Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 17. júlí 2004 29 Kobe áfram hjá Lakers Los Angeles Lakers missti miðherjann Shaquille O’Neal en hélt Kobe Bryant sem skrifaði undir sjö ára samning við félagið eftir að hafa lengi verið á leiðinni til grannanna í LA Clippers. KÖRFUBOLTI Körfuboltasnillingurinn Kobe Bryant ákvað loksins í gær hvar hann myndi spila á komandi tímabilum í NBA-deildinni. Bryant, sem var með lausan samning, ræddi við Chicago Bulls, Denver Nuggets og New York Knicks auk Los Angeles-liðanna tveggja, Lakers og Clippers. Á endanum ákvað hann að spila áfram með Los Angeles Lakers, skrifaði undir sjö ára samning sem færir honum 9,8 milljarða í aðra hönd. „Það er frábært að vera í borg- inni Los Angeles og spila fyrir Lakers næstu sjö árin. Það er ótrúleg tilfinning,“ sagði Bryant á blaðamannafundi í gær þegar samningur hans var kynntur. Ákvörðun Bryants kemur degi eftir að Shaquille O’Neal ákvað að yfirgefa Lakers fyrir Miami Heat en hann vísaði þeim ásökunum, að O’Neal hefði farið frá félaginu vegna rifrildis við sig, aftur til föðurhúsanna. „Slíkar tilhæfu- lausar ásakanir ergja mig. Hann gerði það sem hann þurfti að gera. Það kom mér ekki við. Í fullkom- num heimi hefðum við spilað áfram saman í Lakers og haldið áfram að vinna meistaratitla,“ sagði Bryant. Bryant hittir fyrir nánast nýtt lið í Lakers því auk Shaq þá er bakvörðurinn Derek Fisher far- inn til Golden State Warriors. Það er ljóst að það verða aðrar áhersl- ur í leik liðsins nú þegar liðið hef- ur misst hinn tröllvaxna mið- herja. „Við ætlum að hlaupa upp og niður. Það var kominn tími til að fá meiri hraða í liðið,“ sagði Mitch Kupchak, framkvæmda- stjóri Lakers, í gær. Kupchak sagði jafnframt að það hefði ekki haft nein áhrif á Lakers-liðið að Kobe Bryant ætti yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm ef hann verður fundinn sekur um að hafa nauðg- að nítján ára gamalli stúlku í fyrra. „Við vitum af þessum möguleika en þetta var áhætta sem við vorum tilbúnir að taka og þurftum ekki að hugsa okkur lengi um.“ ■ KOBE BRYANT ÁNÆGÐUR MEÐ NÝJA SAMNINGINN Kobe Bryant sést hér skrifa undir nýja samninginn við Los Angeles Lakers í gær á meðan Mitch Kupchak, fram- kvæmdastjóri liðsins, fylgist með. BREYTINGAR HJÁ LAKERS Komnir Lamar Odom frá Miami Heat Caron Butler frá Miami Heat Brian Grant frá Miami Heat Farnir Shaquille O’Neal til Miami Heat Derek Fisher til Golden State Endurnýjaðir samningar Kobe Bryant Gary Payton Með lausa samninga Karl Malone Stanislav Medvedenko Horace Grant Bryon Russell Samningslausir nýliðar Marcus Douthit Sasha Vujacic Florentino Perez, forseti Real Madrid vill gjarnan fá Patrick Vieira frá Arsenal: Bjóða Morientes í skiptum FÓTBOLTI Það hefur lengi verið vitað að Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, er mikill aðdáandi spænska sóknarmannsins Fern- ando Morientes og það ætla for- ráðamenn spænska liðsins Real Madrid að reyna að nýta sér í við- leitni sinni til að fá franska miðju- manninn Patrick Vieira til sín frá Arsenal. Samkvæmt fréttum frá Englandi þá eru forráðamenn Real Madrid tilbúnir til að borga 30 milljónir punda fyrir Vieira sem á eftir þrjú ár af samningi sínum við Arsenal. Vieira hefur ekki tjáð sig um málið en umboðsmaður hans, Steve Kuttner, sagði að þótt Flore- ntino Perez, forseti Real Madrid, væri hrifinn af Vieira þá þýddi það ekki að hann myndi kaupa hann. „Ef Real Madrid vill kaupa hann þá verða þeir að setja sig í samband við Arsenal. Peter Hill-Wood, stjórnarfor- maður Arsenal, sagðist vera orð- inn þreyttur á stöðugum orðrómi þess efnis að Vieira væri á leið- inni til Real Madrid. „Við ætlum ekki að selja hann, hvað sem boðið verður,“ sagði Hill-Wood. Perez er þó ekki á því að gefast upp enda hefur hann verið dug- legur við að landa hverjum stór- laxinum á fætur öðrum á undan- förnum árum. „Það er enginn leik- maður í heiminum sem er ekki til sölu. Eina vandamálið er pen- ingar. Ég verð að endurtaka að stefna mín er að reyna að kaupa bestu leikmenn heims í þeim stöðum sem við höfum þá ekki. Patrick Vieira er, að mínu mati, bestur í heimi í sinni stöðu,“ sagði Perez sem var á dögunum endurkjörinn forseti Real Madrid til næstu fjögurra ára. ■ VERÐUR SKIPT Á ÞEIM? Real Madrid hefur áhuga á því að skipta á Fernando Morientes og Patrick Vieira. ROLAND ERADZE Átti frábæra innkomu í mark íslenska liðsins í síðari hálfleik og varði tólf skot. Handboltalandsliðið: Tíu marka tap gegn Ungverjum HANDBOLTI Íslenska handboltalands- liðið tapaði fyrir Ungverjum með tíu marka mun, 30-20, í vináttu- landsleik í Ungverjalandi í gær- kvöld. Ungverska liðið var skrefi framar en það íslenska allan leik- inn og leiddi með sex mörkum, 17- 11, í hálfleik. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að leikurinn hefði verið afskaplega slakur af hálfu íslenska liðsins og leikmenn hefðu engan veginn náð sér á strik. „Sóknarleikurinn var skelfi- legur allan tímann, menn voru að gera mikið af mistökum og við fengum fjölmörg hraðupphlaups- mörk á okkur í leiknum, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Við höfum verið að æfa nýtt varnarafbrigði sem er 3:2:1 framliggjandi vörn og það gekk ágætlega þegar menn náðu að koma sér til baka,“ sagði Guðmundur og bætti við að ljósi punkturinn í leik íslenska liðsins hefði verið innkoma Rolands Era- dze í mark íslenska liðsins í síðari hálfleik en hann varði tólf skot. „Það er mikil vinna framundan en við höfum æft mikið og erum því kannski ekki eins léttir og Ung- verjarnir,“ sagði Guðmundur. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 5, Róbert Gunnarsson 3, Dagur Sigurðsson 2, Ásgeir Örn Hall- grímsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Jaliesky Garcia 1, Sigfús Sig- urðsson 1 og Snorri Steinn Guð- jónsson 1. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.