Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 37
30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ FÓLK Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill kælibox í bíla • línuskautar hlaupahjól og margt, margt fleira! Glæsilegir vinningar Laugavegi 32 sími 561 0075 Gamla goðið David Bowie hefur aflýst þátttöku sinni í Hró- arskelduhátíðinni í ár. Hann hefur neyðst til þess að aflýsa þremur tónleikum til viðbótar síðustu vik- una vegna klemmdrar taugar í baki. Hann er undir lækniseftirliti og barst hátíðarhöldurum tilkynn- ing í gær um að Bowie yrði ekki nægilega hraustur til þess að geta troðið upp. Hann var eitt stærsta nafnið á hátíðinni í ár. Auk meiðsl- anna ætti hann að vera orðinn þreyttur á tónleikaferðalögum, sem hann hefur verið í síðan í haust. Ekki hefur það bætt skap hans að fá sleikjó í augað á tón- leikum í Noregi. Svo er óhætt að fullyrða að veðurspáin fyrir Hróarskelduhá- tíðina sé ekki sem glæsilegust. Hátíðargestir ættu að taka með sér regngallann. Þeir mega einnig búast við því að það fjúki aðeins í þá. Á fimmtudaginn er spáð rign- ingu. Vindur verður sterkari því lengra sem líður á kvöldið, og er spáð miklu roki um kvöldið. Föstudagurinn ætti að verða tónleikagestum bærilegastur, því þá spá danskir veðurfræðingar þurrum degi og allt að 17 gráðu hita. Þó verður þungskýjað að mestu, og þónokkur vindur. Útlitið versnar svo töluvert á laugardag og sunnudag. Þá er spáð þrumuveðri, með tilheyrandi roki og rigningu. Reyndar er spáin mismunandi eftir veðurstofum í landinu. Allar spá þó rigningu á fimmtudag, laugardag og sunnudag. Mörg ár eru síðan veðurspáin hefur verið svona slæm á þeirri helgi sem há- tíðin er haldin, en sumrið hefur verið óvenju blautt á meginlandi Evrópu fram til þessa. Breska sveitin Muse hefur svo aflýst tvennum tónleikum í þess- ari viku eftir að pabbi trommu- leikarans lést skyndilega á Glastonbury-hátíðinni, þar sem sveitin kom fram. Það verður því að teljast ólíklegt að Muse komi fram á Hróarskelduhátíðinni þó svo að sveitin sé ekki búin að aflýsa þátttöku sinni formlega. ■ Britney Spears hefur sætt gagn- rýni vegna frétta um trúlofun henn- ar og dansarans Kavin Federline. Unnusti Britneyjar var áður kenndur við leikkonuna Shar O. Jackson og gengur hún nú með annað barn þeirra undir belti sem von er á í júlí. Á spjallrásum MTV- sjónvarpstöðvarinnar lýsa aðdá- endur hennar því yfir að hjóna- bandið muni lílegast ekki endast lengur en 55 klukkutíma hjónaband Britneyjar og æskuvinarins, Jason Alexander, í janúar. Einn aðdáandi sagðist hafa líkað vel við söngkon- una þar til hún frétti af trúlofun- inni og enn annar heldur því fram að hún verði ekkert sérstök stjúp- móðir. Eitthvað er um veðmál á netinu um það hvort hjónabandið endist lengur, Britneyjar og Federline eða Jennifer Lopez og Mark Anthony. Meirihluti þátttak- enda er á því að Jennifer muni hafa vinninginn. Útgáfufyrirtæki Britneyjar hefur staðfest fréttina um trúlof- un parsins en enn hefur ekki feng- ist uppgefið dagsetning giftingar- innar en búist er við henni á næst- unni. ■ Aðdáendur fúlir út í Britney BRITNEY Hún trúlofaðist dansaranum Kavin Federline á dögunum. Ekki eru allir á eitt sáttir og spá aðdáendur hennar hjóna- bandinu stuttum líftíma. TÓNLIST HRÓARSKELDU ■ Veðurspáin ömurleg, Bowie mætir ekki og óvíst er hvort Muse spilar. DAVID BOWIE Söngvarinn hefur aflýst þátttöku sinni í Hróarskelduhátíðinni. Hann er með klemmda taug í baki og getur varla hreyft sig. Ekki bætir svo úr skák að danska veðurstofan spáir skítaveðri. Útlitið ekki gott fyrir Hróarskeldu Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.