
19.15 Fjölnir og ÍBV mætast á
Fjölnisvelli í 32 liða úrslitum VISA-
bikars karla í knattspyrnu.
19.15 Breiðablik og Njarðvík
mætast á Kópavogsvelli í 32 liða
úrslitum VISA-bikars karla í
knattspyrnu.
19.15 Selfoss og Grindavík mætast
á Selfossvelli í 32 liða úrslitum
VISA-bikars karla í knattspyrnu.
20.00 Þróttur R. og HK/Víkingur
mætast á Valbjarnarvelli í VISA-
bikar kvenna í knattspyrnu.
20.00 ÍA og Stjarnan mætast á
Akranesvelli í VISA-bikar kvenna í
knattspyrnu.
SJÓNVARP
17.10 Olíssport á Sýn.
18.25 Trans World Sport á Sýn.
18.30 Leiðin á EM 2004 (4:4) á
RÚV.
19.20 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
19.50 Motorworld á Sýn.
20.20 NBA-deildin á Sýn. Útsending
frá 3 leik Detroit Pistons og Los
Angeles Lakers í úrslitum NBA-
deildarinnar frá því í nótt.
23.10 Gullmót í frjálsum íþróttum
á RÚV. Sýnt frá móti sem fram fór
í Björgvin í Noregi fyrr um
kvöldið.
Sjónvarpið kynnir EM í Portúgal. Þorsteinn J. verður með nýjan þátt.
Evrópukeppnin er listahátíð
FÓTBOLTI EM í Portúgal hefst á
laugardaginn og af því tilefni
bauð Sjónvarpið til blaðamanna-
fundar í gær þar sem keppnin var
kynnt með formlegum hætti.
Opnunarleikur EM verður á
milli Portúgala og Grikkja og
hefst hann klukkan 16 en Sjón-
varpið mun sýna 26, af þeim 31
leik sem fram munu fara í keppn-
inni, í beinni útsendingu.
Gerður hefur verið samningur
við sjónvarpsstöðina Sýn um að
sýna þá fimm leiki sem Sjónvarp-
ið getur ekki boðið upp á í beinni
útsendingu og verða þeir í opinni
dagskrá. Leikur Sviss og Króatíu
verður á dagskrá Sýnar 13. júní á
sama tíma og formúlukappakstur
er á dagskrá í Sjónvarpinu. Þá
verða síðustu leikir riðlakeppn-
innar 20.–23. júní, þar sem tveir
leikir fara fram samtímis, sýndir
á dagskrá Sjónvarpsins og Sýnar.
Sjónvarpið sýnir Spánn-Portúgal,
Króatía-England, Danmörk-Sví-
þjóð og Þýskaland-Tékkland. Á
dagskrá Sýnar verða hins vegar
eftirtaldir leikir: Rússland-Grikk-
land, Sviss-Frakkland, Ítalía-
Búlgaría og Holland-Lettland.
Athyglisverð nýjung verður
síðan á boðstólum í tengslum við
keppnina en það er þátturinn Að
leikslokum sem verður í umsjón
hins afar fjölhæfa dagskrárgerð-
armanns, Þorsteins J. Vilhjáms-
sonar. Þar fær Þorsteinn sérfræð-
inga í heimsókn að kvöldi alla
keppnisdagana, fer yfir leiki
dagsins, skoðar vafaatriði og spá-
ir í gang keppninnar. Þorsteinn
hefur einnig umsjón með þáttum
við upphaf og lok keppninnar.
Fréttablaðið tók hann tali: „Það
verður reynt að finna forvitnilega
vinkla á þessari listgrein – dag-
skrárgerð er í eðli sínu skemmti-
leg og fótbolti er þannig leikur að
það er gaman að fjalla um hann
frá mörgum sjónarhornum.
Í mínum huga er þessi keppni
jafn mikil listahátíð og sú sem er
nýliðin í Reykjavík – þetta er í
sjálfu sér hin dýra list og svo
getum við haft Bach, John Coltra-
ne og annað leikhúsefni með,“
sagði Þorsteinn og bætti þessu
við: „Við komum til með að nota
grafíkina meira en áður hefur
þekkst og skoðum vafaatriðin,
sem gera leikinn svo skemmtileg-
an, út frá henni og auðvitað marga
aðra þætti líka með skemmtileg-
um og fróðum gestum.
„Þetta verður ekkert minna en
frábær keppni,“ segir Þorsteinn
fullur tilhlökkunar og á von á
Frökkum mjög sterkum: „Ég verð
illa svikinn ef Frakkarnir fara
ekki mjög langt, þeir eru með
besta liðið og það skemmtilegasta
líka. Hins vegar er þetta þannig
keppni að það eru engin slök lið
þarna og allt getur gerst; kannski
munu heimamenn loksins springa
út en við munum án efa sjá marga
harða og skemmtilega bardaga,“
sagði Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
Að lokum er vert að benda á að
með hliðsjón af tölum um áhorf
frá síðustu keppnum má áætla að
nálægt helmingur Íslendinga
muni fylgjast með keppninni að
miklu eða öllu leyti. ■
MILLJÓN PUNDA BROS
Wayne Rooney hefur landað feitum
samningi við Nike.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
8 9 10 11 12 13 14
Föstudagur
JÚNÍ
ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON OG SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON
Sjónvarpið verður með yfirgripsmikla dagskrá frá EM í Portúgal.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA