Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 8
8 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Voru sextán ára og próflausir: Missti sextán ára son sinn í bílslysi UMFERÐARSLYS „Ég hef bæði misst foreldra og bróður en þetta er eitthvað sem ekki er hægt að lýsa. Veröldin hrundi,“ segir Lárus Kjartansson lög- reglumaður sem missti son sinn, Magnús Örlyg, í umferðarslysi skammt frá Nesjavallavirkjun árið 1996. Sonur Lárusar fór með vini sínum og foreldrum hans í sum- arbústað. Þeir vinirnir voru sextán ára, báðir próflausir og fóru út að keyra á bíl foreldra vinarins þegar slysið varð. „Sonur minn var farþegi. Það sem bjargaði ökumanninum var að hann var í bílbelti en sonur minn ekki. Þeir óku eftir sveita- vegi og voru að fara á milli hliða. Strákurinn minn hafði far- ið út til að opna fremra hliðið og nokkrir kílómetrar voru í það næsta. Þessvegna beið hann með að setja beltið aftur á sig. Bílnum hefur verið ekið nokkuð greitt því hann hafði oltið tölu- vert og kastast mikið til,“ segir Lárus. Lárus segir fyrsta mánuðinn eftir slysið hafa verið eins og í móðu og hann muni ósköp lítið eftir þeim tíma. „Maður á aldrei von á að verða fyrir því að missa barnið sitt. Ekki löngu áður vor- um við að tala um dauðann. Ég sagði honum að hann ætti að sjá til þess að lagið Fylgd yrði spil- að yfir mér. Hann sagði að við vissum ekki hver færi á undan. Ég svaraði að auðvitað myndi ég deyja á undan og fannst það eðlilegt en skömmu síðar dó hann, blessaður kúturinn.“ Lárus segir að þó að átta ár séu síðan slysið varð sé alltaf jafn erfitt að tala um þetta. Sorgin og söknuðurinn komi alltaf upp í hugann. ■ UMFERÐARSLYS 228 hafa látist í um- ferðarslysum hér á landi frá árinu 1994, þar af hafa ellefu látist það sem af er þessu ári. Rannsóknir sýna að flest banaslysin verða að sumarlagi við bestu aðstæður. Hraðakstur er helsta orsök banaslysa og kemur vannotkun bílbelta þar á eftir. Vátryggingafélag Ísland stend- ur nú, fjórða sumarið í röð í þjóð- arátaki gegn um- ferðarslysum. Yf- irskrift átaksins er „Það vantar einn í hópinn“ og er athyglinni beint að fjölskyld- um og aðstand- endum þeirra sem láta lífið í umferð- inni. Helmingur þeirra sem látist hafa síðustu tíu ár í umferðarslysum yfir sumar- mánuðina júní, júlí og ágúst er þrjátíu ára og yngri. Alls hafa 73 látist í banaslysum yfir sumar- mánuðina síðustu tíu ár. „Ég hef ekkert val heldur verð að lifa með þessu. Það er svo margt sem gleymist því þetta er mikið meira en að lenda í hjóla- stól,“ segir Ágústa Dröfn Guð- mundsdóttir sem slasaðist í mót- orhjólaslysi í Vestmannaeyjum árið 1979 þegar hún var aðeins sextán ára. Hún var farþegi á hjóli hjá kærastanum sínum. Ágústa hálsbrotnaði og skaddað- ist á mænu og hefur verið lömuð síðan. Þáverandi kærasti hennar slapp alveg án meiðsla en Ágústa segir það hafa verið erfitt fyrir hann að horfa upp á hana. Þá þurfi hann líka að bera þessa byrði í gegnum lífið. Ágústa sem er að mestu skert líkamlega segir margt fylgja því að vera í hjóla- stól. Fólk missir skyn í skrokkn- um og hefur ekki stjórn á hægð- um né þvagláti. Sólveig Svavarsdóttir sem missti föður sinn í bílslysi fyrir 30 árum síðan segir tímann ekki lækna sárið né missinn heldur geri hann einungis bærilegri. Henni finnist enn í dag sárt að faðir hennar geti ekki tekið þátt í lífi dætra hennar og að þær hafi ekki fengið tækifæri til að kynn- ast afa sínum. Í átaki VÍS að þessu sinni er athyglinni beint að aðstandendum og fjölskyldum þeirra sem látið hafa lífið í