Fréttablaðið - 24.06.2004, Síða 19

Fréttablaðið - 24.06.2004, Síða 19
FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 6 4 8 3 Mig vantar eitthvað gott við ofnæmi. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadin sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja lyfinu. Dags. 16.05.00. Ti lb oð in g ild a til 1 .7 . 2 00 4 20% afsláttur Málaferli yfir auðkýfingi: Upptöku frestað MOSKVA, AP Rússneskur réttur hefur frestað upptöku skatt- og fjársvikamálsins gegn rúss- neska auðkýfingnum Mikhaíl Khodorkovsky og samstarfs- manni hans. Málið verður tekið upp að nýju þann 12. júlí. Þá íhugaði annar réttur að hnekkja lögbanni á upptöku eigna Yukos- olíurisans, sem Khodorkovsky veitti forstöðu, upp í milljarða skattareikning. Rætt hefur verið um að mála- ferlin yfir Khodorkovsky séu stjórnmálalegs eðlis og miði að því að refsa honum fyrir stofn- un stjórnarandstöðuflokka og afskipti af stjórnmálum, sem eru stjórnvöldum í landinu ekki að skapi. ■ Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað: Framkvæmdir hefjast í haust AUSTURLAND Bæjarráð Fjarðabyggð- ar hefur samþykkt að sveitarfélagið greiði fimmtán prósent kostnaðar við uppbyggingu hjúkrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað. Búist er við að framkvæmdir hefjist í haust og taki um tvö ár. Gert er ráð fyrir að kostnaður við endurbyggingu gamla hluta sjúkrahússins kosti í kringum 200 milljónir, en verkið verður boðið út á næstu vikum. Bæjarráð Fjarða- byggðar samþykkti enn fremur á fundi í fyrradag að leggja fram allt að tíu milljónir til verksins á þessu ári, þó svo að samningur sveitar- félagsins við heilbrigðisráðuneyti liggi ekki fyrir. ■ Einkageimflaugar: Ferðalög út í geim innan fárra ára BANDARÍKIN, AP Í kjölfar ferðar Geimflaugar eitt (SpaceShipOne) út í geiminn á mánudaginn hafa vaknað spurningar um það hvort flogið verði með ferðamenn þang- að innan fárra ára. Burt Rutan, sem hannaði Geimflaug eitt, hef- ur efasemdir um að það gerist á allra næstu árum. Hann segir að kostnaðurinn við ferðir út í geiminn sé mikill og til þess að þessar ferðir geti borið sig fjárhagslega þurfi geimflaugin að vera stærri en Geimflaug eitt, sem er með sæti fyrir þrjá. Það þurfi að minnsta kosti að vera sæti fyrir sex manns, helst fleiri. Rutan seg- ir að ýmsir tæknilegir hnökrar hafi komið í ljós í ferð Geimflaug- ar eitt. Það gefi augaleið að ef fljúga eigi með farþega út í geim- inn verði tæknilega hliðin að vera á hreinu. Þá segir Rutan að flaugar sem fara eigi með ferðamenn upp í geiminn og niður aftur verði að geta farið hærra en Geimflaug eitt, sem fór rétt út fyrir gufuhvolf jarðar eða í um 90 kílómetra hæð. Öðruvísi muni ferðamenn ekki geta flotið um í þyngdarleysi eins og alvöru geimfarar. Bill Sprague, sem er í forsvari fyrir annan hóp manna sem er að smíða einkageimflaug, telur vel mögulegt að fara með ferðamenn út í geiminn innan fárra ára. Geimflaugin sem hann er að smíða er fyrir sjö manns. Sprague segir að aðaltilgangur þess að hann er að smíða geimfar sé einmitt að geta farið með ferðamenn út í geiminn. Enn sé nokkuð langt í land en þó ekki svo. Áætlað er að geimflaug Sprague og félaga fari í sína jóm- frúarferð í september. ■ SMÁRI GEIRSSON, FORMAÐUR BÆJARRÁÐS Kostnaður við endurbyggingu gamla hluta sjúkrahússins er í kringum 200 milljónir króna. KHODORKOVSKY Mikhaíl Khodorkovsky mætti í réttarsal í gær. Upptöku málsins var hins vegar frestað til að gefa verjendum betri tíma til að fara yfir málið. M YN D /A P KOMIN TIL JARÐAR Geimflaug eitt komin til jarðar í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.