Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 39
30 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR SUMARIÐ TEKIÐ Á BLEIKU Verið er að kynna vor/sumartísku karla fyr- ir árið 2005 í Mílanó, Ítalíu og á þriðjudag- inn sýndi Missoni nýja tísku sína. Mikið hefur farið fyrir bleika litnum í kvenfatat- ískunni í ár, en að ári má búast við að sjá einnig karlmenn skrýdda bleiku. Aguilera opnar útsölu Það ætlaði allt um koll að keyra þeg- ar Christina Aguilera opnaði útsöl- una í Harrods í gær. Mikill troðn- ingur myndaðist þegar hundruðir aðdáenda og kaupglaðra Breta reyndi að berja Christinu augum. Hin 23 ára söngkona fetaði í fótspor Victoriu Beckham og Pierce Brosn- an þegar hún klippti á borðann í versluninni. Christina klæddist hvítum kjól í anda Marilyn Monroe við opnuna og vakti kjóllinn verð- skuldaða athygli. Inn í versluninni stoppaði hún til að máta hálsmen sem metið er á 37 þúsund pund en það er alsett demöntum. Christina gerði sér lítið fyrir og rölti með menið um versl- unina. Mohamed Al Fayed, eigandi verslunarinnar, og Aguilera gengu hönd í hönd um verslunina eftir opnunina og skoðaði Christina for- vitin allar útsöluvörurnar. Söngkon- an bandaríska sem kom til opnunar- innar í opnum hestvagni sagðist þykja vænt um að fá tækifæri til að koma til London en hún var flutt til borgarinnar frá Kaliforníu í einka- flugfél og fékk 200 þúsund pund fyrir vikið. ■ Bowie klemmir taug David Bowie var lagður inn á spít- ala í Þýskalandi eftir að hafa kvart- að undan klemmdri taug í öxlinni. Í kjölfarið þurfti að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram daginn eftir. Söngvarinn kom fram á Hurricane- hátíðinni í Þýskalandi um helgina en var lagður inn á spítala eftir að hann fann fyrir miklum verk í öxl- inni. Honum var haldið yfir nótt á sjúkrahúsinu þar sem hann var skoðaður og undirgekkst meðferð. Bowie þurfti að hætta fyrr en ráð- gert var á tónleikum í síðustu viku vegna verksins en þá tók hann til að byrja með 10 mínútna hlé. Hann ætlaði ekki að gefast upp í það skiptið og sneri aftur á svið og náði að ljúka tveimur lögum í viðbót. Bowie bað þá áhorfendur afsökunar og sleit tónleiknum. Ekki er gert ráð fyrir að meiðslin hafi frekari áhrif á tónleikaferð Bowies um Norður- Ameríku og Evrópu. Ekki fyrir löngu síðan meiddist Bowie eftir að hafa fengið sleiki- brjóstsykur í augað sem kastaðist til hans frá aðdáanda. Þrátt fyrir að myndir hafi sýnt prikið á brjóst- sykrinum í auganu hélt hann tón- l e i k u n u m áfram í það skiptið. ■ Gervilyf fyrir Íslendinga Það er nánast orðinn vikulegur viðburður að stór erlend sveit haldi tónleika hér á landi. Um helgina verður haldin stærsta rokkhátíð Íslandssögunnar í Eg- ilshöll, er Metallica leikur fyrir framan 18 þúsund rokkþyrsta Íslendinga. Strax eftir að rokk- arar hafa jafnað sig á þeim hausverk heldur Placebo, ein at- hyglisverðasta sveit Breta, tón- leika í Laugardalshöll. Brian Molko og sænski risinn Stefan Olsdal kynntust fyrst lítil- lega í skóla í Lúxemborg. Þeir urðu þó ekki félagar fyrr en leiðir þeirra rákust aftur saman í London árið 1994. Tónlistaráhugi þeirra beggja var mestur á til- raunagítarsveitum á borð við Son- ic Youth og lá það því beinast við að stofna hljómsveit. Trommu- leikarinn Robert Schultzberg bættist fljótlega í hópinn. Nafn sveitarinnar er enska orðið yfir „gervilyf“, sykurtöflur sem gefn- ar eru sjúklingum sem læknar telja að eigi frekar við ímynduð mein að stríða en raunveruleg. Töflurnar hafa þá oft þau áhrif að sjúklingurinn fær bata, enda lækningin jafn ímynduð og sjúk- dómurinn sjálfur. Frá því að sveitin fangaði at- hygli fjölmiðla á tónleikahátíð- inni In the City árið 1995 hefur nú vaxið í vinsældum frá ári hverju. Frumraun sveitarinnar kom út árið eftir, en sveitin sló ekki í gegn fyrr en með annarri plötunni Without You I’m Not- hing, tveimur árum síðar. Þriðja platan, Black Market Music, sem kom út árið 2000 voru svo vonbrigði. Hún átti góða spretti en sveitin steig eng- in framfaraskref en sveitin náði að viðhalda vinsældum