Fréttablaðið - 24.06.2004, Side 8
8 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
Stuðningur við ríkisstjórnina:
60 prósent á móti
KÖNNUN „Þetta er lítil breyting frá
því sem verið hefur,“ segir Ólafur
Þ. Harðarson stjórnmálafræðing-
ur um skoðanakönnun Frétta-
blaðsins á fylgi ríkisstjórnarinnar
en tæp 40 prósent þeirra sem tóku
afstöðu voru fylgjandi stjórninni.
„Ríkisstjórnin virðist vera
komin yfir erfiðasta hjallann í
fjölmiðlamálinu en mælist með
lítið fylgi,“ bætir Ólafur við.
Könnunin var gerð hinn 22.
júní, úrtakið var 800 manns en
svarhlutfall var 80 prósent. Spurt
var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur)
ríkisstjórninni?
Aðeins fleiri karlar voru
fylgjandi ríkisstjórninni en konur
og stuðningur við hana var meiri í
þéttbýli en í dreifbýli. Niðurstaðan
er svipuð þeirri og mældist í skoð-
anakönnun Fréttablaðsins í byrjun
júní, þar sem rúm 40 prósent voru
fylgjandi ríkisstjórninni en tæp 60
prósent andvíg. Í byrjun maí mæld-
ist stuðningur við stjórnina ekki
nema um 30 prósent. ■
Sjálfstæðisflokkur
yfir Samfylkingu
Sjálfstæðisflokkurinn er á ný orðinn stærsti flokkur landsins samkvæmt
könnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir tvöfalda fylgi sitt á tveim vikum.
KÖNNUN Stjórnarflokkarnir bæta
við sig fylgi samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun Fréttablaðsins. Sam-
kvæmt könnuninni næðu þeir þó
ekki meirihluta á þingi ef kosið yrði
í dag. Þeir fengju samanlagt 29
þingmenn en hafa nú 34.
Þegar niðurstaðan er skoðuð út
frá þeim sem tóku afstöðu í könn-
uninni, en það voru 80% aðspurðra,
kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkur-
inn mælist nú með 35,7 prósenta
fylgi, sem er yfir kjörfylgi hans.
Flokkurinn hefur stöðugt bætt við
sig fylgi síðan í könnun blaðsins 20.
maí þegar hann mældist með 25
prósent. Þá höfðu stjórnarflokkarn-
ir nýlega samþykkt fjölmiðlalögin.
Fylgi Framsóknarflokksins í
könnuninni er 9,5 prósent og hækk-
ar hann lítillega síðan í könnun
blaðsins 5. júní. Fylgi flokksins er
þó enn langt undir því sem hann
fékk í kosningunum í fyrra, en þá
fékk hann 17,7 prósent. Samkvæmt
könnuninni fengi Framsóknar-
flokkurinn sex þingmenn kjörna en
hefur 12 í dag.
Samfylkingin sem hefur mælst
með mjög mikið fylgi í síðustu
þremur könnunum blaðsins tekur
nú dýfu niður. Hann mælist með
32,9 prósent samanborðið við rúm-
lega 41 prósent 20. maí. Flokkurinn
er þó enn aðeins yfir kjörfylgi og
fengi 21 þingmann á þing, eða
einum fleiri en hann hefur nú.
Vinstri grænir eru einnig aðeins
að missa flugið miðað við niður-
stöður síðustu kannana. Þeir
mælast með 15 prósenta fylgi og
fengju samkvæmt því níu þing-
menn kjörna eða fjórum fleiri en
þeir hafa nú.
Frjálslyndi flokkurinn er að
sækja í sig veðrið samkvæmt könn-
uninni. Hann mælist með 6,8 pró-
senta fylgi sem er ríflega tvöfalt
meira en hann fékk í könnun blaðs-
ins 5. júní. Ef kosið yrði í dag fengi
flokkurinn fjóra þingmenn kjörna
sem er jafnmikið og hann hefur.
Hringt var í 800 manns og var
þeim skipt hlutfallslega jafnt eftir
kyni og kjördæmum.
trausti@frettabladid.is
SVONA ERUM VIÐ
NEYSLA ÁFENGIS Á ÍSLANDI
(SELDIR LÍTRAR Á HVERN
ÍBÚA Á ÁRI)
1983: 13,0 lítrar
1993: 31,24 lítrar
2003: 66,5 lítrar
Heimild: Hagstofa Íslands
Viðbrögð við
skoðanakönnun
BOÐSKAPUR FLOKKSINS
AÐ SKILA SÉR
„Ég fagna því að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur endurheimt forystu sína
sem stærsti stjórnmálaflokkur
landsins.“ segir Einar K. Guðfinns-
son, þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins. Einar segir könnunina
vera til marks um það að boðskap-
ur flokksins í fjölmiðlamálinu, sem
mest hefur borið á, sé smám
saman að komast til skila. „Í öðru
lagi er fólk líka að gera sér grein fyr-
ir mikilvægi stjórnarforystu Sjálf-
stæðisflokksins,“ bætir Einar við.
