Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 16
Margt af því sérstaka við stjórn- mál á Ísland má útskýra með því hvað þjóðfélagið er agnarsmátt í samanburði við nær öll samfélög sem við þekkjum nöfnin á. Það er til mynda augljóst að störf ráð- herra á Íslandi eru með nokkuð öðrum hætti en í stærri samfélög- um. Ef ráðherrar væru hlutfalls- lega jafnmargir í Kína og á Ís- landi væru 60 þúsund ráðherrar að störfum í Peking. Menn þurfa heldur ekki að sækja samanburð svo langt til að sjá þetta því að í Berlín væru ríflega 3.500 ráð- herrar við störf ef sama hlutfall væri á milli kjósenda og ráðherra og er á Íslandi og jafnvel í litlu ríki eins og Hollandi væru nær 700 ráðherrar og hátt í fjögur þús- und þingmenn. Nálægð á milli kjósenda og stjórnmálamanna er því öll önnur á Íslandi en víðast hvar annars staðar í heiminum. Það felast ýmsir kostir í smæð- inni en í henni er líka að finna miklar hættur. Ráðherrar á Íslandi sinna auð- vitað margs konar störfum sem embættismenn sinna í stærri ríkj- um. Ráðherrum í stærri löndum er beinlínis bannað að koma ná- lægt mörgu af því sem íslenskir starfsbræður þeirra sýsla við. Það myndi til dæmis flokkast und- ir vítaverða pólitíska spillingu í þroskuðum lýðræðisríkjum ef ráðherra reyndi að skipta sér af ráðningu embættismanna. Á Ís- landi eru menn hins vegar ráðnir í bæði hæstu og lægstu embætti eftir pólitískum skoðunum og per- sónulegum duttlungum ráðherra. Íslenskir ráðherrar sinna líka af- greiðslu alls kyns sértækra er- inda sem í stærri samfélögum þætti beinlíns óeðlilegt að stjórn- málamenn kæmu nálægt. Þeir ráða líka yfir alls kyns sporslum sem haldið er frá stjórnmála- mönnum í stærri ríkjum. Af þessu leiðir ekki aðeins pólitísk spilling eins og viðgengst við val á mönnum til hvers konar starfa fyrir íslenska ríkið, heldur leiðir þetta líka stundum til þving- andi andrúmslofts sem þætti und- arlegt og einstaklega vont í þroskuðum lýðræðisríkjum. Ráð- herrar á Íslandi verða oft að fyr- irferðarmiklum einstaklingum sem óheppilegt getur verið fyrir menn að hafa mikið á móti sér. Við þær aðstæður geta einstak- lingar á fjölmörgum sviðum þjóð- lífsins séð sér nauðsyn í því að þóknast valdamönnum með ein- hverjum hætti. Oft er um lifi- brauðið sjálft að ræða. Eða þá ótta um að svigrúm og möguleikar skerðist með einhverjum hætti. Í stærri og þroskaðri lýðræðissam- félögum er ekkert slíkt að finna. Í Bretlandi þurfa ekki aðrir lands- menn en þingmenn verkamanna- flokksins að hafa áhyggjur af því hvað Tony Blair kann að finnast um þá. Í Þýskalandi hafa ekki einu sinni flokksmenn kanslarans áhyggur af því hvað kanslaranum kann að finnast um þá, og fólki í stjórnsýslu, viðskiptum, fjölmiðl- un eða á öðrum sviðum samfé- lagsins þætti forkastanlegt að það skipti máli hvaða skoðanir ein- hver ráðherra kann að hafa á þeim, verkum þeirra eða skoðun- um. Kostirnir við smæðina eru margir en þeir eru einstaklega illa nýttir á Íslandi. Útlendir áhugamenn um stjórnmál spyrja stundum að því hvort smæð ís- lenska samfélagsins tryggi ekki að lýðræðið okkar sé einstaklega þróttmikið og virkt. Stærð og fjöl- breytileika stórra nútímasamfé- laga er oft nefnd sem ástæða þess hvað erfitt reynist að gera lýð- ræðið innihaldsríkt. Flestum kemur á óvart að heyra að Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur á síðustu áratugum notað þjóðaratkvæðagreiðslu til að skera úr um átakaefni í stjórn- málum. Nær öll Evrópuríki hafa notað þjóðaratkvæðagreiðslu í vaxandi mæli á síðustu áratugum. Rökin gegn þjóðartkvæða- greiðslum eiga þó flest einstak- lega illa við um Ísland. Þeir sem vara við beinu lýðræði segja að nútímasamfélög séu í senn svo stór, flókin og margskipt að rök- ræður, prútt og samningar á milli stjórnmálamanna og hagsmuna- aðila séu heppilegri leiðir til finna skynsamlegar og ábyrgar lausnir en almennar atkvæða- greiðslur um einfalda kosti. Menn vara sérstaklega við því að minnihlutahópum stafi hætta af beinu lýðræði og segja að nútíma- samfélög