Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 24.06.2004, Qupperneq 23
Ég treysti þjóð minni til að sjá í gegnum einræðishyggjuna sem blas- ir grímulaus við. Virðingar- leysið sem stjórnarherrarnir sýna þjóðinni er með eindæmum og ólíðandi. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Annar júní 2004 mun í minnum hafður fyrir fleira en að forseti þjóðarinnar neitaði í fyrsta skipti að staðfesta lög. Þegar ég horfði á forseta vorn lesa formála neitunar- innar, gerði ég mér ljóst hvílíkt hugrekki þurfti til. Á blaðinu sem hann las, sást að hendur hans titr- uðu. Að vísu var honum gert að velja á milli þings og þjóðar. Hann gat látið hefðina ráða og skrifað undir og þannig róað Davíð og Hall- dór og treyst á gleymsku Frón- verja. Reyndar hefði ég viljað sjá hann neita lögum um Kárahnjúka- virkjun, en hann er greinilega meiri pólitíkus en umhverfissinni, svo sorglegt sem það er. Þegar Ólafur loks færði þjóðinni vald í stóru máli, var stjórnarherrunum nóg boðið. Það var ofar þeirra skiln- ingi að forsetinn færði þjóðinni ákvörðunarvaldið. Þau þrjú ár sem Davíð á eftir af ráðningarsamningi sínum við þjóðina, sýnist hann ákveðinn í að hafa vit fyrir henni. Hann breytir samningnum þvert ofan í óskir þjóðarinnar, skiptir um hlutverk við Halldór og svo vona þeir sameiginlega, að allt mallið verði gleymt fyrir kosningar. Nú hugnast þeim að breyta stjórnar- skránni, afnema málskotsrétt for- setans og taka með því af þjóðinni eitt af því lýðræðislegasta í stjórn- arskránni. Auk þessa vilja þeir að fjölmiðlalögin haldi, verði kosn- ingaþátttakan innan við 75%. Svo gerræðisleg atlaga að lýðræðinu minnir á einræðisríkin. Að hafa áhrif á kosningarnar er auðvelt fyrir stjórnarflokkana og aðra þá er vilja afnema þau völd og öryggi sem þjóðin hefur með málskots- rétti forseta. Auglýsingamátturinn sem tryggði stjórnarflokkunum nauman meirihluta, er enn til stað- ar. Svo er bara að fá hagsmunaaðila og þá sem láta hugsa fyrir sig, til að sitja heima á kosningadag. Til að fullkomna öryggið, gætu þeir látið kjósa 31. júlí eða 1. ágúst. Ég treysti þjóð minni til að sjá í gegnum einræðishyggjuna sem blasir grímulaus við. Virðingar- leysið sem stjórnarherrarnir sýna þjóðinni er með eindæmum og ólíð- andi. Þjóðin getur ekki treyst á mál- skotsrétt í öðrum höndum en for- seta Íslands. Sú hætta er ætíð fyrir hendi að ofstjórnunarfíkn grípi valdhafa og að lagasmíðar þeirra verði á skjön við það sem þeir voru kosnir til. Þá er til lítils fyrir þjóð- ina, ef leppar slíkra stjórnvalda hafa málskotsréttinn. Tal utanríkis- ráðherra um óþarfa kostnað ef þjóðinni leyfist að kjósa, kemur úr hörðustu átt. Allir sjá hvað verið er að gera í utanríkismálum. Niður- skurður um tvö til þrjú hundruð milljónir í heilbrigðiskerfinu, vegna kostnaðar við Afganistan. Tugir Íslendinga, margir vopnaðir, hafa verið sendir þangað til hjálpar, en óvíða er svo margt hjálparfólk drepið sem þar. Nýjasta dæmið þegar þrír læknar án landamæra og starfsmenn þeirra voru myrtir í hjálparleiðangri. Í Kosovó, Bosníu og fleiri stöðum þar sem hjálpar- fólki er hótað og jafnvel drepið, er kostnaður Íslands umtalsverður í óvissu sem engu skilar. ■ 23FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 Gömlum hundum kennt að sitja Reynslan hefur líka sýnt að ekki veitir af að ráðherrar fari á jafnréttisnámskeið og verður gengið eftir því að svo verði, því það er lykillinn að árangri að ráðherra við ríkisstjórnarborðið hafi skilning á mikilvægi jafnréttismála. Sú fræðsla á einnig að ná til stjórnenda Alþingis og alþingismanna. Hér hefur aðeins verið getið örfárra þeirra breytinga sem stjórn- og stjórnarandstaða náði saman um í meðferð málsins fyrir félagsmála- nefnd, en sú niðurstaða er dæmi um hvað góðu verki er hægt að skila, þegar stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar ná saman um meðferð mikilvægra mála á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir á althingi.is/johanna/ Brúðkaup eða stjórnarmyndun Talið barst vitaskuld að því þegar forset- inn ákvað skyndilega, einn morgun í maímánuði, að sækja ekki brúðkaup ríkisarfa Danmerkur sem haldið var í Kaupmannahöfn sama dag. Ólafur Ragnar gaf þá skýringu, að hann hefði ekki getað treyst því að stjórnarandstað- an héldi uppi málþófi. Og þetta tóku spyrjendurnir gott og gilt, kannski af því að þeir vissu ekki betur, kannski af því að þeir urðu svo forviða við svarið. 175. tölublað Vefþjóðviljans á andriki.is Jákvæð þróun drepin niður Allt frá því að fjölbrautaskólarnir tóku að greiða þeim leið til mennta sem ekki höfðu lokið námi í gegnum hefðbundn- ar leiðir menntaskólanna hefur átt sér stað mikil aukning í háskólanám hvers- konar. Þessari jákvæðu þróun síðustu ára mæta menntamálayfirvöld með fjársvelti og fjöldatakmörkunum. Í stað þess að greiða leiðina enn frekar og hefja menntasókn sem leiðir til þess að svipað hlutfall mannaflans fari í nám og er á hinum Norðurlöndunum, reisir ríkisstjórnin tálma til að koma í veg fyrir aukna háskólamenntun með því að svelta skólana til að taka upp fjöldatak- markanir. Og/eða há skólagjöld á grunnnám. Björgvin G. Sigurðsson á bjorgvin.is Það má nú segja Í sumum löndum eru tvísýnar kosningar endurteknar með færri þátttakendum þar til einn stendur eftir með hreinan meirihluta. Íslendingar hafa þó ekki hefð fyrir því og tilhugsunin um að end- urtaka kosningarnar, með aðeins Ólaf og Baldur í framboði, virkar líka nokkuð undarleg. Magnús Þór Torfason á deiglan.com AF NETINU ALBERT JENSEN UMRÆÐAN FORSETAKOSNINGAR ,, Gerræðisleg atlaga að lýðræðinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.