sínum með sæmilegum smáskífum. Sveitin hefur aftur á móti hrist út slagara af nýjustu plötu sinni, Sleeping With Ghost, og óhætt er að fullyrða að vinsældir þeirra hafa aldrei verið meiri hér á landi. Placebo gaf nýverið út dvd- diskinn, Soulmates Never Die, með Parísartónleikunum frá í fyrra en þar í landi eru vinsæld- ir sveitarinnar gífurlegar. Enn er eitthvað eftir af mið- um á tónleikana þar sem Maus sér um upphitun. Miðar eru seldir í verslunum OgVodafone, Hljóðhúsinu Selfossi og Pennan- um Akureyri. Uppselt er í stúku en eitthvað af miðum er eftir í stæði, miðaverð er 4.500 kr. ■ Lífshlaup í 32 töktum Klukkan 7.40 í gær frumflutti Qu- arashi nýtt lag í morgunþætti FM957. Það heitir Stun Gun og er fyrsta útvarpslagið af væntan- legri breiðskífu þeirra sem kemur út í september. „Þetta er eitt af þremur popp- uðustu lögum plötunnar,“ fullyrð- ir Sölvi Blöndal, höfuðpaur og lagahöfundur. „Þarna mætir gamli Quarashi stíllinn þeim nýja. Egill fer gjörsamlega á kostum í rappinu og segir sterklega frá sínu lífshlaupi undanfarið í 32 töktum. Mér líður eins og ég hafi búið heima hjá honum undanfarin ár, bara af því að hafa unnið þessa plötu. Þetta eru mjög afgerandi textar, svo ekki sé meira sagt.“ Þetta verður fyrsta smáskífan af nýju plötunni. Mess it Up fær þó að fljóta með á plötunni sem aukalag á íslensku útgáfunni. Lag- ið Race City verður ekki með, og fær því hugsanlega aldrei form- lega útgáfu. „Við viljum ekki hafa plötuna of langa. Sumt passar inn, annað ekki. Bítlarnir settu ekki öll smáskífulögin sín á plöturnar; ég ætla að herma eftir þeim. Race City var það fyrsta sem ég og Eg- ill gerðum saman. Við höfum kynnst svo miklu betur og náð meiri samruna texta- og tónlistar- lega séð. Platan verður að standa sem ein heild.“ Quarashi verður ein þeirra sveita sem hitar upp fyrir 50 Cent og harðjaxlanna í G-Unit. „Ég fílaði hann engan veginn til þess að byrja með, en datt inn í þetta smám saman. Hann er með níu kúlugöt á hálsinum, maður verður að gefa honum smá kredit fyrir það,“ segir Sölvi og hlær. ■ Kate Winslet hefur hætt við að leika í nýjustu mynd Woody Allen. Myndin verður sú fyrsta sem Allen gerir í London en ástæðan fyrir brotthvarfi Winslet er sú að hún kýs frekar að eyða tíma með börnum sínum. Nú segja kunnugir að Scarlett Jo- hansson hafi tekið að sér verkið en Scarlett þekkja flestir úr myndinni „Lost in Translation“. Hún slæst því í hóp leikaranna Emily Mortimer og Jonathan Rhys-Meyers en myndin hefur ekki enn fengið nafn. Kate hætti við þátttöku sína eftir að hún sá vinnuáætlunina sem hentaði alls ekki þar sem eiginmaður hennar Sam verður einnig við tökur á þessum tíma. Kate skrifaði afsök- unarbréf til framleiðenda mynd- arinnar en hún dró loforð sitt til baka aðeins tveimur vikum eftir að tilkynnt hafði verið að hún yrði stjarna myndarinnar. Scarlett virðist hins vegar vera óhrædd við að hlaða á sig verkefnum því hún hefur einnig í hyggju að leika í „Mission Impossible 3“, „The Black Dahlia“, „The SpongeBob SquarePants Movie“ og myndinni „A Good Woman“. Þessi nýjasta mynd Woody Allen verður 36. mynd leikstjór- ans og sú fyrsta sem er tekin upp algjörlega fyrir utan New York. ■ ■ KVIKMYNDIR SCARLETT JOHANSSON Hefur tekið að sér hlutverk í nýj- ustu Woody Allen myndinni. Hún mun taka við hlutverki Kate Winslet sem bakkaði út á síðustu stundu. Scarlett Johansson leysir Kate af hólmi PLACEBO Liðsmenn Placebo ætla að doka við á Íslandi í nokkra daga til þess að kynna sér land, næturlíf og þjóð. TÓNLIST PLACEBO ■ Heldur tónleika í Laugardalshöll eftir viku. QUARASHI Aðdáendur Quarashi geta fylgst með gerð nýju plötunnar á quarashi.simblogg.is. „Reglulega setjum við inn nýjar myndir eða myndbrot af okkur í hljóðverinu,“ segir Sölvi. „Núna erum við með svona karaókíkerfi. Fólk getur sungið textana sjálft og sent inn, öðrum til áheyrnar.“ ■ TÓNLIST BOWIE Hann hefur verið heldur óheppinn undan- farið en eftir að hafa fengið sleikjó í augað hefur hann nú klemmt taug í öxlinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.