Fréttablaðið - 24.06.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 24.06.2004, Síða 26
Á þessum tíma árs halda margir út úr bænum um helgar. Áður en í ferðalag er haldið er mikilvægt að skipuleggja sig vel og hafa allt tilbúið kvöldið fyrir ferðina. Þá geturðu hoppað beint úr vinnunni og inn í bílinn og keyrt eins langt og augað eygir. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Salou 1. júlí frá kr. 29.995 Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð kr. 29.995 á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Verð kr. 39.990 á mann M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 netfang: outgoing@gjtravel.is heimasíða: www.gjtravel.is GÓÐAR FERÐIR BERLÍN-DRESDEN-PRAG 01.-07.08. Flogið til Berlínar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo haldið til Dresden og gist eina nótt og svo áfram til Prag þar sem gist er 3 nætur. Flogið heim frá Prag. VERÐ: 81.900,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, akstur Berlín-Dresden-Prag, skoðunarferð um Berlín, skoðunarferð um Dresden, skoðunarferð um Prag, skoðunarferð um Terezín með hádegisverði og íslensk fararstjórn. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson AKSTUR OG SIGLING 01.-12.09. Ekið til Seyðisfjarðar og siglt um Færeyjar og Hjaltland til Danmerkur, litast um á Jótlandi, dvalið 5 daga í Tra- vemünde við Eystrasaltsströnd Þýskalands og farnar dagsferðir þaðan, ekið um Mósel- og Rínardali og flogið heim frá Frankfurt. VERÐ: 105.300,- Innifalið í verði er sigling, flug, flugvallarskattar, gisting í tveggjamanna herbergjum (í fjögurra manna klefum í Norrænu) morgunverður á hótelum, 4 kvöldmáltíðir á Hótel Maritim í Travemünde og allur akstur. BEINT FLUG TIL PRAG 25.07.-07.08. VERÐ 18.900 Innifalið í verði er flug og flugvallaskattar. Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stansted-flugvelli – sem þýðir aðeins rúmlega fjög- urra tíma ferðalag fyrir íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins veg- ar langt aftur í tímann, sagan kall- ar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hver annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, en þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur geti einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síð- an þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göt- urnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum að stjaka sér niður ána á þar til gerðum bát- um. Á enda bátsins er sléttur pall- ur þar sem sá sem stjakar stendur – berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur – en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálf- tíma göngufjarlægð frá Cam- bridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bæk- lingi sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge- stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðar- berjum og kampavíni. sigridur@frettabladid.is Cambridge: Ferðast aftur í tímann Passað er upp á stúdenta á prófatíma. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. Áin Cam rennur í gegnum Cambridge. Kings College er ein elsta háskólabyggingin í Cambridge. Gaman er að rölta um göturnar í Cambridge. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.