Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2004 Krókháls Lyngháls H ál sa b ra ut Bæjarháls Dragháls Fossháls H ál sa br au t Norðurljós ÁTVR Vífilfell TYRKNESKIR GÍSLAR Þessir menn hafa verið í gíslingu síðan 1. júní. Gíslataka í Írak: Þremur Tyrkjum sleppt ANKARA, AP Þremur tyrkneskum gíslum var sleppt úr haldi and- spyrnumanna í Írak í gær. Þeir höfðu áður hótað að afhöfða gíslana. Sjónvarpsstöðin al jazeera fékk tilkynningu frá mannræningjunum þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að sleppa gíslunum vegna „trú- bræðra sinna í Tyrklandi“. Utan- ríkisráðherra Tyrklands segir að það hafi skipt sköpum að þess var krafist í mótmælaaðgerðum gegn NATO að mennirnir yrðu látnir lausir. Tveir aðrir tyrk- neskir gíslar fengu að hringja í fjölskyldur sínar og sögðu að þeim yrði sleppt ef verktakafyr- irtækin sem þeir vinna fyrir hætti að starfa í Írak. ■ ATVINNUMÁL „Á Kárahnjúkum er unnið allan sólarhringinn og stund- um nægja 24 tímar ekki til að kom- ast yfir verkefni dagsins,“ segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður ítalska verktakans Impregilo. Fréttablaðið sagði í gær frá því að Starfsgreinasambandi Austur- lands hefðu borist kvartanir margra starfsmanna sem segja launaskrif- stofu Impregilo klípa af tímafjölda þeirra. Þá hafi erindum sambands- ins til launaskrifstofunnar vegna málsins ekki verið svarað. Ómar segir fráleitt að á Kára- hnjúkum sé samsæri um að komast hjá því að borga starfsmönnum laun. „Vilji starfsmenn gera athuga- semdir við tímafjölda sinn geta þeir gert það. Þá er strax hafist handa við að leiðrétta launin,“ segir Ómar. Hann bendir þó á að nokkurn tíma geti tekið að fá leiðréttingar í gegn, eða allt að tvo mánuði. Ómar viðurkennir þó að oft mættu leiðréttingar og svör við er- indum stéttarfélaga vera sneggri og kennir hann annríki starfsmanna launaskrifstofunnar um. ■ Samkynhneigðir: Brúðkaup ekki ólögleg BOSTON, AP Áfrýjunardómstóll í Boston komst í gær að þeirri nið- urstöðu að ekki væri hægt að stöð- va hjónabönd samkynhneigðra í Massachusetts. Íhaldssamir hópar kærðu hjónaböndin og hyggjast nú skjó- ta málinu til Hæstaréttar Banda- ríkjanna. Telja þau stjórnvöld í Massachusetts brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna er þau leyfðu samkynhneigðum að giftast. Dómstóllinn hefur áður hafnað beiðni hópsins um að stöðva út- gáfu giftingarvottorða til sam- kynhneigðra para. ■ ÓMAR R. VALDIMARSSON Talsmaður Impregilo segir frá- leitt að á Kárahnjúkum sé sam- særi um að komast hjá því að greiða út laun. Talsmaður Impregilo segir leiðréttingar taka sinn tíma: Hafnar að starfsmenn séu hlunnfarnir Mannréttindadómstóll Evrópu: Slæðubann ekki mann- réttindabrot MANNRÉTTINDI Mannréttinda- dómstóll Evrópu hefur dæmt gegn tyrkneskum háskólanema sem taldi að bann við andlits- slæðum í tyrkneskum háskól- um væri brot á mannréttindum. Leyla Sahin nam læknisfræði í háskólanum í Istanbul og sagði slæðubannið brjóta gegn hugs- ana- og trúfrelsi sem er tryggt í Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að bann sem þetta á skólalóðum bryti ekki gegn sáttmálanum, skólar eigi rétt á að setja reglur um klæðaburð svo lengi sem þær séu sanngjarnar, segir í dómn- um og að það geti verið nauð- synlegt að takmarka slæður í læknadeildum háskóla af hrein- lætisástæðum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.