séu svo sundurleit að of mikil fjarlægð sé á milli þjóðfé- lagshópa til að þeir virði hags- muni hvers annars. Enginn sem þekkir stærri samfélög myndi kannast við þetta sem lýsingu á okkar þjóðfélagi. Önnur rök gegn tíðri notkun á þjóðaratkvæðagreiðslum snúa að rökum fulltrúalýðræðisins. Á Ís- landi hafa þau rök komið fram í sérlega frumstæðu formi sem áhersla á að þingið eigi að ráða af því að á Íslandi sé þingræði, sem virðist raunar dálítið misskilið hugtak. Með sama hætti mætti þá væntanlega segja að lýðurinn ætti að ráða úr því að á Íslandi er lýð- ræði. ■ Þ að var athyglisvert að heyra afstöðu ráðherra gagnvartskýrslu nefndar vísra flokksmanna stjórnarflokkanna umkosti þess að setja einhver höft á komandi þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin. Þótt nefndin teygði sig langt í tillög- um sínum voru þær hófstilltar í samanburði við hugmyndir sem ráðherrarnir höfðu áður varpað fram. Ráðherrar höfðu viðrað hugmyndir um að setja skilyrði fyrir lögmæti kosninganna við 75 prósent kosningaþátttöku. Nefndin telur ekki hægt að setja þetta mark hærra en 50 prósent. Ráðherrarnir höfðu lagt til að 50 prósent kosningabærra manna þyrfti til að fella lögin úr gildi en nefndin telur það algjör efri mörk að miða við 44 prósent – hún leggur til að ef þessi leið verði farin verði mörkin sett á bil- inu 25 til 44 prósent kosningabærra manna. Bæði Geir H. Haar- de og Björn Bjarnason tjáðu sig eftir að skýrsla nefndarinnar var birt og völdu báðir ýtrustu mörk. Ráðherrarnir vilja því teygja sig eins langt í að setja höft á þjóðaratkvæðagreiðsluna og mögulegt er. Þeir velja vafasamari leið – það er að miða við hlutfall kosningabærra manna fremur en kosningaþátttöku – og þeir kjósa ýtrustu mörk haftanna. Það orkar mjög tvímælis að setja þau skilyrði á þessa þjóðar- atkvæðagreiðslu að miða við að tiltekið hlutfall kosningabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að þau falli úr gildi. Með þessu fyrirkomulagi búa kjósendur við ólíkan kost. Það er engin ástæða fyrir þá sem eru fylgjandi lög- unum að mæta á kjörstað. Atkvæði þeirra vegur ekkert þyngra í kjörkassanum en ef þeir sitja heima. Aðeins þeir sem vilja greiða atkvæði gegn lögunum þurfa að mæta á kjörstað. Ef þeir forfallast einhverra hluta vegna skipta þeir um skoðun og verða fylgjandi lögunum frá sjónarhóli kosninganna. Í slíkum kosn- ingum væri ekki verið að bera lögin undir þjóðina heldur væri verið að bjóða þjóðinni að fella lögin úr gildi. Atkvæðagreiðsl- an snerist ekki um efni laganna heldur afgreiðslu Alþingis á lögunum. Þar af leiðandi mætti líta svo á ef lögin væru felld í slíkri atkvæðagreiðslu fælist í því vantraust á Alþingi og eðli- legt væri að boða til nýrra þingkosninga strax. Ef farið væri að óskum ráðherranna um að 44 prósent at- kvæðabærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum gæti sú staða komið upp í kosningum að 66 prósent kjósenda vildu fella lögin en 34 prósent að þau héldu gildi en þar sem kosningaþátttaka hefði verið 66 prósent þá yrðu lögin eftir sem áður áfram í gildi. Væri það ekki hálf undarleg staða fyrir rík- isstjórnina og meirihluta Alþingis – vilja ráðherrarnir í raun og sannleik sitja uppi með slíka niðurstöðu? Eru þessi lög svo góð að þau séu æðri vilja meirihlutans? Það er eðlilegt að ráðherrarnir berjist hart fyrir því að binda vilja sinn í lög, að þeir verjist gagnrýni andstæðinga sinna, telji sig vita betur en flestir þeir sem þeir leita ráða hjá og séu ósammála forseta Íslands – en það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta landsmanna í frjálsum og almennum kosningum. Þótt þetta sé allt hið ágætasta fólk þá verður það að beygja sig undir grundvallarreglur lýðræðsins. ■ 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Það er augljóst af viðbrögðum ráðherra að ríkisstjórn- in vill skerða rétt kjósenda í komandi þjóðaratkvæða- greiðslu eins og framast er unnt. Vilji þjóðarinnar er æðri vilja þingsins ORÐRÉTT FRÁ DEGI TIL DAGS Það er hvorki