Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 10

Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 10
10 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR OLÍA BRENNUR Íraskir öryggisverðir gæta opins olíubruna norður af Bagdad í kjölfar sprengingar í olíu- lind. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni. Fjarðabyggð: Fasteignamat hækkar um tvo milljarða króna FJARÐABYGGÐ Fasteignamat íbúða og íbúðalóða í Fjarðabyggð mun hækka um 25% frá og með 1. sept- ember næstkomandi, um tæpa tvo milljarða króna. Þetta er niður- staða endurmats sem Fasteigna- mat ríkisins hefur gert og byggist á kaupsamningum síðustu missera í sveitarfélaginu. Svokölluð yfirfasteignamats- nefnd hækkaði mat á íbúðarhús- næði og lóðum í Fjarðabyggð um 20% á síðasta ári. Þá töldu bæjar- yfirvöld ekki nóg að gert og fóru því fram á endurmat. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hækkar því fasteignamat íbúða og íbúðalóða í sveitarfélag- inu úr sjö milljörðum og 240 millj- ónum í níu milljarða og sextíu milljónir. Tilkynningar um þetta verða sendar eigendum fasteigna á næst- unni og þeim gefst kostur á að skila inn athugasemdum til loka ágúst. Breytingin tekur hins vegar gildi 1. september næstkomandi. Að óbreyttu þýðir þessi breyting samsvarandi hækkun á fasteigna- gjöldum í sveitarfélaginu. ■ Erlendir starfsmenn í Ísrael: Miskunnarlaust vísað úr landi ÍSRAEL Hundruðum erlendra starfsmanna sem eru á löglegan hátt í Ísrael og hafa alla tilskilda pappíra og leyfi er vísað frá land- inu á hverju ári með upplognum ástæðum starfsmanna útlendinga- eftirlits landsins. Þetta kemur fram í máli Dekel Muskato, sem þangað til nýverið var yfirmaður útlendingaeftirlitsins og hátt- settur lögreglumaður. Hann var látinn taka pokann sinn eftir að hann gagnrýndi þetta í spjalli sem síðan var hljóðvarpað í ísraelsku útvarpi. Hann segir að þetta hafi ítrekað verið stundað og hann hafi orðið vitni að því þegar erlendir verkamenn hafi orðið fyrir bar- smíðum lögregluþjóna í landinu. Margir Kínverjar starfa í landinu og fer þeim fjölgandi sem þangað sækja sér vinnu en heima- menn eru ekki ýkja hrifnir og vísa eins mörgum frá og hægt er án þess að grunsamlegt þyki, að sögn Muskato. Segir hann það venju að starfsmenn utanríkisráðuneytis- ins, sem hefur yfirumsjón með útlendingum, séu plataðir aftur og aftur sýni þeir forvitni. ■ BANDARÍKJAFORSETI Hyggst bæta 1.5 milljarði króna til rann- sókna á lyfjum gegn eyðniveirunni. Bush örlátur fyrir kosningar: Milljarður til eyðni- rannsókna BANDARÍKIN, AP George Bush, for- seti Bandaríkjanna, sem er nú á ferðalagi um land sitt til að afla sér stuðnings við forsetakosning- arnar sem fram fara í haust sagði í ræðu í Pennsylvaníu að til stæði að bæta 1,5 milljarði króna til styrktar rannsóknum á lyfjum gegn eyðniveirunni sem enn bólar ekkert á þrátt fyrir áralangar til- raunir. Er þetta í 29. sinn sem Bush sækir Pennsylvaníu heim í forsetatíð sinni enda er það eitt hans helsta vígi í baráttunni framundan. ■ EKKI TILBÚNIR AÐ HALDA FRJÁLSAR KOSNINGAR Hvíta- Rússland er ekki tilbúið til þess að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar, að mati OECD. Undir- búningur fyrir þingkosningar er í fullum gangi en til þess að kosn- ingarnar verði frjálsar og óháðar þarf andrúmsloftið í stjórnmálum landsins að breytast talsvert, samkvæmt OECD. KOSIÐ UM STJÓRNARSKRÁ Ríkis- stjórn Portúgals hyggst leggja nýja stjórnarskrá Evrópusam- bandsins undir þjóðaratkvæði. Leiðtogar Evrópusambandsins féllust á stjórnarskrána í síðustu viku eftir þriggja ára erfiðar samningaviðræður. Hana verður að leggja fyrir þjóðaratkvæði eða landsþing allra landanna 25 sem eru í sambandinu til þess að öðlast gildi. – hefur þú séð DV í dag? Dalvíkingur eyddi aleigunni í alþjóðlegt bankarán FJARÐABYGGÐ Fasteignamat íbúða og íbúðalóða í Fjarðabyggð hækkar úr sjö milljörðum og 240 milljónum í níu milljarða og sextíu milljónir. ■ EVRÓPA FYRIRHEITNA LANDIÐ Kaup og kjör í Ísrael eru mun hærri en hjá öðrum nágrannaþjóðum og það veldur því að mikil ásókn er í störf þar. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.