Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 2
2 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Mér finnst ekki lík- legt að með þessu gjaldi náist al- menn sátt um sjávarútveginn,“ seg- ir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. Með sérstöku sex prósenta veiðigjaldi sem tekið verður af sjávarútvegsfyrirtækjum frá sept- ember næstkomandi standa vonir til að komið verði að einhverju leyti til móts við þá sem halda því fram að stórir útgerðarmenn maki krók- inn með auðlind sem sé sameigin- leg eign allrar þjóðarinnar. „Þetta mun einnig reynast skuldsettari fyrirtækjum þungur baggi enda mun þetta gjald hækka í framtíðinni. Fyrirtækin eru mis- vel stæð eins og í öðrum rekstri og engum blöðum um það að fletta að sex prósent af tekjum hvers fyrir- tækis er dágóð upphæð.“ Ráðgert er að 900 milljónir króna bætist við í ríkissjóð með nýju veiðigjaldi sem sett verður á í haust. Til grundvallar gjaldinu verður aflaverðmæti útgerðar að frádregnum rekstrar- og launa- kostnaði og mun hlutfallið verða sex prósent á þessu ári. Mun gjald- ið hækka í framtíðinni í allt að tíu prósent. Engin aukagjöld falla þó á útgerð- araðila þetta árið því greitt verður sama gjald og hefur hingað til verið greitt vegna annarra skuldbindinga á borð við greiðslur til veiðieftirlits. Þær falla svo alfarið niður. ■ Panta konur til að níðast á þeim Á Norðurlöndum hefur orðið vart við að menn „panti sér“ konur erlendis frá gagngert til að níðast á þeim. Samkvæmt lögum hætta erlendar konur á að vera sendar úr landi fari þær frá ofbeldisfullum mönnum sínum. FÉLAGSMÁL Á Norðurlöndum hafa komið upp vandamál þar sem karlar „flytja inn“ konur frá öðrum lönd- um að því er virðist gagngert til að beita þær ofbeldi. Þannig er þekkt að fjöldi kvenna þurfi að leita sér hjálpar vegna eins og sama ofbeld- ismannsins. „Við erum þátttakendur í Evr- ópuverkefni þar sem fram hefur komið að slík vandamál hafa komið upp á Norðurlöndunum. Þ.e. að sömu mennirnir flytji trekk í trekk inn konur og beiti þær ofbeldi og skili þeim svo jafnvel í kvenna- athvarf áður en þeir fara og ná sér í nýja,“ segir Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Drífa segir ekki liggja fyrir könnun á þessum hlut- um hér. „Reynslan sýnir okkur hins vegar að engin ástæða er til að ætla að hér sé ástandið annað en í öðrum löndum,“ bætir hún við og áréttar að vitanlega sé þarna ekki um að ræða nema brotabrot tilfella. Tatjana Latinovic, sem sæti á í stjórn Félags kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir mjög erfitt að tjá sig um óstaðfestar sögusagn- ir um menn sem kunna að stunda að „sækja sér“ konur til að níðast á og sagðist ekki hafa heyrt sögur um slíkt frá útlendum konum. „Lagaumhverfið hér er hins veg- ar andsnúið konum sem lenda í of- beldisfullum samböndum því þær eru háðar mönnum sínum lagalega,“ sagði Tatjana og vísaði til þess að erlendir borgarar fá ekki varanlegt dvalarleyfi fyrr en þeir hafa verið hér búsettir í þrjú ár. „Það þarf að refsa réttum aðila og fráleitt að vísa konu úr landi fyrir að skilja við of- beldisfullan eiginmann.“ Tatjana varar sérstaklega við því að upp sé dregin sú mynd af erlend- um konum sem hér eiga í sambönd- um eða eru giftar Íslendingum, að þær séu upp til hópa möguleg fórn- arlömb. „Þetta eru mjög meiðandi for- dómar og kannski er þetta ekki síst meiðandi fyrir eiginmenn þessara kvenna, sem að ósekju fá á sig ein- hvern neikvæðan stimpil. Vitanlega eru flest hjónabönd útlendinga og íslensks fólks í góðu lagi.“ Sjá nánar síður 20 til 21 olikr@frettabladid.is Skattrannsókn á Baugi: Ný skýrsla SKATTAMÁL Embætti skattrann- sóknarstjóra hefur skilað inn annarri útgáfu frumskýrslu vegna rannsóknar á Baugi og tengdum félögum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hreinn Loftsson, stjórnar- formaður Baugs, vildi ekki tjá sig um fréttina þegar Frétta- blaðið hafði samband við hann í gær og vildi hvorki staðfesta né neita því að önnur útgáfa frum- skýrslunnar væri komin fram. Í frétt Stöðvar 2 sagði að for- svarsmenn Baugs hefðu frest til mánudags til að koma á framfæri athugasemdum vegna skýrslunnar. ■ Banaslys í Bíldudal: 14 ára stúlka lést BANASLYS Stúlka á fimmtánda ári beið bana þegar ekið var á hana á sjöunda tímanum á fimmtudag. Hún var á gangi ásamt sex ára gömlu barni eftir þjóðvegi í Bíldu- dal, skammt fyrir utan bæinn, þegar ekið var á hana og talið er að hún hafi látist samstundis. Lög- reglunni á Patreksfirði barst til- kynning frá neyðarlínu skömmu síðar og var sjúkrabíll, læknir og þyrla landhelgisgæslunnar kölluð til. Að sögn lögreglunnar eru til- drög slyssins óljós og unnið er að rannsókn