Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 33
30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Fyrsti þjálfarinn farinn í Landsbankadeildinni: Geolgau gafst upp FÓTBOLTI Rúmeninn Ion Geolgau fór fram á það í gær að vera leyst- ur undan störfum sem þjálfari Fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Það var bón sem stjórn rekstrarfélags meistara- flokks Fram var ekki í miklum vandræðum með að samþykkja. „Hann sá fram á það að hann kæmist ekki lengra með liðið og óskaði eftir því að fá að hætta. Við vorum sammála því og þar með var ekkert mál að ganga frá mál- unum og það var gert í mesta bróðerni,“ sagði Brynjar Jóhann- esson, framkvæmdastjóri rekstr- arfélags meistaraflokks Fram. Geolgau byrjaði vel með liðið í sumar. Þeir unnu góðan sigur á Víkingum í fyrstu umferð og léku vel. Nældu svo í stig í Eyjum í næsta leik en eftir það hafa þeir ekki fengið eitt einasta stig. „Það er ekki hægt að neita því að þetta hefur ekki verið boðlegt. Þetta er búið að vera alveg skelfi- legt,“ sagði Brynjar. „Það er hlut- verk þjálfarans að kveikja í leik- mönnum og fá þá til að spila eins og hann vill en það hefur honum ekki tekist. Það er samt ekki hægt að skella allri skuldinni á þjálfar- ann því leikmenn verða einnig að líta í eigin barm. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirra framlagi sem hefur ekki verið mikið.“ ■ Shaq setur húsið sitt á sölu Miðherji LA Lakers í NBA-deildinni, Shaquille O´Neal, sýnir í verki að honum er alvara með að vilja komast burt frá liðinu. Glæsihúsið hans kostar litlar 542 milljónir íslenskra króna. KÖRFUBOLTI Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Shaquille O’Neal gaf það út að hann vildi fara frá LA Lakers í NBA-deildinni í körfu- bolta en hann bað þá um að vera skipt til annars liðs. Í fyrstu tóku fjölmiðlamenn ytra þessari yfirlýsingu mátulega alvarlega en nú bendir flest til að stóra manninum sé fullkomlega alvara og þessi yfirlýsing hafi ekki verið dæmigert svar frá tapsárum manni að sætta sig við óvænt tap inn á körfuboltavellin- um. Allt til alls Nýjustu vísbendingarnar um að þessum frábæra miðherja sé al- vara er að hann er nú búinn að setja húsið sitt í Beverly Hills á sölu og getur hver sem vill keypt það fyrir litlar 7,5 milljónir doll- ara eða um 542 milljónir íslenskra króna. Shaq hefur búið í þessari glæsivillu síðan 1997 en hún hafði verið byggð fjórum árum fyrr. Inn í því er kvikmyndahús, tölvu- leikjasalur, upptökuhljóðver, lyfta, líkamsræktarstöð og að sjálfsögðu frábært útsýni yfir LA eða allt til alls fyrir stórstjörnu á borð við O’Neal enda er húsið upp á 12.500 fermetra. Það gæti kannski pirrað nýjan kaupanda að tennisvellinum hefur verið breytt í bílastæði fyrir nokkra af fjölmörgum sportbílum Shaq sem og að O’Neal hefur mál- að Súperman-merkið á nokkra staði í húsinu en Shaq var líkt við þessa ofurhetju á árum áður. Þetta sýnir og sannar að Shaq vill burtu frá Los Angeles þar sem hann hef- ur leikið síðustu átta ár og unnið þrjá meistaratitla með liðinu. Lakers-menn hafa fengið fjölda til- boða í O’Neal enda eru mörg NBA- lið spennt fyrir því að bæta þess- um 216 cm og 154 kg miðherja inn í sitt lið. Framkvæmdastjórinn hjá Lakers, Mitch Kupchak, lifir víst enn í voninni með að Shaq snúist hugur en eftir því sem dagarnir líða verða minni og minni líkur á því. Umboðsmenn