Fréttablaðið - 24.06.2004, Síða 44
36 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR
MORISSETTE Á FRUMSÝNINGU
Söngkonan Alanis Morissette var glerfín á
frumsýningu söngvamyndarinnar De
Lovely í New York fyrir skömmu. Myndin
er uppfull af lögum eftir tónskáldið Cole
Porter.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Ég var helvíti lengi að tengja mig
við þessa. Sveitin er bresk og það
fyrsta sem hélt mig frá því að ná
tengslum var hversu keimlík öðrum
breskum sveitum hún er. Er sprottin
frá sömu rótum og Starsailor, Snow
Patrol, Coldplay, Travis og Doves.
Og það versta er að hún minnir mig
á þær allar, ekki það að þessar sveit-
ir séu allar slæmar heldur sárvantar
þessa sérstöðu til þess að heilla
strax. Bara enn ein kindin í sauða-
húsið í augum borgarbarnsins.
Bændur þekkja það svo vel að
því meira sem maður er í kringum
kindur, því betur fer maður að
þekkja þær í sundur.
Þannig að við þriðju hlustun fór
þessi frumraun Keane að ná til mín.
Hér eru nokkrar sterkar lagasmíðar,
svo sem „We Might as Well Be
Strangers“, „Everybody’s Chang-
ing“ og lokalagið „Bedshaped“, en
þetta gætu alveg eins verið lög með
Coldplay eða Travis. Meeeeee.
Þetta er samt frekar gallalaus
kind þegar maður skoðar hana
gaumgæfilega. Góður flutningur,
góður söngur, góður hljómur og
ágætar útsetningar. Það er samt
ekkert sem fangar athyglina. Ullin
er bara eins og á hinum kindunum,
augnaráðið jafn tómt og laust við
alla dulspeki. Að sama skapi er hún
gjörsamlega laus við tilgerð og óþar-
fa töffarastæla. Þessi kind er bara
beint úr kúnni? Hmmm, er hægt að
segja svoleiðis?
Æi, ég held að ég sé bara kominn
með leið á kindum. Ég er meira í
pandabjörnunum í augnablikinu og
svo var ég að frétta af mauraætu í
Afríku sem getur labbað á vatni.
Birgir Örn Steinarsson
Meeeeeeeeee
KEANE:
HOPES AND FEARS
■ KVIKMYNDIR
Söngvarinn goðsagnakenndi Bob
Dylan hefur verið gerður að heið-
ursdoktor í tónlist við St. Andrews-
háskólann í Skotlandi. Þetta er að-
eins í annað sinn sem Dylan þiggur
heiðursnafnbót sem þessa. Síðast
var það árið 1970 þegar Princeton-
háskóli í Bandaríkjunum heiðraði
hann.
Dr. Brian Lang, skólastjóri St.
Andrews, segir að Dylan hafi verið
mikilvægur tákngervingur 20. aldar
og textar hans séu enn hluti af vit-
und okkar. „Við erum mjög ánægð
með hafa fengið tækifæri til að
heiðra svona merkan listamann,“
sagði Lang.
Bob Dylan heitir réttu nafni Ro-
bert Allen Zimmerman. Hann fædd-
ist í Minnesota árið 1941 og fékk
fljótt áhuga á tónlist eftir að hafa
hlustað á rokkstjörnur eins og Elvis
Presley, Jerry Lee Lewis og Little
Richard. Í háskóla tók hann upp
listamannsnafnið Bob Dylan eftir
velska ljóðskáldinu Dylan Thomas.
Hann hætti í skólanum 1960 og
ákvað að einbeita sér að tónlistinni.
Eftir það varð hann einn dáðasti
textahöfundur og söngvari heims
auk þess sem hann veitti hippunum
á sjöunda áratugnum mikinn inn-
blástur. Hafði hann mikil áhrif á
hljómsveitir eins og Bítlana og Roll-
ing Stones. Á meðal þekktustu laga
Dylan eru Like a Rolling Stone, Mr.
Tambourine Man, Blowin’ In the
Wind og Knocking on Heaven’s
Door. ■
[ TÖLVULEIKIR ]
VINSÆLUSTU TÖLVULEIKIRNIR
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
SingStar
PS2
H. Potter & Prisoner of Azkaban
ALLAR TÖLVUR
Euro 2004
ALLAR TÖLVUR
Gran Turismo 4: Prologue
PS2
C.-Strike: Condition Zero
PC
Need for Speed Underground
ALLAR TÖLVUR
Tony Hawk’s Underground
ALLAR TÖLVUR
Sims Deluxe Edition
PC
Battlefield Vietnam
PC
Sims Double Deluxe
PC
Transformers Limited Edition
PS2
Ratchet & Clank 2
PS2
Baldurs Gate: Dark Alliance 2
PS2 & XBOX
WarCraft 3: Battlechest
PC
Simpsons Hit & Run
ALLAR TÖLVUR
SINGSTAR
Þessir tveir eru orðnir miklu betri söngvarar
eftir að SingStar-leikurinn kom út á Playsta-
tion 2, enda eru þeir alltaf að syngja í vinn-
unni. Þeir stefna á frama í Idol-keppninni.
