Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 12
Ískýrslu starfshóps ríkisstjórn-arinnar um þjóðaratkvæða- greiðslu kemur fram að reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur er að finna í stjórnarskrám meirihluta Evrópuþjóða. Reglurnar eru breytilegar frá einu landi til ann- ars en nefna skýrsluhöfundar sér- staklega fjögur atriði þar að lút- andi: Í fyrsta lagi er því misjafnt farið hvort niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslna um tiltekin mál- efni séu lagalega bindandi eða ekki. Í annan stað getur ýmist ver- ið um að ræða skyldu til að vísa máli til þjóðaratkvæðis eða ein- ungis valkvæða heimild. Í þriðja lagi getur verið breytilegt hverjir það eru sem hafa heimild til að vísa máli til þjóðaratkvæðis. Í fjórða og síðasta lagi getur verið breytilegt hvort sett séu skilyrði um tiltekna lágmarksþátttöku eða atkvæðavægi fyrir því að úrslit kosninga séu bindandi. Danmörk Kveðið er á um þjóðaratkvæða- greiðslur í stjórnarskrá. Ef frum- varp til laga hefur verið sam- þykkt af danska þjóðþinginu geti þriðjungur þingmanna krafist þess innan tiltekins frests að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið. Ákveðin lög eru und- anþegin þessari heimild, svo sem fjárlög og ýmis lög um skatta. Til að hafna frumvarpinu þarf meirihluti, þó aldrei færri en 30% kosningabærra manna, að hafa greitt atkvæði gegn frumvarpinu. Breytingar á stjórnarskránni sem samþykktar hafa verið af danska þjóðþinginu skulu bornar undir þjóðaratkvæði. Krafist er samþykkis meirihluta kjósenda, þó aldrei færri en 40% kosninga- bærra manna, að öðrum kosti nær hún ekki fram að ganga. Ef lagafrumvarp felur í sér valdframsal til fjölþjóðlegra stofnana á grundvelli alþjóða- samnings þarf frumvarpið að hljóta samþykki 5/6 hluta þing- manna. Hljóti frumvarp ekki slík- an stuðning, en nýtur engu að síð- ur stuðnings meirihluta þing- manna, er hægt að bera það undir þjóðaratkvæði. Noregur Engin ákvæði eru um þjóðarat- kvæðagreiðslur í stjórnarskrá. Því hefur ekki verið talið að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltek- ið málefni geti verið lagalega bindandi fyrir handhafa ríkis- valds, án þess að komi til stjórnar- skrárbreytinga. Slíkt fæli í sér framsal valds í andstöðu við stjórnarskrá. Hins vegar getur meirihluti þingmanna ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu, sem er ráðgefandi um tiltekið málefni. Svíþjóð Í sænsku stjórnarskránni er gert ráð fyrir tvenns konar þjóð- aratkvæðagreiðslum. Annars veg- ar um breytingar á stjórnskipun- arlögum. Kveðið er á um að ef tí- undi hluti þingmanna sænska þjóðþingsins stendur að tillögu að stjórnskipunarlögum og að minnsta kosti þriðjungur þing- manna samþykkir tillöguna skal efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfarið. Kosið er samhliða al- mennum þingkosningum. Tillög- unni telst hafnað ef meirihluti kjósenda greiðir atkvæði gegn lögunum taki að minnsta kosti helmingur þeirra þátt sem taka þátt í þingkosningum sem eiga sér stað samfara. Að öðrum kosti kemur málið aftur til kasta sæns- ka þjóðþingsins sem getur þá ann- aðhvort hafnað lögunum eða stað- fest þau. Hins vegar geta þjóðarat- kvæðagreiðslur farið fram um til- tekið málefni. Þá er ákvörðun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsl- ur tekin í formi laga og er beiting heimildarinnar eðli málsins sam- kvæmt háð því að meiri en helm- ingur þingmanna sé henni sam- þykkur. Að þessu leyti er valdið því í höndum þingsins. Niðurstaða kosninganna er þá einungis ráð- gefandi. Finnland Í finnskri stjórnskipan er byggt á því sjónarmiði að ein- göngu hinir þjóðkjörnu fulltrúar fari með löggjafarvaldið. Þó er að finna heimild til að efna til ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið málefni. Ákvörðun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsl- ur er tekin í formi laga og er beit- ing heimildarinnar eðli málsins samkvæmt háð því að meiri en helmingur þingmanna sé henni samþykkur. Niðurstaða kosning- anna er aðeins ráðgefandi og er heimildin til að grípa til þjóðarat- kvæðagreiðslu valkvæð og háð vilja þingsins. Setja skal sérstök lög um framkvæmd atkvæða- greiðslunnar hverju sinni. Bretland Sett voru lög í Bretlandi 2000 um stjórnmálaflokka, kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ákvæðin um þjóðaratkvæða- greiðslur eru almenns eðlis og innihalda einungis almennar regl- ur