O’Neal hafa þegar sest niður með Kupchak og lagt fram lista með kröfum Shaq en þar sem launaumslagið hans er víst í sama stærðarflokki og hann sjálfur er ekkert auðvelt fyrir hin liðin í deildinni að taka undir sitt launaþak.. „Ég var ekkert að grínast á dögunum,“ sagði Shaq við blaða- menn þegar þeir náðu í skottið á honum á fundi félags leikmanna í NBA-deildinni en þar hefur Shaq tekið að sér forustuhlutverk. Hann varð varaforseti í vor og þykir líklegur sem framtíðarfor- maður félagsins en núverandi samningur við leikmenn rennur út eftir næsta tímabil og þykja ýmis vera teikn á lofti með að annað verkfall gæti skollið á deildina í kjölfar þess. Það er samt ljóst á öllu að þessi 32 ára leikmaður er ekki lengur sá yfirburðamaður sem hann var en engu að síður ætti hann að geta breytt mörgu hjá því liði sem verður svo heppið að hreppa hann. Shaq sjálfur hefur ekki gef- ið neitt úr um hvert hann vilji fara bara að hann vill burt úr Hollywood. ■ Grindvíkingar styrkja sig: Alfreð og Mileta mættir FÓTBOLTI Grindvíkingar hafa í hygg- ju að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en liðið hefur verið nokkuð sveiflukennt í sumar. Serbinn Momir Mileta, sem lék með ÍBV sumarið 2000, verður til reynslu hjá Grindvíkingum á næst- unni. Kappinn þótti standa sig mjög vel með ÍBV og skoraði hann 3 mörk í 17 leikjum, en hefur und- anfarið leikið í Austurríki. Þá hafa Grindvíkingar endur- heimt Alfreð Elías Jóhannsson en hann var í láni hjá 1. deildarliði Njarðvíkinga sem hefur komið skemmtilega á óvart. ■ Portúgalinn Deco er eftir- sóttur leikmaður: Vill fara til Barcelona FÓTBOLTI Portúgalinn Deco hefur gefið sterklega í skyn að hann vilji færa sig um set til nágranna- landsins Spánar. Eftir frábæra frammistöðu í vetur með Portó þar sem liðið hampaði bæði meistaradeildartitl- inum og þeim portúgalska er Deco afar eftirsóttur leikmaður. Frammistaða hans á EM hefur síðan ekki dregið úr áhuga stór- liða á að fá hann til liðs við sig. Bæði Chelsea og Bayern München vilja ólm þiggja þjón- ustu Decos en nú hefur hann látið í veðri vaka að hann vilji helst af öllu ganga til liðs við Barcelona: Mikilvægur leikur „Framtíð mín ræðst eftir EM og það væri ábyrgðar- og virðing- arleysi af mér gagnvart félögum mínum í landsliðinu að ræða of mikið um mín mál á þessari stun- du þegar svo mikilvægur leikur er framundan,“ en Portúgalar mæta einmitt Hollendingum í undanúrslitum EM í kvöld. Hins vegar bætti Deco þessu við: „Það eru mörg stórlið áhuga- söm en forráðamenn Portó hafa auðvitað mikið um málið að segja. Á hinn bóginn vilja allir spila fyr- ir Barcelona, þó er ekkert ákveð- ið,“ sagði Deco. ■ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins um leið og ég vakna“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins á innan við mínútu“ 24 SHAQ SEGIR BLESS VIÐ VILLUNA SÍNA Shaquille O’Neal hefur sett glæsihús sitt til sjö ára á sölu fyrir litlar 542 milljónir íslenskra króna. Hér er hann ásamt „besta“ vininum Kobe Bryant. SKÝR ÁBENDING Deco vill ganga til liðs við Barcelona. Sést hér með milljón dollara bros á vör. BÚINN AÐ PAKKA SAMAN Rúmeninn Ion Geolgau, til vinstri, er hætt- ur með Framliðið. Hann spáir hér í spilin ásamt aðstoðarmanni sínum, Jörundi Áka Sveinssyni, sem kemur til greina sem næsti þjálfari liðsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.