TOPP 15 - SÖLUHÆSTU
TÖLVULEIKIR SKÍFUNNAR - VIKA 25
Leikkonan Liv Tyler er ófrísk af
sínu fyrsta barni. Tyler er gift
söngvaranum Royston Langdon
úr hljómsveitinni Spacehog. Eiga
þau von á barninu í vetur.
Tyler, sem er 26 ára, er dóttir
Steven Tyler, söngvara Aero-
smith. Hún vakti heimsathygli
fyrir hlutverk sitt sem álfa-
drottningin Arwen í þríleiknum
um Hringadróttinssögu. Á meðal
fleiri mynda sem hún hefur leik-
ið í eru Jersey Girl og That Thing
You Do. ■
TYLER OG AFFLECK
Liv Tyler ásamt Ben Affleck á frumsýningu myndarinnar Jersey Girl.
Liv Tyler ófrísk
Diaz vill stofna fjölskyldu
Leikkonan Cameron Diaz vill gera
hlé á kvikmyndaferli sínum til að
stofna fjölskyldu með kærasta sín-
um, Justin Timberlake.
„Ég er komin á þann aldur að
þráin eftir barni fer að vaxa,“ sagði
Diaz, sem verður 32 ára í ágúst. „Ég
trúi því núna að maður eigi aðeins
að giftast einu sinni á ævinni og það
eigi að vara alla ævi.“
Diaz er um þessar mundir stödd
í Ástralíu með Timberlake í tón-
leikaferð hans. „Það er ekki hægt
að vera í sambandi án þess að sjást
reglulega. Það verður aldrei neitt
úr víðáttusamböndum.“ ■
■ KVIKMYNDIR
KÆRUSTUPAR
Diaz og Justin á körfuboltaleik með Los
Angeles Lakers. Diaz er farin að hugsa um
barneignir
Sekkjapípuleikarinn Lorne Cousin
nýtur lífsins þessa dagana því
hann er staddur á tónleikaferð
með Madonnu sem stendur yfir í
fimm mánuði.
Cousin, sem er 31 árs, var að
vinna sem lögfræðingur í Edin-
borg þegar Madonna hafði sam-
band við hann og bað hann um að
spila í tónleikaferðinni. Söngkonan
hafði heyrt í honum í brúðkaupi
vinkonu sinnar, Stellu McCartney,
á síðasta ári og ákvað að fá hann
með í túrinn.
Að sögn föður hans, Alastair,
nýtur Cousin hverrar mínútu í tón-
leikaferðinni enda uppi á sviði með
einni vinsælustu söngkonu verald-
ar. „Ég talaði við hann fyrir
nokkrum dögum og hann virtist
hafa mjög gaman af tónleikaferð-
inni. Hann hefur aldrei skemmt
sér eins vel og honum semur vel
við Madonnu,“ sagði hann.
Cousin mun spila með Madonnu
á ferð hennar um Bandaríkin og
Kanada til loka júlí en fer þá í tíu
daga frí. Eftir það mætir hann aft-
ur til leiks og spilar með söngkon-
unni víðs vegar um Evrópu. ■
Nýtur hverrar mínútu
með Madonnu
MADONNA
Réð sekkjapípuleikarann Lorne Cousin til
starfa eftir að hafa séð hann spila í brúð-
kaupi Stellu McCartney.
Dylan heiðursdoktor
í Skotlandi
BOB DYLAN
Bob Dylan flytur eitt af sínum þekktustu
lögum á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum
fyrir tveimur árum.
■ TÓNLIST
■ TÓNLIST
Svo gæti farið að leikarinn Johnny
Depp muni leika rokkarann Ozzy
Osbourne í nýrri mynd um ævi
hans. Að sögn Sharon, eiginkonu
Ozzy, hefur ákvörðun ekki verið
tekin í málinu en Depp er sagður
hafa mikinn áhuga á hlutverkinu.
Sharon hefur einnig gefið í skyn
að Ozzy, sem sló í gegn með hljóm-
sveitinni Black Sabbath, ætli að
setjast í helgan stein eftir nokkur
ár. Johnny Depp er mjög vinsæll
þessa dagana eftir hlutverk sitt í
Pirates of the Caribbean. Á meðal
fleiri mynda hans eru Chocolat, Ed-
ward Scissorhands og Ed Wood. ■
Depp vill leika Ozzy
JOHNNY DEPP
Depp mun hugsanlega fara með aðalhlutverk-
ið í mynd um ævi rokkarans Ozzy Osbourne.
■ KVIKMYNDIR