málsins. Þrír voru í bílnum sem ekið var á stúlkuna en enginn þeirra meiddist. Hámarkshraði þar sem slysið átti sér stað er 90 kílómetr- ar á klukkustund. Stúlkan hét Jóhanna Margrét Hlynsdóttir. ■ KEYRT Á HITAVEITURÖR Ökumaður sem grunaður er um ölvun ók á hitaveiturör á afleggjaranum að Nesjavöllum við Þingvelli um miðj- an dag í gær. Skemmdist bíllinn mikið og var ökumaður fluttur á slysadeild en meiðsl hans eru þó ekki talin alvarleg. TVEIR ÁREKSTRAR Á SAMA STAÐ Tveir árekstar urðu á sama stað á þjóðveginum við Hveragerði upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Fyrst rákust þrír bílar saman og litlu seinna bættust tveir aðrir í hópinn. Loka þurfti veginum í talsverðan tíma en engin slys urðu á fólki. FLÆDDI Í ÍBÚÐ Óskað var eftir að- stoð Slökkviliðsins í Reykjavík laust fyrir klukkan níu í gærmorg- un, en vatnsleiðslur gáfu sig í kjall- araíbúð við Vesturgötu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði flæddi mikið af heitu vatni inn í íbúðina og varð að dæla því burt. Það gekk vel en skemmdir á íbúðinni eru miklar. ■ SKÝRSLA Fjármálaráðuneytið setur veru- lega ofan í við Ríkisendurskoðun vegna skýrslu hennar um framkvæmd fjárlaga í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Níu athugasemdir eru gerðar við skýrsluna og færð rök fyrir rangfærsl- um Ríkisendurskoðunar í hverju tilviki fyrir sig. Ráðuneytið segir það markleysu að gera samanburð á greiðslum til stofnana og heimildum sem eru á rekstrargrunni. Það gefi ranga mynd af afkomu ríkis- sjóðs að blanda saman rekstrar- og greiðslugrunni með þeim hætti sem Rík- isendurskoðun geri. Það leiði til þess að settar séu fram misvísandi niðurstöður um afkomu ríkissjóðs. Ennfremur er fundið að því hversu al- menn skýrslan er um fjármál ríkisins og þróun þeirra í stað þess að fjalla um framkvæmd fjárlaga fyrir síðasta ár eins og hugmyndin hafi verið. Aðeins í tveimur köflum sé fjallað beinlínis um þá framkvæmd. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei, við erum sætastir og njótum lýðhylli.“ Sveinn Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtökin hafa harðlega mótmælt þeim hugmyndum að setja sérstakan sykurskatt á matvæli og gosdrykki og telja slíkt einungis gera illt verra SPURNING DAGSINS Sveinn, eruð þið súrir? FRÁ SLYSSTAÐ Drengurinn dróst stuttan spöl með bílnum áður en hann stoppaði. Slys í Reykjavík: Ekið á tíu ára dreng SLYS Ekið var á tíu ára dreng innarlega í Síðumúla, skammt frá Fellsmúla, um hádegisbil í gær. Drengurinn var flutt- ur á slysadeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu virðast tildrög slyssins hafa ver- ið þau að drengurinn hljóp út á götu í veg fyrir bílinn og dróst stuttan spotta með bílnum áður en hann stoppaði. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hlaut dreng- urinn yfirborðsbrunasár á líkama og skrapsár sem þurfti að hreinsa. Hann var fluttur á lýtalækningadeild Land- spítalans við Hringbraut í gær þar sem gert verður að sárum hans. ■ Samsæri og lygar Mörthu Stewart: Dæmd í fangelsi NEW YORK, AP Uppáhaldshúsmóðir allra Bandaríkjamanna, Martha Stewart, er líklega á leið í fimm mán- aða fangelsi. Hún hefur áfrýjað dómnum. Stewart er sökuð um að hafa beitt lygum þegar hún seldi fjárfestum fyrir- tæki sitt ImClone Systems Inc. árið 2001 stuttu áður en hlutabréfin í fyrirtækinu hrundu í verði. Stewart hefur þó verið látin laus gegn tryggingu þar til áfrýjun hennar hefur verið tekin fyrir. Búist er við að málið geti dregist um ár. ■ Fjármálaráðuneyti setur ofan í við Ríkisendurskoðun: Skýrsla Ríkisendurskoðunar misvísandi RÍKISENDURSKOÐANDI Fjármálaráðuneytið gerir níu veigamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoð- unar um framkvæmd fjárlaga árið 2003. DRÍFA SNÆDAL Framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf segir mikilvægt að hafa í huga við tölfræði- legan samanburð á komu og veru kvenna í kvennaathvarfi að erlendar konur búi ekki við sama tengslanet vina og ættingja og íslenskar konur gera. ÁRSSKÝRSLA KVENNAATHVARFSINS Í ársskýrslu kvennaathvarfsins fyrir árið 2003 kemur fram að erlendar konur komi í 75 prósentum tilfella vegna núverandi maka, en hlutfallið hjá þeim íslensku sé 52 prósent. Fram kemur að oft sé það vinnu- veitandi erlendu kvennanna sem hafi milli- göngu um komu þeirra í kvennaathvarfið. MARTHA STEW- ART Á leiðinni í fangelsi BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Verður þungur baggi á fyrirtækjum í sjávar- útvegi sem mörg hver eru þegar afar skuldsett. Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna: Nýtt veiðigjald mun reynast þungur baggi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.