um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslna. Engar almennar reglur eru hins vegar til um skil- yrði þátttöku í atkvæðagreiðslu eða um afl atkvæða. Þegar ákvörðun liggur fyrir um að halda þjóðaratkvæða- greiðslu hefur verið talið að setja þurfi sérstök lög um framkvæmd hennar. Í slíkum lögum getur ver- ið að finna nánari upplýsingar um þau skilyrði sem eru sett, hvernig túlka beri niðurstöðu kosningar- innar, þar á meðal hvort hún telj- ist vera bindandi eða ráðgefandi. Þýskaland Í þýskri stjórnskipan er al- mennt ekki gert ráð fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslum. Þó er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum meðal annars við breytingar á landamærum sambandslandanna. Allir atkvæðisbærir menn í við- komandi sambandslöndum eiga þá atkvæðisrétt. Einfaldur meirihluti ræður, en þó er áskilið að fjórðungur þeirra, sem eru á kjörskrá fyrir Sam- bandsþingskosningarnar í við- komandi sambandslöndum, taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Holland Á árinu 2002 voru í Hollandi sett lög um þjóðaratkvæða- 12 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR VIÐ HLIÐ KARZAIS Afgönsk kona íklædd búrku gengur fram- hjá veggspjaldi af Hamid Karzai, forseta landsins. Karzai hefur lýst yfir ánægju með áform NATO um að senda aukinn fjölda friðargæsluliða til landsins þegar kosningar verða haldnar í landinu í september. Hæstiréttur Bandaríkjanna vísar umdeildu máli aftur til undirréttar: Bann við netklámi brot á stjórnarskrá BANDARÍKIN, AP Hæstiréttur Banda- ríkjanna telur að lög sem eiga að vernda börn gegn klámi á netinu brjóti líklega í bága við stjórnar- skrárákvæði Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi. Í annað skiptið sendi rétturinn málið aftur til undirréttar. Hæstiréttur féllst á rök undir- réttar um að synja löggjöfinni en vísaði málinu aftur þangað og bað undirréttinn um að skoða hvort það væri tæknilega mögulegt að koma í veg fyrir að börn sjái klám á netinu án þess að skerða tjáningarfrelsi fullorðinna. Úrskurður hæstaréttar þykir ákveðinn sigur fyrir hags- munasamtök sem styðja tjáningar- frelsi. Hann gefur aftur á móti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna möguleika á því að reyna að sanna aftur að lögin brjóti ekki gegn stjórnarskránni. Lögin kveða á um að heimilt verði að refsa eigendum þeirra vef- síðna sem innihalda klámefni án þess að gera ráðstafanir sem koma í veg fyrir að börn geti nálgast slíkt efni. Samkvæmt lögunum yrði hægt að beita ríflega þriggja milljóna króna dagsekt fyrir brot á lögunum. Einnig gæti brot á þeim varðað allt að sex mánaða fangelsi. Lögin voru samþykkt í stjórnar- tíð Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en hafa verið að velkjast í dómskerfinu allt síðan. ■ Reglur afar ólíkar frá einu landi til annars Starfshópur um þjóðaratkvæðagreiðslu kannaði sérstaklega reglur í öðrum löndum. Þær eru afar breytilegar. Misjafnt hvort sett séu skilyrði um tiltekna lágmarksþátttöku eða atkvæðavægi og hvort úrslit séu bindandi eður ei. – hefur þú séð DV í dag? Lárus læknaþjófur kominn frá Flórída SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÚR SKÝRSLU STARFSHÓPS UM ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLU STARFSHÓPUR UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU Frá vinstri: Hæstaréttarlögmennirnir Kristinn Hallgrímsson, Jón Sveinsson, Andri Árnason og Karl Axelsson, auk Kristjáns Andra Stefáns- sonar, deildarstjóra í forsætisráðuneytinu. KLÁM Á NETINU Úrskurður hæstaréttar þykir ákveðinn sigur fyrir hagsmunasamtök sem styðja tjáningarfrelsi. FORSÆTISRÁÐHERRARNIR Zafarullah Khan Jamali fyrrverandi forsæt- isráðherra tekur í hönd Chaudry Shujat Hussain sem sest í hans stól. Breytingar í Pakistan: Nýr forsætis- ráðherra kjörinn ISLAMABAD, AP Chaudry Shujat Hussain var kjörinn forsætisráð- herra af þjóðþingi landsins í gær með 190 atkvæðum gegn 76. Hussain sem er dyggur banda- maður yfirmanns herafla landsins tekur við embættinu af Zafarullah Khan Jamali sem gegndi því í rúmlega hálft annað ár þar til hann lét af völdum á laugardaginn var, án þess að gefa upp ástæður fyrir afsögn sinni. Talið er að Jamali hafi fallið í ónáð hjá Pervez Musharraf, for- seta landsins, og að hann hafi bol- að honum frá völdum. Margir hafa gagnrýnt lýðræðisþróun í Pakistan í fimm ára valdatíð Mus- harraf og segja hana fara sífellt hnignandi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.