Hann telur það ekki mikil tíðindi að
Framsóknarflokkur mælist undir
kjörfylgi. „Framsókn mælist jafnan
lægri í könnunum en kosningum.“
EINAR K. GUÐFINNSSON
Fagnar að Sjálfstæðisflokkurinn er á
ný stærsti flokkur landsins.
FORMENN STJÓRNARFLOKKANNA
Ríkisstjórnin virðist komin yfir erfiðasta hjallann í fjölmiðlamálinu.
ERTU FYLGJANDI EÐA ANDVÍG(UR)
RÍKISSTJÓRNINNI?
Fylgjandi 39,8%
Andvígir 60,2
Viðbrögð við
skoðanakönnun
STJÓRNIN Á ERFITT
„Við erum sátt við þessa könnun
hvað okkur varðar,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstri
Grænna, en fylgi
þeirra mælist vel
yfir kjörfylgi í könn-
uninni. Steingrímur
segir greinilegt að
stjórnin eigi á bratt-
ann að sækja þó
Sjálfstæðisflokkur-
inn lagi aðeins hjá
sér stöðuna. „Það
þarf að hafa í huga
að sumarið reynist
yfirleitt stjórninni
betra en stjórnarandstöðunni þar
sem störf Alþingis, helsta vettvangs
andstöðunnar, liggja niðri. Við getum
því vel við unað í ljósi þess,“ bætti
Steingrímur við.
ÁHYGGJUEFNI
FYRIR STJÓRNINA
„Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir
ríkisstjórnina hversu nauman meiri-
hluta hún hefur á þingi og stuðning
minnihluta þjóðar-
innar á þessum
þenslutímum, þeg-
ar þörf er á stjórn-
festu og aðhaldi í
r íkisf jármálum,“
segir Helgi Hjörvar,
þingmaður Sam-
fylkingarinnar, um
könnun Frétta-
blaðsins. Hann er
ánægður með nið-
urstöðuna fyrir
Samfylkinguna og stjórnarand-
stöðuna í heild. Hann telur Framsókn
greinilega „gjalda fyrir undirgefni við
Sjálfstæðisflokkinn. Það er gömul
saga og ný að svo fari fyrir samstarfs-
flokkum Sjálfstæðisflokksins.“
SPENNANDI ÓVISSA
Mér finnst áhugaverðast að bæði í
könnunum Fréttablaðsins og Gallups
er hlutfall þeirra sem taka ekki af-
stöðu mjög hátt.
Það gerir skekkju-
mörkin meiri en
ella og pólitíkina
meira spennandi
en ella,“ segir
Magnús Þór Haf-
steinsson, varafor-
maður Frjálslynda
flokksins, sem
mælist rætt undir
kjörfylgi og tvöfald-
ar fylgi sitt milli
kannana. „Ég átti
mjög bágt með að trúa að fylgi okk-
ar hefði dalað jafn mikið og síðasta
könnun gaf til kynna.“ Magnús telur
greinilegt að Framsóknarflokkurinn
líði í könnunum fyrir fylgispekt við
Sjálfstæðisflokkinn.“
EIGUM FYLGI INNI
„Þetta er í samræmi við aðrar kann-
anir undanfarið og í sjálfu sér ekkert
áhyggjuefni,“ segir Siv Friðleifsdóttir,
umhverfisráðherra
og þingmaður
Framsóknarflokks-
ins, en flokkurinn
hefur mælst langt
undir kjörfylgi í
könnunum nýlega.
„Ég held við eigum
mikið fylgi inni
enda höfum við
staðið fyrir góðum
verkum,“ bætti Siv
við. Hún sagðist
ekki eiga neinar
skýringar á hvers vegna Framsókn
mælist svo langt undir kjörfylgi á
meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur í
sitt.
STEINGRÍMUR
J. SIGFÚSSON
HELGI
HJÖRVAR
MAGNÚS ÞÓR
HAFSTEINS-
SON
SIV FRIÐLEIFS-
DÓTTIR
Alþingiskosningar 2003
Sjálfstæðisflokkurinn
(D)
Framsóknarflokkurinn
(B)
Samfylkingin
(S)
Vinstri-grænir
(U)
Frjálslyndi flokkurinn
(F)
10. maí 2004
20. maí 2004
5. júní 2004
22. júní 2004
33,7
%
27,9
% 25
%
34,7
%
35,7
%
17,7
% 14,7
%10,9
% 8,1
%
9,5
%
30,9
%
39,1
%
41,3
% 37
% 32,9
%
8,8
%
13,3
%
17,2
%
16,7
% 15
%
7,4
% 5,1
%
4,6
% 3,2%
6,8
%
ÞRÓUN Á FYLGI FLOKKANNA
Fylgi stjórnmálaflokkanna hefur sveiflast mikið undanfarnar vikur.