umferðarslysum. Markmiðið er að hvetja alla lands- menn til að leggjast á eitt í barátt- unni gegn umferðaslysum. Ellefu hafa látist í umferðinni á árinu og má búast við að sú tala tvöfaldist áður en nýtt ár gengur í garð. Síðustu tíu árin hafa að meðaltali 22 dáið í umferðinni á hverju ári. hrs@frettabladid.is ÁGÚSTA DRÖFN OG DÓTTIR HENNAR ÞÓRANNA BRYNJA Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lenti í mót- orhjólaslysi árið 1979 og hefur verið í hjólastól síðan. Hraðakstur er helsta ör- sök banaslysa og vannotkun á bílbeltum þar á eftir. ,,Það er svo margt sem gleym- ist því þetta er mikið meira en að lenda í hjólastól. SVONA ERUM VIÐ HEIMILISÚRGANGUR (TONN Á ÁRI) – hefur þú séð DV í dag? Vilja hirða hús níræðrar konu undir bílastæði Síðustu tíu ár hafa 228 látist í umferðarslysum Vátryggingafélag Ísland stendur nú fjórða sumarið í röð í þjóðarátaki gegn umferðarslysum. Fyrsta helgin í júlí er orðin ein mesta ferðahelgi ársins og margir ungir vegfarendur í umferð- inni, en flest banaslysin verða um helgar að sumarlagi við bestu aðstæður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Krónprins Noregs í fyrsta sinn á Íslandi: Hákon og Mette-Marit á heimleið HEIMSÓKN Hákon krónprins Nor- egs, Mette-Marit kona hans og dóttir þeirra Ingiríður Alex- andra snúa heim í dag eftir að hafa verið í opinberri heimsókn á landinu frá því á sunnudag. Hjónin heimsóttu Íslenska erfðagreiningu í gærmorgun og kynntu sér starfsemina. Þau sóttu síðan Garðabæ heim og tók Ásdís Halla Bragadóttir á móti þeim. Þar var opnuð ker- amiksýning. Loks fóru þau áfallalaust með flugi til Siglu- fjarðar. Þar vígði Hákon hið nýja bátahús á Siglufirði en þau hjónin heimsóttu staðinn í til- efni af 100 ára afmæli síldaræv- intýrsins. Þau voru viðstödd móttöku í Norræna húsinu undir kvöld og enduðu opinbera heimsókn sína á tónleikum samlanda sinna í tríói Ola Kvernberg á skemmti- staðnum Nasa. ■ LÁRUS KJARTANSSON Lárus segir að þó að átta ár séu liðin frá því að slysið varð sé alltaf jafn erfitt að tala um lát sonar síns. Sorgin og söknuðurinn komi alltaf upp í hugann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Heimild: Hagstofa Íslands. Ár 1998 1999 2000 2001 2002 68 71 74 75 76 FRÁ ÍRAK Bandaríkjamenn hafa eytt mun meiru af írösku en bandarísku fé til uppbyggingar landsins. Uppbygging í Írak: Meira eytt af írösku fé WASHINGTON, AP Bandaríkjamenn hafa eytt mun meiru af íröskum fjármunum en bandarískum til uppbyggingar landsins að því er fram kemur í nýrri skýrslu þingsins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að 8,3 milljörðum Bandaríkjadala, rúmlega 600 milljörðum íslenskra króna, af fé Íraka hafi verið eytt. Um þrír milljarðar Bandaríkjadala, rúm- lega 200 milljarðar íslenskra króna, hafi hins vegar komið úr bandarískum sjóðum. ■ FLUTTIR Á SLYSADEILD Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir árekstur á Miklu- braut til móts við Skeifuna um þrjúleytið í gær. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Bílarnir voru báðir fluttir með kranabíl af slysstað. ELDUR Í RUSLAGÁMUM Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var tví- vegis kallað út í gærdag vegna elds í ruslagámum, annars vegar í Seljahverfi í Breiðholti og hins vegar við Skúlagötu. Orsakir brunanna eru ekki kunnar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KONUNGLEG FJÖLSKYLDA OG FORSETAHJÓNIN Hákon krónprins, Mette-Marit og Ingiríður Alexandra eru hér með forse- tahjónunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.