Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 39

Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 39
ADVOCAAT VIÐURKENNIR MIS- TÖK Dick Advocaat, þjálfari hol- lenska landsliðsins, hefur viðurkennt að það hafi verið mis- tök að skipta kantmanninum Arjen Robben út af eftir klukkutí- ma leik gegn Tékkum á lau- gardaginn en Hollendingar misstu tök á leiknum í kjölfar skiptin- garinnar og töpuðu leiknum, 3–2. „Ég hefði ekki átt að skipta Robben út af en ég er samt sann- færður um að það var rétt hjá mér að skipta kantmanni út af fyrir miðjumann. Ég hefði hins vegar átt að skipta Andy van der Mayde út af í stað Robbens,“ sagði Advocaat. Hann var harkalega gagnrýndur bæði af hollenskum fjölmiðlum og stuðn- ingsmönnum liðsins fyrir þessa skiptingu. FÓTBOLTI Jose Mourinho, hinn nýráðni knattspyrnustjóri hjá Chelsea, kveðst munu taka fagn- andi á móti Steven Gerrard, fyrir- liða Liverpool, taki hann þá ákvörðun um að ganga til liðs við Chelsea. „Ef hann kemur þá myndi ég bjóða hann velkominn með opnum örmum. Ef hann kemur ekki, þá mun ég samt dást að honum með Liverpool“, segir Mourinho, en Steven Gerrard hefur talað opin- berlega um óánægju sína með slakan árangur Liverpool undan- farin ár. Peter Kenyon, stjórnar- formaður Chelsea, hefur einnig sagt að félagið muni bjóða í Gerr- ard ef hann verður fáanlegur. Ef svo færi þyrftu Chelsea að splæsa út fjóra milljarða að lágmarki. „Gerrard er einn af þeim bestu og við myndum verða mjög áhugasamir ef Liverpool ákveða að selja hann. Hann hefur náð vel saman við Frank Lampard með miðju enska landsliðsins og myndi styrkja liðið mikið“, segir Kenyon. ■ FIMMTUDAGUR 24. júní 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Fimmtudagur JÚNÍ Jose Mourinho og Peter Kenyon huga að leikmannamálum Chelsea: Munu taka Gerrard fagnandi KÓNGARNIR Á BRÚNNI Jose Mourinho og Peter Kenyon eru að hefja tiltektina hjá Chelsea og líta hýrum augum til Steven Gerrard SJÓNVARP  12.00 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Þjóðverja og Tékka í D-riðli EM í fótbolta sem fram fór í gærkvöld.  14.00 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Hollendinga og Letta í D-riðli EM í fótbolta sem fram fór í gærkvöld.  16.00 Fótboltakvöld á RÚV. Endursýndur frá því í gærkvöld þar sem farið er yfir sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í fótbolta.  16.25 Spurt að leikslokum á RÚV. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  17.50 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  18.25 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Portúgala og Englendinga í átta liða úrslitum EM í fótbolta.  20.00 Inside the USA PGA Tour 2004 á Sýn. Vikuleguur þáttur þar sem skyggnst er á bak við tjöldin á bandarísku PGA-mótaröðinni í golfi.  20.30 Kraftasport á Sýn. sýnt frá keppninni Sterkasti maður Íslands sem fram fór á dögunum.  21.00 European PGA Tour 2003 á Sýn. Sýnt frá Opna St Omer-mót- inu á evrópsku mótaröðinni í golfi sem fram fór á síðasta ári.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.15 Spurt að leikslokum á RÚV.  23.15 Landsbankadeildin á Sýn. Endurtekinn þáttur um fyrstu sex umferðir Landsbankadeildar karla í fótbolta. Körfuboltalandsliðið: Nýtt gólf vígt í Borgarnesi KÖRFUBOLTI Borgnesingar vígja nýtt og glæsilegt parkettgólf í íþróttahúsinu sínu í kvöld þegar karlalandslið Íslands og Belgíu eigast þar við í vináttulandsleik. Leikurinn hefst klukkan 21 þar sem að KKÍ vildi ekki spila leik- inn á sama tíma og leikur Portú- gals og Englands fer fram í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Það er mikill hugur í Skalla- grímsmönnum sem unnu sér aftur sæti í úrvalsdeild karla síðasta vetur og fyrir þá sem eru vanir gamla gólfinu verða þetta mikil viðbrigði enda breytir parkettið heildarsvip hússins mikið. Eftir að parkett er komið á gólf íþrótta- hússins í Borgarnesi eru fimm úr- valsdeildarfélög enn með dúk á sínum húsum en það eru KR, ÍR, Grindavík, Tindastóll og Fjölnir. Sjötta liðið, Hamar, spila helming leikja sinna á parketti á Selfossi en hinn helminginn á dúk hjá sér í Hveragerði en Hamarsmenn eru nú komnir í samstarf við Selfyss- inga og spila undir merkjum Hamars/Selfoss næstu tímabil. ■ ■ EM Í FÓTBOLTA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.