réttlætanlegt né ráðherrunum í hag að meta vilja sinn æðri vilja meirihluta lands- manna í frjálsum og almennum kosningum. ,, FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Glænýjar lúðusneiðar aðeins 790 kr. kg 25% afsláttur af fiskréttum Tilboðið gildir aðeins í dag ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG BEINT LÝÐRÆÐI JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Á Íslandi eru menn hins vegar ráðnir í bæði hæstu og lægstu emb- ætti eftir pólitískum skoð- unum og persónulegum duttlungum ráðherra. Ís- lenskir ráðherrar sinna líka afgreiðslu alls kyns sértækra erinda sem í stærri samfé- lögum þætti beinlíns óeðli- legt að stjórnmálamenn kæmu nálægt. ,, Þvingandi andrúmsloft Ekki sama hver er Allt útlit er nú fyrir farsælar málalyktir í framhaldsskólamálinu og að börn sem nú voru að útskrifast úr grunnskóla fái inni í framhaldsskólum landsins í haust. Einkennilegar þóttu samt þær deilur sem örlaði á á milli flokkssystkinanna Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra þegar hún lofaði fyrst aukafjárveitingu til að leysa vandann og Einars Odds Kristjánssonar, varafor- manns fjárlaganefndar sem brást hinn versti við og taldi að all- ar upplýsingar hefðu legið fyrir í lok síð- asta árs og ætti því ekki að þurfa að koma til aukafjárveitingar. Vaknar því sú spurning hvort mistök hafi verið gerð og fjöldi nemenda í haust gróflega vanreiknaður, eða hvort vigt Þorgerðar Katrínar, sem sumir hafa talað um sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins, sé bara ekki meiri en svo að hún ráði við að kría út aukafjár- veitingar ein og óstudd. Í frétt Morgun- blaðsins í gær kom svo fram að núna væri Einar Oddur reiðubúinn að styðja til- lögu um aukafjárveitingu, eftir að Geir Haarde fjármálaráðherra hefur lagt bless- un sína yfir málið. Kjörfylgi forsætisráðherra Mikið hefur verið rætt um úrslit forseta- kosninganna og menn ekki á eitt sáttir um hvernig beri að meta stuðning þjóð- arinnar við forsetann. Til eru þeir sem vilj- að hafa gera lítið úr stuðningi við Ólaf Ragnar og gera því skóna að þeir sem ekki mættu á kjörstað hafi með því verið að halda eftir stuðningi við hann. Svo er þó ekki um alla. Til dæmis spurði eldri sjálfstæðiskona í framhaldi af þessum vangaveltum hvers hún og hennar félag- ar ættu þá að gjalda þegar fyrirséð væri að Halldór Ásgrímsson kæmist í valda- mesta embætti landsins í haust, með lágmarksfylgi á bak við sig, allt í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Sagðist hún lítið gefa fyrir vangaveltur um fylgi forsetans þegar þetta væri haft í huga. degitildags@frettabladid.is Réttu upplýsingarnar Í hverju fólst blaðamennska Morgunblaðsins á dögum kalda stríðsins? Hún fólst í því að upp- lýsa almenning á Íslandi um af- leiðingar kúgunar og harðstjórn- ar kommúnismans [...] Þegar forsetinn talar um „gamla kaldastríðsstílinn“ er hann að tala um blaðamennsku sem snerist um að leiða fram réttar upplýsingar. Morgunblaðið 29. júní. Skákin tekin í haust Þátttakan og auðu atkvæðin varpa ekki miklum skugga á traust þjóðarinnar á forsetanum. Þau eru hins vegar ábending um, að andstæðingar fjölmiðla- laganna eiga ekki auðvelt tafl í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust. Þau benda til, að fjöl- mennur minnihluti styðji fjöl- miðlastefnu stjórnvalda. Ríkis- stjórnin á mikið í auðu atkvæð- unum, enda gaf málgagn forsæt- isráðherra út óbeina dagsskipun á forsíðu um gildi auðra at- kvæða. Jónas Kristjánsson DV 29. júní. Sáttur á Selfossi Lánasjóðurinn er stofnun sem skiptir ekki mestu máli hvar er staðsett. Það fór vel um sjóðinn í Reykjavík en það var ekkert nauðsynlegt að hann væri þar. Ég tel að það hafi ekki verið illa ráðið að flytja sjóðinn hingað. Fæstir lánsumsækjendur koma til okkar þannig að í raun skiptir staðsetningin ekki verulega miklu máli. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs Landbúnað- arins. Glugginn, Árborgarblað, júní 2004.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.